Tilgangslausar aðgerðir vegna ímyndaðs vandamáls

Öll þessi loftslagsumræða er í besta falli til þess fallin að afvegaleiða almenning og í versta falli er hún mannfjandsamleg.

Einu sinni var mikilvægt að berjast gegn mengun. Mengun er losun á skaðlegum eiturefnum í loft, land og vatn - efni sem drepa, sýkja eða hamla. 

Mengun getur stafað af ýmsum aðgerðum mannanna. Mannskæðasta mengunin stafar af bruna á tré og kolum innandyra í fátækustu ríkjum veraldar. Til að losna við þá mengun þarf fólk að auðgast og hafa efni á rafmagni eða loftræstingu eða bæði. Baráttan gegn losun á koltvísýringi er til þess fallin að hægja á nauðsynlegri auðsköpun.

Mengun getur stafað af vísvitandi traðki á eignarétti annarra. Sá sem fær að menga grunnvatn annarra landeigenda gerir það eðlilega enda er það ódýr lausn. Sá sem fær skaðabótakröfu í hausinn eða á það á hættu fer sér varlega. Baráttan gegn losun á koltvísýringi er til þess fallin að afvegaleiða áhersluna á baráttuna gegn raunverulegri mengun.

Koltvísýringur er plöntufæða. Hann er snefilefni í andrúmsloftinu. Hann nær ekki að blandast sjónum að því marki að hann breyti sýrustigi hans. Hann er ekki blóraböggullinn þegar ræða á breytingar á hitastigi í lofthjúpnum. Hann er notaður sem tylliástæða til að herða að frjálsu hagkerfi og samfélagi. 


mbl.is „Stjórnvöld gera þetta ekki ein“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið er ég þér sammála Geir, heilar þakkir fyrir þessa grein þína.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.12.2017 kl. 15:58

2 identicon

Geir. Blekkingarnar eru allt í kringum alla, í ofbeldis-yfirboði risa-fjölmiðla og regluruglsins ófærðina óverjandi.

Er of þreytt núna til að útskýra í smáatriðum hvað mér finnst um þetta allt, sem þú segir hér að mörgu leyti svo rétt og satt.

Það er best að fólk almennt skoði skrautlega blómagróðurinn í vegaköntunum koltvísýrings bílaspúandi að sumri til á Íslandi.

Hvergi virðist neitt blóm þrífast betur en í umferðarvegaköntunum?

Gangi okkur öllum vel, að skilja sem flest, sem réttast og best.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2017 kl. 17:05

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

huh, að langskólagenginn verkfræðingur skuli setja svona bull á blað er móðgun við heilbrigða skynsemi Geir! Ómenntaðir og ólesnir bjánar geta sagt svona vitleysu án ábyrgðar en ekki háskólamenntað fólk sem fengið hefur menntun sína af almannafé. Súrnun sjávar er raunveruleg og mælanleg hér við land og mun hafa veruleg áhrif á lífskilyrðin í hafinu ef ekki verður spornað við. Allir sem vit hafa á halda þessu fram. Haffræðingar og hafefnafræðingar og líffræðingar sem rannsakað hafa þessa þróun segja allir það sama. Upptaka sjávar af koltvíildi er um að kenna auk annarra efnahvarfa vegna hlýnunar sjávar.

Hafðu svo skömm fyrir þennan pistil frændi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2017 kl. 18:18

4 identicon

Jæja. Hverra er raunverulega "skömmin", mistakanna misskiljandi hér á jörðinni?

Engin spurning er of vitlaus.

Kannski er spurningin fáfræðingsleg og hrokafull. En hún er ekki of vitlaus til að henni sé svarað á heiðarlegan og fræðandi hátt, af vitrari og hrokalausum heiðurspersónum.

Svarið gæti frætt og betrumbætt marga langskólaða og ó-skólaða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2017 kl. 20:55

5 identicon

 Jóhannes L.
Oft hef ég lesið hrokafull komment, en þetta slær öll met.
Annað hvort ertu háskóaborgari eða bjáni - ekkert þar á milli.
Einfaldar spurningar til háskólamentaðs - Hefur súrnun sjáfar aldrei átt sér stað fyrr?
Samkvæm niðurstöðu háskólamenntaðra? manna er sjórinn (vatnið) upprunnið úr iðrum jarðar með eldgosum í gegn um tímans tönn.
Telur þú að yfirborð sjávar geti hækkað í ókominni framtíð vegna ókominna eldgosa, eða erum við mennirnir eina ástæðan fyrir hækkun sjávar, eins og margir af þínu sauðahúsi standa harðir á, bæði lærðir og ólæsir.

kv.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 8.12.2017 kl. 21:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef vandamalið er fyrir hendi þá er ekki verið að gera neitt til að mæta því. Þetta scam er eitt allsherjar kvótabrask með kolefnakvóta á milli landa sem menga minna til landa sem hafa klárað mengunarkvóta sinn. Allt er þetta svo tekið úr vasa smælingjans í þegar upp er staðið.

Við Íslendingar, svo hreinir, tærir og náttúrulegir erum ein mest mengaða þjóð á norðurhveli á pappírnum vegna þessa brasks. Hæstir norðurlanda í kjarnorku og kolanotkun þótt við notum hvorugt. Þetta er blússandi business, sem aldrei var ltlað að vera neitt annað. Súrrealískur hræðaluáróður er rekinn til að beygja fólk undir skattlagninguna og flest ríki spila með vegna þess að þetta er svo gott fyrir ríkiskassana, eða þá að þetta gefur iðnaðarþjóðum endalausa möguleika á að menga meira. Bara kaupa kvóta.

Ég hef ennþá ekki heyrt af neinum konkret aðgerðum til að sporna við ógninni ógurlegu. Aðeins aðgerðir til að auka veltuna í kvótabraskinu á kostnað neytenda. 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2017 kl. 09:06

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta umræðuefni er tilfinningalegt hitamál fyrir marga.

Sumir óttast einlæglega að allir heimsendaspádómarnir séu að rætast eða munu rætast. Menn treysta því að fólk sem kemur fram í nafni vísinda segi sannleikann og hafi ekki aðra hvata en að segja frá rannsóknum sínum. Þó blasir allt annar veruleiki við.

Sumir sjá pólitískan hag af því að ríkisvaldið nái tangarhaldi á hagkerfinu í gegnum umhverfisverndarhreyfinguna svokölluðu. 

Loftslagsvísindin eru þau einu sem hafa reynt að tala fyrir "consensus" - að vísindin séu útkljáð og nú eigi bara að taka við aðgerðaplan. Um leið eru þau meðal nýjustu vísindagreina nema veðurfræði séu talin með sem fyrirrennari. Þetta er einkennileg blanda sem ber að taka með mikilli varúð.

Auðvitað hefur koltvísýringur áhrif á loftslagið. Þau áhrif eru samt ofmetin. Um leið vanmeta menn eða reyna að tala niður áhrif sólar, loftþrýsings, annarra gastegunda (t.d. vatnsgufu), reglun sjávarins og náttúrulegra sveiflna. Þetta eru menn enn að reyna setja inn í líkön sem framleiða nokkurn veginn nothæfar niðurstöður en þar er enn langt í land.

Eftir stendur að ríkt fólk er betur í stakk búið að vernda umhverfi sitt, stöðva mengun, reisa heilsusamleg híbýli og hlúa að ósnortinni náttúru. Við þurfum að fjölga ríkum jarðarbúum, en ekki setja hömlur á þá sem eru að reyna að brjótast til bjargálna. 

Geir Ágústsson, 9.12.2017 kl. 10:44

8 identicon

Geir. Gott að lesa svarið þitt. Það er svo víðsýnt, sanngjarnt og réttlátt.

Enginn einn maður eða flokkur manna, getur nokkurn tíma bætt heimsins vandasömu þróunarverkefni, án friðsamlegrar samvinnu á siðferðislega verjandi hátt. Þess vegna þarf að leyfa opinberar og heiðarlegar umræður, frá ótal mörgum misjafnlega viturra manna sjónarhornunum.

Það má, og á, að gagnrýna (rýna til gagns). En það má alls ekki þagga niður fjölmiðlaðar og lausnarmiðaðar umræður ólíkra misjafnlega upplifaðra sjónarhorn. Sem eru byggðar á markmiði sanngirni, réttlætis og velvilja. Þetta er vissulega mjög flókið.

Lífið er og verður alltaf flókið verkefni allra, hvort sem manni líkar það flækjuverkefni eða ekki.

Gamall vitur einstaklingur sagði eitt sinn: sá vægir sem vitið hefur meira. Eitthvað þýðir væntanlega sú viska, enn þann dag í dag? Ég skil bara orðin að einhverju leyti, en ekki raunverulegu merkinguna. Ég má vera vitlaus og spyrja til að vitkast.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2017 kl. 14:09

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Á meðan milljarðarnir streyma inn í rannsóknir sem eiga að skila fyrirframgefnum niðurstöðum munu þau vísindi aldrei vægja. Þúsundir einstaklinga hafa lífsviðurværi sitt af því að framleiða niðurstöður sem tryggja áframhaldandi styrkveitingar. Þetta er vítahringur sem verður ekki brotinn nema með því að hafa bein í nefinu.

Loftslagsvísindin eru hin nýju trúarbrögð. Sólin snýst í kringum jörðina, Jörðin er flöt og ótrúaðir eru réttdræpir (í umræðunni). 

Geir Ágústsson, 9.12.2017 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband