Ekki láta ríkisfjármálin blekkja

Vissulega er íslenska hagkerfið á mikilli siglingu þessi misserin. Atvinnuleysi er nánast ekkert. Kaupmáttur launþega fer vaxandi. Útflutningsgreinarnar eru að standa sig vel. Skatttekjurnar flæða inn í ríkissjóð.

Látum hins vegar ekki blekkjast. Það þarf ekki nema einn stór banki að fara á hausinn einhvers staðar í Evrópu eða Bandaríkjunum til að hrinda af stað sömu keðjuverkun og hausið 2008. Fjármálakerfið er byggt upp á nákvæmlega sama hátt og þá, en skuldirnar eru enn meiri. Spilaborgin stendur á brauðfótum. 

Menn lærðu nákvæmlega ekkert af hruninu 2008. Lexían hefði auðvitað átt að vera sú að leyfa gjaldþrotum að eiga sér stað og skuldum að þurrkast upp og leggja svo niður peningaprentvélar hins opinbera og koma ríkisvaldinu út úr framleiðslu peninga með öllu.

Þetta var auðvitað ekki gert. Þess í stað var seðlabönkunum beitt af enn meiri ákafa til að framleiða falskt góðæri með nýjum peningum á lágum og jafnvel neikvæðum vöxtum. Hinir nýju peningar hafa nú runnið í húsnæðisbólur, hlutabréfabólur, skuldabréfabólur og aðrar eignabólur - bólur sem munu springa. Þeir sem skulda of mikið þegar úthreinsunin fer af stað lenda í vandræðum. Hinir, sem eiga raunverulegar eignir og jafnvel mikið lausafé til að kaupa eignir á brunaútsölu, munu standa betur. Meira að segja þeir sem eiga ekkert en skulda ekkert eru í góðum málum miðað við þá sem skulda mikið en telja sig kannski eiga mikið líka. 

Ekki láta útgjaldagleði stjórnmálamanna og bankamanna blekkja eða villa sýn. Það er aldrei gott að skulda, sérstaklega ekki neysluskuldir, og það fer að koma að leikslokum í núverandi blekkingaleik. 


mbl.is Yfirdráttarheimildir fara lækkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

95% af peningamagni í umferð er ekki framleitt af ríkinu heldur af hlutfélögum sem kallast bankar. Það eru þeir síðarnefndu sem þarf að taka peningaprentunarvaldið af, því þeir ollu hruninu með skefjalausri og innstæðulausri peningaprentun. Það hafði ekkertað gera með þau 5% peningamagns sem ríkið gefur út í formi seðla og myntar.

Ef ríkið á ekki að gefa út seðla, hver þá? Myndirðu treysta bönkunum betur til þess ábyrgðarhlutverks? Þeim sömu og öllu hruninu 2008 með skefjalausri og innstæðulausri peningaprentun?

Nei því miður gengur þessi hugmynd þín ekki upp, eins og ég hef margoft og ítrekað bent þér á en samt endurtekurðu hana alltaf með reglulegu millibili. Talandi um að hafa ekkert lært á því sem gerst hefur, þá ættirðu kannski að líta sjálfum þér nær í því sambandi.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.12.2017 kl. 13:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hver ábyrgist þessi 5%? 

Hvernig er saga bólumyndana fyrir tilkomu hinna nútímalegu seðlabanka?

Geir Ágústsson, 21.12.2017 kl. 17:43

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver ábyrgist þessi 5%?

Svar: Ríkið, með því að sjá til þess með lögum að hinir útgefnu seðlar og mynt séu gjaldgengur greiðslumiðill í öllum viðskiptum manna. Án slíkra laga væru peningar útgefnir af ríkinu bara myndskreyttur pappír.

Hvernig er saga bólumyndana fyrir tilkomu hinna nútímalegu seðlabanka?

Sögulegur fróðleikur sem segir okkur álíka mikið um eðli nútíma bankakerfis og uppfinning gufuvélarinnar segir okkur um þotuhreyfla nútímans.

En fyrst þú spyrð er hérna nýleg frétt en með henni fylgir fróðleg mynd sem sýnir samanburð þróunar á ýmsum vel þekktum sögulegum eignabólum:

Jón og Gunna vilja bara græða - Viðskiptablaðið

Þetta er vissulega ekki tæmandi svar við spurningunni en um bólumyndanir í fortíðinni hafa verið skrifaðar margar bækur sem ég held að sé best að þeir lesi bara sjálfir sem hafa áhuga á slíkri sagnfræði.

Langstærsta bólan af þeim öllum er samt peningaprentun bankanna. Hér má finna línurit sem sýnir hana fyrir Ísland frá árinu 1960 (sem er eins langt aftur og tölfræðin nær):

Iceland Money Supply M3 | 1960-2017 

Eins og þar sést hafa bankarnir margfaldað peningamagn í umferð meira en 58 þúsund falt á þessum 57 árum. Það ætti því engan að undra að verðgildi krónunnar hafi rýrnað talsvert á sama tímabili. Jafnframt ætti það engum að dyljast hver er meginorsök þeirrar rýrnunar: peningaútgáfa bankanna, sem er ekkert annað en þjófnaður á kaupmætti almennings.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.12.2017 kl. 19:45

4 identicon

Sæll Geir

ég vildi nú gera athugasemd um atvinnuleysið, það er ekki alveg heldur glansmynd þegar grannt er skoðað. Háskólamenn eiga bara í miklu basli með að finna störf, þetta er aðallega ferðaþjónusta og byggingamarkaðurinn sem eru að finna fyrir vexti. Ég þekki fullt af háskólafólki sem finnur ekkert að námi loknu og er bara ekkert í góðum málum þannig að glansmyndin er vissulega flott í fjarlægð en kannski ekki þegar grannt er skoðað ....

Bjarni (IP-tala skráð) 22.12.2017 kl. 00:56

5 identicon

"Ríkið" er falið skattaníðingavald, með sitt eigin mafíulagaákvarðað lögheimilisfang í Vatíkaninu.

Allir skattar fara til Vatíkansins.

Þeir sem eiga að svara fyrir allt sem gera skal á Íslandi, þurfa að fara með kúgaðra betlistaf til þessa skattráns Vatíkans! Til að fá eina einustu mögulega grátbiðjandi krónu og gjaldmiðil fyrir raunverulega verðmætaframleiðandi og vinnandi fólkið?

Raunverulega verkafólkið í öllum verðmætasköpunarstéttum stendur undir allri verðmætasköpuninni? En ekki bankarnir og fjárfestingasjóðirnir!

Sem með blóði svita tárum og fórnum heldur uppi öllum spillta Vatíkan-valdapíramídanum spillta, helsjúka og siðblinda til margra alda! (Alþjóðabankinn)!

Djöflaormagryfju heimsveldis klerkaliðið í Vatíkan&co er með skipulögðum hætti að drepa fólkið á jörðinni, með sinni helsjúku og siðblindu skattaráns-aftökustefnu. Lengi getur vont versnað ef djöflaveldi Vatíkansklerkanna og Frakka/Breta-co fær frítt spil áfram hér á jörðu. Þeir Vatíkanónarnir standa einungis fyrir framleiðslu á svartamarkaðs eiturlyfjum, og glæpamönnum sem tortíma fólki samkvæmt fjarstýringum þessara siðblindu klerkavillimanna.

Þeir kalla sig meira að segja siðmenntaða, þessir Vatíkan&co skattakúgunar aftökustýrivillimenn?

Guð hjálpi þessum Vatíkanon&co klerkum!

Ekki veitir þeim víst af fyrirbænum og kærleiksóskum, þessum vesalings guðsorkunnar yfirgefnu og helteknu hershöfðingjum illra aftökustríðsafla og sturlunar í veröldinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2017 kl. 01:00

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ættli bitcoinið verði tulipanaæði 21 aldarinnar?

FTC (the Federal Trade Commision) hefur stöðvað Viðskipti á bitcoin í nokkra  daga, meðan að verið er að ransaka hvort að það sé eitthvað á bakvið bitcoin annað en einhver kóti sem kaupandi bitcoin fær.

Spennandi að sjá hvað kemur út úr þessari rannsókn.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 22.12.2017 kl. 06:45

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er þröngt einstigið sem liggur á milli stuðnings við rekstur ríkisrekinna seðlabanka og andstöðu við peningaprentun þeirra og skjólstæðingar þeirra (bankanna).

Markaðurinn er að reyna gera betur, t.d. með Bitcoin. Sumir telja samt að ekkert geti leyst gullið af hólmi, þar sem únsan gat fjármagnað skraddarasaumuð jakkaföt árið 1900 og gerir enn í dag.

Geir Ágústsson, 22.12.2017 kl. 13:07

8 identicon

Vöruskipti?

Hvað auðveldar viðskipti, með raunverulegt verðmæti, í vöruskiptum?

Netheimar verja ekki raunveruleg verðmæti, þótt margt gott sé mögulegt, verjandi og nothæft til framfara í netheimum.

Bankar og spilavítiskauphallir eru villuráfandi og þar af leiðandi hættulegir ræningjar í netheimum.

Ég man ekki hvað eru margar netmiðla-myntir í gangi, sem eru á fljúgandi ferð inn og út af spilavítiskauphöllum.

Engin lög og reglur virðast raunverulega ná yfir allt þetta netmiðlanna spilavítiskauphallanna fjaðrafok og fáránleika?

Við erum stödd í stjórnlausri fjármálakerfis hringiðu, sem enginn veit almennilega hvernig virkar, né hverjar afleiðingarnar verða af áframhaldandi óupplýstu ferlinu stjórnlausa.

Kannski virkar þetta bara vel svona, og kannski ekki? Maður ætti aldrei að fordæma neitt. Það er neikvætt og þröngsýnt að fordæma án þekkingar.

Það vantar óttalausa og hreinskilna umræðu um hvað er raunverulega í gangi á mörgum fjármálaviðskipta sviðum hér á jörðinni.

Þöggun og blekkingar valda skaða og afturför fyrir alla.

Enginn veit allt, en allir vita eitthvað.

Tjáningarfrelsi, heiðarleiki og þakklæti er grunnur alls góðs til framfara og friðar.

Þar eigum við víst flest öll margt ólært.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2017 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband