Nóg að gera í starfsmannadeildunum

Það er ekki nóg að hafa jafnlaunastefnu. Það er ekki nóg að boða kurteisi í samskiptum. Það er ekki nóg að kenna fólki að halda höndum sínum af kynfærum annars fólks. Það er ekki nóg að hafa lög og reglur. Það er ekki nóg að halda úti starfsmannahandbókum. Það er ekki nóg að hafa kæruferli. Það er ekki nóg að reka starfsmenn sem áreita samstarfsfólk sitt. 

Og kannski er allt þetta bara hið besta mál. Áreitið leynist jú víða og hefur áhrif á þá sem verða fyrir því.

Pössum okkur samt á einu. Það er ekki hægt að setja allt mannlegt atferli í reglur. Dónar halda áfram að vera dónar. Þeir finna leiðir framhjá regluverkinu. 

Það sem virkar best er að fólk segi frá. Slæmt mannorð dónanna er öflugasta verkfæri okkar hinna til að losna við áreiti þeirra. 

Vissulega vilja starfsmannadeildirnar hafa sem mest að gera. Það er best fyrir þær og eykur vægi þeirra mest. Opinberir starfsmann kvarta heldur ekki. Látum hins vegar ekki glepjast af öllum faglegu ferlunum, kærunefndunum og umræðu samfélagsmiðlanna.

Á mínum vinnustað eru karlmenn í yfirgnæfandi meirihluta. Samt mætir kvenfólk þar á allar skemmtanir. Það blæs af sér fyllerístal leynilegu aðdáenda sína sem birtast þegar áfengi er drukkið. Hins vegar er áreiti ekki umborið, og bara núna nýlega var einn rekinn fyrir kynferðislega áreitni og látinn yfirgefa svæðið samdægurs. 

Við erum öll mannleg, segjum allskonar hluti í allskyns aðstæðum og heyrum ýmislegt sem er ekki alltaf velkomið. Reynum samt að skilja eftir svolítið pláss til að vera mannleg, gera mistök og læra af þeim. 


mbl.is Meira en mælanlegu hlutirnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þannig var þetta nú líka verið á mínum vinnustöðum  frá því að ég hæti að vera barn.  Enda nenna konur ekki að skítasig út á því að lagfæra gamalt járnadrasl eða veiða sloruga fiska í atvinnuskyni.

Og það er nú eins gott því að ef kerlingar hefðu verið að flækjast fyrir með sína asnalegu veifi rassa og kjánalegu fóðurstúta  í öllum þeim þrengslum sem þá voru, þá er hætt við að útgerðin væri verulega rýrari en hún er.   

Hrólfur Þ Hraundal, 12.12.2017 kl. 20:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að þú eigir að vera opinn fyrir því að láta koma þér á óvart. Kvenmenn geta verið frábærir járnabindindamenn og karlmenn geta verið frábærar barnfóstrur. 

Kvenfólk almennt og karlmenn almennt leita í mismunandi hluti. Einstaklingarnir eiga hins vegar að fá að njóta vafans. 

Geir Ágústsson, 13.12.2017 kl. 09:14

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þannig er þetta líka í minni grennd,  Mögulega er þetta kúgunnarfár  bara í fjölmiðlum, sem maður tekur svo of alvarlega.  

Hrólfur Þ Hraundal, 13.12.2017 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband