En!

Allir hagvísar á Íslandi benda upp á við. Það sést ekkert nema góðæri og uppsveifla í greiningartólunum. Ríkisvaldið blæs til gríðarlegra ríkisútgjalda. Fólk kaupir og kaupir, jafnvel fyrir lánað fé. Venjulegur launamaður á gólfi kaupir sér nýjan jeppa á lánum. Miðstéttarfjölskyldan ferðast yfir hálfan hnöttinn í frí. Forstjórinn reisir sér nýjan sumarbústað um leið og hann endurnýjar eldhúsið heima og bílana í bílskúrnum.

Hljómar kunnuglega, ekki satt?

En gott og vel, vissulega stendur íslenska hagkerfið vel, í bili. Hið sama er samt ekki hægt að segja um umheiminn sem við treystum á fyrir kaupendur að útflutningi og ferðamenn með gjaldeyri. 

Í ESB búa menn sig undir næsta skell með risavöxnum björgunarsjóðum. Þar dettur mönnum ekki í hug að lækka skatta, fækka reglum, stöðva peningaprentvélarnar og leyfa hagkerfinu að ná andanum. Nei, menn ríghalda í verðbólguframleiðslu og stöðnun og búa sig einfaldlega undir hrun. Í stað þess að hætta að drekka áfengi gera menn ráðstafanir til að eiga við skorpulifrina og timburmennina. 

Í Bandaríkjunum eyða menn lánsfé eins og enginn sé morgundagurinn. Þar stefnir í gríska krísu. Hagstjórnin er í molum. Ríkisvaldið þenst út. Þar framleiða menn opinber störf eða hlutastörf því það hefur enginn efni á að hafa fólk í fullri vinnu við að gera eitthvað verðmætaskapandi. 

Í Japan halda menn að peningaprentvélarnar geti bjargað hagkerfinu. Það fer alltaf illa fyrir þeim sem standa í þeirri trú.

Í Kína búa menn sig undir að bandaríski dollarinn verði verðlaus. Ríkið gefur út skuldabréf þótt því vanti ekkert lánsfé til að koma gjaldmiðli sínum út í heiminn. Kínverjar kaupa skuldir Evrópuríkja og auðlindir Afríku og búa sig undir að verða lánadrottinn heimsins sem ætlar að fá borgað.

Á Íslandi býr Katla sig undir að kjósa og loka á ferðamannastrauminn.

Það er svo margt sem getur farið úrskeiðis og gert Excel-skjölin í Seðlabankanum að engu. Um leið er ekki verið að gera neitt til að búa sig undir niðursveiflu af einhverju tagi. Skattar eru í hámarki. Skuldir hins opinbera eru nálægt þúsund milljörðum. Fyrirtæki eru skattlögð að sársaukamörkum. Stjórnmálamennirnir ferðast um heiminn og lofa hertu kverkataki á íslensku samfélagi, án tilefnis

Seinast þegar Sjálfstæðisflokkur og vinstriflokkur tóku höndum saman í ríkisstjórn skall á alþjóðleg fjármálakrísa og í kjölfarið tóku sósíalistar við öllum völdum. Íslendingar súpa enn seyðið af því.

Á virkilega að hætta á eitthvað svipað, aftur?


mbl.is Mikil hagvöxtur og lítil verðbólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband