Þriðjudagur, 5. desember 2017
Ráðið mig sem aðstoðarmann ráðherra!
Nýir ráðherrar raða nú í kringum sig vinum og félögum til að aðstoða sig.
Ekki veitir af. Magnið af pappír sem rennur í gegnum Alþingi er gríðarlegt. Það hefur enginn maður komist yfir það síðan Hjörleifur Guttormsson sat á þingi. Ríkið skiptir sér af nánast öllu í samfélaginu, því miður. Hvað á t.d. að gera við allar þessar óhreyfðu innistæður bankanna? Þingmenn þurfa að hafa afstöðu hér.
Síðan eru það fjölmiðlarnir. Þeir eru í sífellu að spyrja um hitt og þetta. Einhver þarf að svara þeim spurningum.
Svo má ekki gleyma að fylgjast með skoðanakönnunum.
Félagslífið er líka krefjandi. Ráðherrar eru sífellt á ferðinni að ávarpa fólk.
Svo já, ráðherrar þurfa aðstoðarmenn.
Ég væri alveg til í að gerast aðstoðarmaður ráðherra. Það má vera hvaða ráðherra sem er en ekki væri verra að ég væri sammála honum í a.m.k. einhverjum málum. Ég get séð um að skrifa svör til blaðamanna og benda á hagfræðilegar rökvillur, en af þeim er nóg í umræðunni.
Tímakaupið er eflaust ágætt og ég þarf sennilega ekki að undirbúa vinnu mína mikið. Ég gæti verið aðstoðarmaður ráðherra samhliða mínu fulla starfi og fjölskyldulífi.
Já, ég held að þetta myndi henta mér ágætlega.
Kæri ráðherra (bara einhver ráðherra), gerðu mig að aðstoðarmanni þínum!
Lísa og Bergþóra aðstoða Katrínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir. Ráðherrar hafa líklega ekki leyfi til að ráða aðstoðarmenn samkvæmt sínum eigin sjálfstæðu ákvörðunum.
Ráðuneytisstjórarnir eru ábyrgðarlausir og alvaldsins stjórar, eftir því sem best verður séð. Eins og venjulega?
Þess vegna er bara best að tuða áfram á þeim vettvangi, sem enn er ekki búið að loka fyrir. Og vona að eitthvað nái einhversstaðar í gegn sem hjálpleg gagnrýni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 21:44
Bíddu, sagði katrín ekki að þetta ætti að vera jafnréttisstjórn? ætti hún þá ekki að vera með aðstoðarmanneskju frá hvoru kyni??
Þarf hún ekki að segja af sér samstundis, hvar er reykjavík media eða hvað það heitir og hvar er pólitíski réttrúnaðarherinn núna??
Halli (IP-tala skráð) 8.12.2017 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.