Mánudagur, 4. desember 2017
Hvað með skuldirnar og skattana?
Í fyrra var samþykkt 5 ára áætlun í ríkisfjármálum. Síðan var kosið. Nú skal ný 5 ára áætlun lögð fram. Þau líða hratt þessi 5 ár!
Stóra - risastóra - spurningin er: Hvað á að gera við skuldir hins opinbera?
Jú vissulega skuldar íslenska ríkið lítið miðað við mörg önnur vestræn ríki. Mörg önnur vestræn ríki eru samt tæknilega gjaldþrota. Þau munu aldrei greiða upp skuldir sínar. Á að miða rekstur sinn við rekstur þess sem er gjaldþrota og haldið á lífi af bönkum og skattgreiðendum?
Það þarf að hreinsa upp skuldirnar og setja upp varnir sem koma í veg fyrir að ríkisvaldið geti skuldsett sig upp í rjáfur.
En er það hægt? Nei, ætli það. Það má hins vegar reyna. Ein leið að markmiðinu er að lækka skatta umtalsvert og færa rekstur úr hinni svokölluðu samneyslu og út á hinn frjálsa markað. Þar með myndast ákveðin náttúruleg vörn gegn skattahækkunum. Minna ríkisvald getur ekki veðsett sig eins mikið og stórt ríkisvald.
Skattar eru ennþá í himinhæðum eftir meingallaðar björgunaraðgerðir stjórnvalda á árunum eftir hrun. Skattar á fyrirtæki eru t.d. í himinhæðum.
Ísland stendur frammi fyrir því sem snjöll manneskja kallaði 1000 milljarða áskorunina. Undir henni verður ekki staðið með nýrri 5 ára áætlun á hverju ári. Hér þarf sterk bein sem þola mótlæti þegar róttækum aðgerðum er hrundið af stað.
Ný ríkisstjórn Íslands þykist ætla að gera allt fyrir alla. Það er ekki hægt. Seinasta hrun í hinum alþjóðlega fjármálageira skall á þegar íslensk yfirvöld óðu í peningum og spáðu óendanlegu góðæri. Er sagan af fara endurtaka sig?
Kæra ríkisstjórn, varaðu þig!
Álag á eldsneyti lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríkið á að sjálfsögðu að greiða allt sem það skuldar okkur.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2017 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.