Hægt að anda léttar

Ráðherrar hafa verið skipaðir og það er hægt að anda léttar.

Í stól fjármálaráðherra er maður sem leggur mikla áherslu á að greiða niður skuldir hins opinbera. Það er gott. Að vísu fær hann ekki að lækka skatta að ráði en það var svo sem aldrei hans keppikefli. Hann getur þó skreytt sig með því að hafa afnumið vörugjöld og flesta tolla með tilheyrandi jákvæðu afleiðingum

Í stól utanríkisráðherra er maður sem leggur áherslu á friðsamleg samskipti og viðskipti við sem flest ríki, þar á meðal Bretland sem yfirgefur bráðum ESB. Það er gott. Hann hefur líka talað um mikilvægi fríverslunar, sem er gott.

Í stól dómsmálaráðherra situr sami einstaklingur og áður og það er gott. Í dómsmálaráðuneytinu eru mörg stór og mikilvæg mál sem þarf að taka föstum tökum. Meðal annars þarf að ryðja Hæstarétt og endurnýja þar frá grunni.

Í öðrum ráðuneytum er fólk sem mun ekki fara út í neinar umdeildar eða róttækar aðgerðir. Þar er hægt að búast við algjörri stöðnun. Kannski er það skárra en illdeilur þótt mín skoðun sé raunar sú að þótt það kosti mikil átök að koma ríkisvaldinu út úr einhverjum rekstri þá sé það þess virði.

Nú er að vona að það pissi enginn á sig af hræðslu þegar skoðanakannanir byrja að birtast á næstu vikum og mánuðum og hlaupi út úr samstarfinu í örvæntingu eins og flokkurinn sem senn verður lagður niður.

Vonum líka að næsti alvarlegi skellur í fjármálakerfi heimsins dynji ekki á þessari stjórn. Hún verður þá fljót að fara úr límingunum eins og Samfylkingin forðum. 

Þetta verður íhaldssöm, varfærin og róleg stjórn. Íslendingar þurfa kannski bara á því að halda í bili.


mbl.is Ráðherrakapallinn opinberaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Í gær var Sigurður Ingi Jóhannsson ekki gráhærður?

Í dag er hann orðinn gráhærður?

Á ekki að rannsaka svona valdarán? Eða er engin nothæf löggæsla á Íslandi?

Velti því fyrir mér hver nefbraut Forsetann? Og hvers vegna?

Atburðarrásin og leikritin sem hafa verið í gangi síðustu vikurnar eru bara einn stór skrípaleikur, sem ekki getur verið lögverjandi. Blekkingar fjölmiðla eru óverjandi í þessu hertökuleikriti. Hversu margir bótoxka-grímuleikarar hafa tekið þátt í þessu glæpaleikriti Íslands? Eða ætlar einhver kannski að halda því fram enn einu sinni, að Ísland sé glæpalaust land?

Hef ekki meir um þessa óútskýrðu lygaþvælu og vitlausu alla að segja að þessu sinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband