Til fyrirmyndar

Það eru til margar leiðir til að ná markmiði sem kostar fé eða fyrirhöfn eða bæði.

Ein er sú að betla og vona að stjórnmálamenn þröngvi skattgreiðendur til að borga.

Önnur er sú að safna fé með frjálsum framlögum.

Enn ein er sú að borga sjálfur. 

Vonandi lýst flestum best á seinni tvær aðferðirnar.


mbl.is Netverjar kaupa kastala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Mér finnst ekkert athugavert við að fólk ráðstafi sínum heiðarlega fengna og viðurkenndra endurskoðendanna yfirfarna, rétta og eiginráðstöfunar-nettó kaupmætti, til þess sem þeim sýnist. Hvort sem það eru nú Frakklands kastalar eða ósýnilegar utan víddar skýjaborgir í geimnum, sem draumóramenn hafa á tilrauna-óskalistanum.

Frelsi eins manns endar eiginlega, þar sem frelsi annars manns byrjar.

Það læðist að mér sá grunur að einhverjum endurskoðandi "visku"andanum háskólaða í heimsfjármálakerfinu hafi sést óvart eða viljandi yfir einhverjar hagnaðartölvu-töfraútreikningatölur?

Og það getur að sjálfsögðu öllum mannlegum, mis ófrjálsum og mis ófullkomnum breyskum börnum móður jarðar orðið á þau mistök, í tölvu-viðskiptaheiminum hraðskreiða og stjórnlausa, að villuhrasa fram og til baka á kerfis-hálkunnar núllum, plúsum og mínusum. Jafnvel fram af háskalegum bjargbrúnum áhættu-heims-fjármálakerfisins?

Stríð eru afleiðingar margra mannlegra ævintýrahugmyndanna mistaka, og hafa líklega alla tíð verið.

Það vita jafnvel gömlu klerkarnir sem nú hafa keyrt jarðarlífsmöguleikunum réttlætanlegu í þrot, og enginn þeirra kann að stýra neinum út úr þeim ófærðar-vegleysum illra leiðbeinenda-andanna hér á jarðarkringlunni.

Biðjum öll um að góða orkan taki við aðstoðarstýringunni á leiðarljósastaurunum heims-siðferðis-vegvísandi.

Við þurfum víst öll að viðurkenna að það er ekki í mannlegu og andlausu valdi einu og sér, að viðhalda einhverskonar jarðar-samferðarfólksins verjandi mennsku-samþættingu tækni og framtíðarþróunar.

Siðmenntun mannskepnunnar og tæknivísindin eru óaðskiljanleg mannúðarhagfræði, ásamt ca. töluverðum slatta af sæmilega meðvituðum heiðarleika almennings.

Uppskrift framtíðar í siðmenntaðri þróun heildarhagsmuna?

Veit þetta auðvitað ekki, en er bara að velta þessu fyrir mér hér á þinni bloggsíðu.

Allir vita eitthvað, en enginn mannlegur á jörðinni veit allt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 18:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæl Anna og takk fyrir hugleiðinguna.

Frægur maður, Friedrich Hayek, talaði mikið um dreifingu þekkingarinnar. Hann skrifaði t.d. fræga grein um þetta mál:

http://www.econlib.org/library/Essays/hykKnw1.html

Í stuttu máli var afstaða hans sú að samfélagi mann væri best borgið þar sem hver og einn einstalingur hefði sem mest svigrúm til að taka ákvarðanir. Að sjálfsögðu þýðir það líka að hann eigi að fá að halda sem mestu af sjálfsaflafé sínu en ekki senda það ofan í ríkishítina sem ráðstafar öllu fyrir alla. 

Engin tölva og ekkert skjalasafn geti náð að halda utan um alla þekkingu allra einstaklinga, sem um leið er síbreytileg, jafnvel frá sekúndu til sekúndu. Við eigum að fá að læra af mistökum okkar, og auðvitað taka ábyrgð á þeim þegar illa fer.

Séu menn fráhverfir enskum texta má benda á Ábyrgðarkver Gunnlaugs Jónssonar, sem er afskaplega holl lesning:

https://www.penninn.is/is/book/abyrgdarkver

Geir Ágústsson, 5.12.2017 kl. 19:46

3 identicon

Geir. Takk kærlega fyrir ábendingarnar. Ég hef ekki vit á þessum fræðum, og er frekar tæp í að skilja enskuna alveg rétt í svona yfirgripsmiklu og flóknu máli.

En miðað við hvað sálarvitið mitt og takmörkuð enskukunnáttan mín segir mér, þá lítur út fyrir að þarna sé um það bil svipuð lífsskilnings túlkun á ferðinni, eins og ég var að röfla um í athugasemdinni hér fyrir ofan.

Það væri gagn og gaman ef hægt væri að fá þessa fræðslu íslenskaða, sem þú vísar í hér.

Það væri líka gagn og gaman að geta nálgast Ábyrgðarkver Gunnlaugs Jónssonar, sem þú bendir hér á. Er þetta Ábyrgðarkver til í bókabúðum?

Takk kærlega fyrir að upplýsa fáfróða og hugleiðandi mig :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 21:08

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Anna,

Við erum öll fáfróð. Aðrir eru bara meðvitaðri um það en aðrir.

Hayek talaði um "the pretense of knowledge" sem vandamál í samfélaginu, þ.e. að margir þykist búa yfir rosalega mikilli þekkingu sem setji þá þar með í stöðu til að segja öðrum fyrir verkum.

Dæmi: Læknir nokkur veit alveg rosalega mikið um neikvæð áhrif sykurs á líkamann. Hann getur vísað í fræðigreinar um efnið frá morgni til kvölds. Hann berst fyrir því að banna sykur og vísar í eigin gríðarlegu vitneskju og þekkingu. Hann veit betur!

Hvað um það. Já Ábyrgðarkver Gunnlaugs Jónssonar ætti að fást í öllum helstu bókabúðum, þar á meðal Pennanum/Eymundsson.

Geir Ágústsson, 6.12.2017 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband