Hagfræðileg uppgötvun! Skattur hækkar verð og minnkar eftirspurn!

Það virðist hafa runnið upp fyrir einhverjum að með því að setja skatt á eitthvað þá hækkar það í verði, eftirspurn minnkar, velta dregst saman og allir sem hafa lífsviðurværi af sölu verða fyrir skerðingu á tekjum. Meira að segja þar sem aukning á veltu á sér stað er um að ræða minni aukningu en hefði annars verið.

Þetta gildir um tannbursta, bækur, klippingu, gistinætur og hjólbarðaskipti.

Það er samt ekki öll vinna og þjónusta sem vekur athygli stjórnmálamanna.

Stjórnmálamenn hika t.d. ekki við að fara rosalega illa með lífsviðurværi hárgreiðslufólks, pípara, smiða, bifvélavirkja, málara og forritara. Þeirra vinna er skattlögð upp í rjáfur. 

Hins vegar geta rithöfunar, skáld, bókaútgefendur og leikarar oftar en ekki bara rétt út hendurnar og peningarnir rigna niður á þær, beint úr vösum skattgreiðenda.

Þetta er andstyggileg mismunun á lífsviðurværi fólks en mjög í tísku engu að síður.

Nú skal skattur á bækur lækkaður. Það hefur nýlega runnið upp fyrir stjórnmálamönnum að skattahækkanir valda samdrætti. Bækur á pappírsformi eru að seljast minna. Þær skal því gera ódýrari. Bækur ná þar með samkeppnisforskoti á aðra afþreyingu. Þetta er lögleg mismunun en siðlaus. 

Í stað þess að halda úti flóknu, siðlausu og fjárfreku skattkerfi væri kannski einn daginn hægt að ræða flata og lága skatta sem mismuna ekki einum á kostnað annars og gera allt fólk og öll fyrirtæki jöfn gagnvart löggjafanum?


mbl.is Ríkisstjórnin boðar afnám bókaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gallinn við lága skatta er að það leiðir til lægri tekna ríkisins sem leiðir aftur til lakari innviða samfélagsins. Þar á meðal leiðir það til lakara heilbrigðsikerfis, menntakerfis, samgöngukerfis og velferðakerfis. Valið stendur milli lágra skatta og að hafa þessi kerfi í lagi.Það er ekki hægt að fá bæði.

Sigurður M Grétarsson, 1.12.2017 kl. 14:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú gerir hér ráð fyrir að ríkið einoki alla þessa þætti og skammti fé til þeirra með fjárlögum til dofinna forstöðumanna sem hafa engin tæki í höndunum til að aðlagast breyttu rekstrarumhverfi. 

Það er vægast sagt yfirdrifin forsenda. 

Svo er það nú ekki svo að lægri skattar þýði lægri skatttekjur. Í Sviss dugar mun lægri skattprósenta til að afla ríkinu nákvæmlega álíka miklu og mun hærri skattprósenta í Svíþjóð. 

Það er líka ljóst að 0% skattheimta skilar engum skatttekjum, og heldur ekki 100% skattheimta. Sé ætlun stjórnmálamanna að hámarka tekjur ríkissjóð getur oft verið ráðlagt að lækka skatta og jafnvel verulega. 

Geir Ágústsson, 1.12.2017 kl. 15:18

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég geri ráð fyrir að þjónusta ríkisins sé fjármögnuð með skattfé. Það eru engir aðrir að fara að leggja fé í þessi kerfi nema þá með því að innheimta kostnaðinn hjá notendum og það er ekki góð hugmynd með þessi tilteknu kerfi það er heilbrigðiskerfið og menntakerfið þó vissulega megi skoða það í einstaka tilfellum með samgöngukerfið.

Munurinn á Sviss og Svíþjóð er sú að Sviss hefur miklar tekjur af því að geyma fé fyrir glæpamenn í skattskjóli og mikla leynd en það hefur Svíþjóð ekki. Það er rétt að ef skattheimta fer upp fyrir ákveðið mark þá leiðir hækkun þeirra til lækkunar á tekjum en það en skattheimta á Íslandi er langt frá þeim mörkum þannig að hækkun skatta  hér leiðir til aukinna tekna ríkisins og lækkun þeirra leiðir til lækkaðra tekna ríkisins. 

Það er rétt að 0% skattheimta leiðir ekki til neinna tekna en það er hins vegar rangt að 100% skattur leiði ekki til neinna skatttekna. 100% skattheimta þýðir hins vegar að öll okkar neysla er í formi samneyslu og staðreyndin er sú að megin þorri fólks myndi við slíkar aðstæður vilja leggja sitt til þeirrar framleiðslu sem þarf til að fármagna það en hins vegar væri hvatinn óneitanlega ekki mikill þannig að væntanlega myndi 70-80% skattur gefa mun meira en það er talið að slíkt skatthlutfall það er 70-80% sé það skatthlutfall sem hámarki tekjur ríkissjóðs.

Sigurður M Grétarsson, 1.12.2017 kl. 15:56

4 identicon

Geir. Það er til einskis að borga skatta, ef skattar eru ekki notaðir til samfélagsþjónustu allra jafnt, óháð tekjum og stöðu í samfélaginu. Stéttarskiptingar óréttlætis réttindi, eftir stöðu, menntun, og þjóðerni, minnir einna helst á fornaldar-hershöfðingja trúarbragðastríðanna.

Alheimsmóðurorka okkar allra ólíkra manneskjubarnanna á jörðinni, gerir ekki upp á milli veraldlega auðugra, og andans visku auðugra. Raunveruleg auðæfi eru ekki áþreifanleg né augljós.

Einhversstaðar á Wikivisually vefnum fann ég það út, að nú er ísland með bæði Íslands og Póllands stjórn. Man ekki alveg hvað Ísland heitir í dag, á þeim alnets upplýsingavef.

Það gleður mitt hjarta að sem flestir erlendir og innlendir verkamenn og konur hafi yfir stjórnsýslu landsins eitthvert réttlætanlegt vald.

Endurskoðendafyrirtæki hafa mikið verk að vinna, við að leiðrétta þá útreikninga og skattaálögur sem fyrirtæki landsins þurfa að treysta á.

Panama-"skjólin" svokölluðu eru bara lítill dropi í hafsjó reglurugls, sem ekki getur staðist á jarðar/heimsvísu-skattaréttlætis, þegar kemur að réttlætis-innheimtu og kjaramálum.

Sýslumaður Höfuðborgarsvæðisins stýrir einelti á fjölmiðlinum Stundinni.is, með þöggunarstýringu? Hver ber ábyrgð á svona sýslumannsembættis stýrðu þöggunar og aftöku einelti?

Ég hef boðið nýjum félagsmálaráðherra launalausa skoðana aðstoð mína, því ég þekki nokkuð vel til sumra mála, sem það embætti á að svara fyrir. Og ég myndi ekki hlífa neinum í þeirri gagnrýni og reynsluráðgjöf af í þeim málum. Sumir öryrkjar geta nefnilega talað, þótt skrokkurinn dugi ekki til stórræðaverka.

Líklega verður nýjum félagsmálaráðherra ekki leyft að tala of mikið við mig, né þiggja ráð af gömlu, því planið er líklega áfram það, að grilla alla ráðgjafasvikna ráðherra ráðuneytisstjóranna, í boði ábyrgðarfríaðs bankamafíu/lífeyrissjóða-skattpínandi fjölmiðlaveldisins "sýslumannsembættanna"aftökustýrandi!

Það verður þá líklega bara að sætta sig við ráðherra mannorðsmorða aftökur áfram í beinni útsendingu, í boði fréttasorterandi Sýslumannsembættisins fjölmiðlaútgáfunni: Stundin.is!

Nú er ég farin að skilja hvers vegna æðsta valdið þurfti að setja sorterað fjölmiðlabann á Stundin.is

Það æðsta heimsveldiskúgunar/nauðgunar-vald, þarf múgæsingsáróðurs fjölmiðlasorterað og ritskoðað "frelsi", til að sortera aftökurnar mannorðsmyrðandi? Oft hefur mér ofboðið fjölmiðlaeinelti heimsmafíufjölmiðlanna, og ekki skánar það með Sýslumannsfjölmiðluninni einokandi og aftökustýrandi í þessu síðasta útspili mafíunnar. 

Hallelúja! Eða þannig!

Til hamingju með Sýslumannshöfuðaftökur í boði "siðmenntaðs": Nútíminn.is, og Stundin.is, ásamt fleiri liðsútgerðum klíkubræðrum valdsins.

Blóðþyrstir hefndar-aftökustjórar valdníðsins ætla sér að stýra "tjáningarfrelsi" aftökustjórnaðs múgæsings heimsmafíufjölmiðlanna. Mér ofbauð hvernig var farið með Sigmund Davíð, og mér ofbýður ennþá jafnmikið, hvernig á að viðhalda djöflagnginum, í framhaldsleikritinu!

Og þeir heimsveldisfjölmiðla eigendur telja sig starfa í þágu nútímans siðmenntaðrar heimsstefnu?

Þvílíkt rugl!

Enginn þekkir nýskipaðan félagsmálaráðherra betur en ég, og ég veit nokkurn veginn fyrir víst, að hann er í hjarta sínu sammála mér í að þessi alþjóðasöngur friðar á jörðu, ætti að vera þjóðsöngur friðar á jörðu:

youtube: O holi night in french

Heims um ból, á íslensku.

Það er enginn fær um að fullyrða að það eigi einungis að vera friður á jörðu í Desember!

Góða alheimsorkan almátuga blessi og verndi alla jarðarbúa á fullveldisdegi allra jafnrétthárra, sem fæðst hafa hér á jörðu.

Hugarfar fyrirgefningar og kærleika er lykillinn að friði og réttlæti á jörðinni. Það er verkefni allra, en ekki bara varnarlausra einstaklinga sem valdstjórar baktjaldavaldsins setja í fangelsin og/eða í fremstu skotvíglínu, til að taka við fjölmiðlasiguðum múgæsingi bankaráns-aftökusveitanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2017 kl. 21:18

5 identicon

Youtube: heims um ból á ýmsum tungumálum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2017 kl. 21:40

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Enn ein snarrugluð staðhæfingin frá Sigurði M. 70-80% skattur myndi hámarka tekjur ríkissjóðs?? Hver myndi vinna ef hann héldi aðeins eftir 20%?

Nógu slæmt er fyrir atvinnulífið að búa við 50-60% skattlagningu, þegar launatengd gjöld eru tekin inn.

Fyrst hann nefnir Svíþjóð, þá er nú mjög auðvelt fyrir mig að vita eitthvað um þessi mál þar. Bara á þeim vinnustað sem ég vinn, er um 60% starfsmannanna tímaráðnir.

Þetta fólk hefur ekkert atvinnuöryggi. Það er kallað út tvisvar í viku og hægt er að segja bless við það í lok vinnudags, þú kemur ekki aftur. Enda er stöðugur straumur af nýju fólki á þeim tveim dögum, sem þýðir að það þarf stanslaust að vera að þjálfa upp óreynda starfsmenn.

Ráðið í gegnum starfsmannaleigur, sem auðvitað taka sinn skerf og þar með er minna svigrúm til að borga almennileg laun. Ég var sjálfur tímaráðinn í um hálft ár (að vísu beint).

Alveg er ég viss um að skattpíningarumhverfið í Svíþjóð á stóran þátt í því að hluti launþega hefur ekkert atvinnuöryggi og nokkuð stór hluti þeirra, t.d. ungt fólk, hefur enga vinnu.

Theódór Norðkvist, 1.12.2017 kl. 23:07

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samfylkingarmaðurinn Sigurður M. á ekki langt að sækja þessa gríðarlegu hagfræðispeki. Nú mætir Logi leiðtogi hans í sjónvarp með hangikjöt og grænar baunir til að útakýra fyrir pöblinum hagfræðiuppgötvun sína, sem ætti að eyða allri freistingu til skattalækkana. Hann hefur fundið út að ef skattar eru lækkaðir á tekjur folks þá muni þeir tekjuhærri fá meiri lækkun í krónum talið en þeir sem hafa minni tekjur. Af hverju hefur engum dottið þetta í hug? Við ættum því að mæta á Austurvöll með bál og brand til að stöðva allar skattalækkanir á fólk. 

Þetta skýrir loks áfergju vinstrimanna í skattahækkanir, því Jón með milljonina þarf að borga fleiri krónur í skatta en Gunna  með hundraðþúsundkallinn. Ergo, skattahækkanir eru af því góða. Allavega þegar vinstrimenn hækka skatta. Þegar hægrimenn hækka skatta þá hallar á þá tekjulægri af því að þeir eiga minna afgangs í krónum en þeir tekjuhærri.

Það eru augljóslega ónýtt hagfræðileg tækifæri í prosentureikningi með niðurstöður úr öðru samhengi. Eg legg til að Logi, fyrir hönd allra vinstrimanna fáí óskarinn Nóbelinn og Ópelinn í hagfræði næsta ár. Maður stendur andaktugur yfir snilldinni. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2017 kl. 05:53

8 identicon

Sigurður M. Grétarsson, þú þarft að kynna þér lafferkúrfuna, hér er einfölduð útgáfa:  https://www.investopedia.com/terms/l/laffercurve.asp

Jónas (IP-tala skráð) 2.12.2017 kl. 11:35

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ljóst að margir eru hrifnir af háum sköttum. Yfirleitt eru eftirfarandi einkenni á þessu fólki:

- Það er í vinnu þar sem launataxtinn er ákvarðaður af einhverjum ytri aðila og þar sem laun ákvarðast við starfsaldur og gráðu en ekki af yfirvinnu, ábyrgð og forræði yfir fólki/fé. Þessi hópur sér enga ástæðu til að leggja meira á sig en starfslýsingin segir til um enda skilar það sér ekki í launaumslaginu. Jaðarskattar vegna yfirvinnu eru því fjarlægur raunveruleiki.

- Það er búið að koma sér mjög þægilega fyrir í lífinu og hefur ekki að jafnmörgu að stefna og t.d. ungt fólk að reyna koma þaki yfir höfuðið á sér og börnum í gegnum lífið. Þessu fólki munar ekkert um aðeins meiri skattgreiðslur, enda fær það þá bara meira af hlunnindum í staðinn.

- Það er illa að sér í hagfræði (nánast öllum afbrigðum hennar).

- Það talar um að vilja hjálpa þeim fátæku með því að keyra sem flesta hluti dagslegs lífs inn í svokallaða samneyslu, en er í raun bara biturt út í efnafólk. Þetta fólk talar aldrei um að vilja lækka í launum til að aðrir hækki í launum heldur vill bara að þeir tekjuhærri lækki í launum, að sínum eigin launum eða lægra.

- Það er fullt af ranghugmyndum um jákvæð áhrif skatta á hitt og þetta, og illa að sér um neikvæð áhrif.

Það er erfitt að eiga við svona hugarfar. Besta úrræðið væri að loka vinnustöðum þeirra sem búa yfir því og leyfa því að spreyta sig á markaðinum á nýju, utan þægindarrammans síns. Kannski lokun ríkisstofnana geti hjálpað til? 

Geir Ágústsson, 2.12.2017 kl. 13:21

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka góðan pistil. Einnig fyrir nokkuð raunsanna lýsingu á skattahækkunarsinnum.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.12.2017 kl. 19:12

11 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég man nú bara eftir því þegar hin tæra vinstristjórn var við völd, Steingrímur hækkaði skatta villt og galið til að afla tekna og kom síðan fram í sjónvarpinu ca ári seinna alveg forviða á því hvers vegna þessar hækkanir skiluðu sér miklu verr heldur en excel skjalið hans var búið að lofa.

Það er mikill misskilningur að halda því fram að hærri skattar skili sér betur, lægri skattar skila sér oft mikið betur þar sem þá fer peningurinn beint út í verslun að miklu leiti, þetta skilar sér í hærri virðisauka skatttekjum þó að launaskatttekjur séu lægri. Lægri skattur minnkar svarta atvinnustarfsemi þar sem það tekur því varla lengur. 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.12.2017 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband