Kjánalegt að trúa á hlutlausa eigendur

Í Bandaríkjunum hafa nokkrir fjölmiðlar nú skipt um hendur. Það er eins og það er. Fjölmiðlar eins og önnur fyrirtæki ganga kaupum og sölum.

Fjölmiðlar eru samt svolítið sérstök fyrirtæki. Þar vinnur fólk við að skrifa, segja frá, lýsa, boða og tjá sig og reksturinn gengur vel ef margir lesa, horfa og hlusta og kaupa dótið og þjónustuna sem er auglýst á sömu miðlum.

Margir hefðbundnir fjölmiðlar glíma við hratt lækkandi tekjur. Það nennir enginn að sjá auglýsingar lengur nema þeim sé laumað inn á samfélagsmiðlasíðurnar eða komi úr munni einhvers áhrifavaldsins þar. 

Hvað er þá til ráða? Það er ýmislegt:

  1. Aðlaga fréttaflutninginn að smekk og skoðunum áheyrenda/áhorfenda. Það vilja allir fá staðfestingu á skoðunum sínum.
  2. Fjármagna fjölmiðla með fé úr öðrum og ábatasamari rekstri. Þá getur fjölmiðill haldið áfram að segja óvinsæla hluti og þótt hann tapi á því þá gerir það ekkert til, enda ekki ætlað að græða á því.
  3. Búa til smáforrit (e. app) og vona að fólk nenni þá frekar að lesa eða horfa á, t.d. á meðan það er á klósettinu með símann.
  4. Eyða miklum og löngum tíma í að byggja upp trúverðugleika með markvissri ritstjórnarstefnu, aðhaldssemi í rekstri og öguðum fréttaflutningi. Þetta er langdregnasta og leiðinlegasta aðferðin af þeim öllum og eiginlega enginn sem nennir því lengur.
  5. Komast á ríkisspenann.

Eigendur fjölmiðla þurfa að hugleiða allar þessar leiðir og fleira. Flestir velja að tapa fé á fjölmiðlum sínum og velja leið nr. 2. Þetta geta eigendur gert beint, með því að hlutast til um fréttirnar frá degi til dags í eigin persónu eða í gegnum ritstjóra, eða óbeint með því að velja bara fólk til starfa sem snýst á ákveðinni sveif.

Og það er ekkert að því. Ef maður vill brenna seðlabúnt á báli á hann að geta gert það. Ef maður vill borga undir fjölmiðil og nota sem málpípu þá er það í hans fulla rétti. Ef maður vill standa á þaki húss síns og baula skoðanir sínar yfir alla í nágrenninu þá er það gott og blessað.

Enginn eigandi fjölmiðils er fullkomlega hlutlaus um rekstur fjölmiðilsins. Það er á hreinu. Eigendur þurfa að koma að rekstri hans með einum eða öðrum hætti. Sumir velja sjálfstæða ritstjórn, aðrir ekki. 

Það er ekki hlutverk fjölmiðla að þykjast vera hlutlausir og telja fólki í trú um að hjá þeim finnist hið eina sanna jafnvægi sannleika og frásagnar. Þeir eiga fyrst og fremst að reyna vera heiðarlegir og sanngjarnir. Finnst mér. 


mbl.is Koch-bræður koma að kaupunum á Time
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Koch bræður eru einmitt þekktir fyrir heiðarleika og sanngirni. Hehehe, LOL ! Brilliant viðmið Geir, get ekki hætt að hlægja hehehe...

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 28.11.2017 kl. 17:35

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigþór,

Takk fyrir athugasemdina. Ertu samt viss um að hún hafi ratað við réttan pistil?

Koch-bræður eyða miklu fé í allskyns starfsemi sem styður við þeirra pólitísku hugsjón. Má þar helst nefna bandarísku hugveituna Cato Institute. 

Hvort þeir muni vasast í ritstjórnarstefnu nýju fjölmiðlanna sinna kemur í ljós. Það væri hins vegar ekkert óeðlilegt. Þeir eiga þá jú. 

Geir Ágústsson, 28.11.2017 kl. 17:55

3 identicon

Já hún er á hárréttum stað, þú fattaðir ekki tenginguna við þín eigin orð, greinilega.

Ég er ósammála mörgu sem þú segir í innleggi þínu um fjölmiðla. Ég nenni hinsvegar ekki að fara í gegnum það.

En varðandi Coch bræðurna. Nú væntalenga fær Trump andlitið á sér á forsíðu Time, ekki seinna en vænna aður en BNA fremur collective sjálfsmorð með aðstoð þessa rotna "siðapostula." Ég er í engum vafa um að þeir kaupi þetta til að reyna að sannfæra heiminn um að gróðurhúsaáhrif af mannavöldum sé ekki staðreynd. Ekki eru þeir vísindamenn en hafa komist ansi langt í að sannfæra marga, sem að segir okkur bara að peningar stýra umræðunni ekki rök.

Þeir hafa verið tendir við regnhlífanet af non-profit orgs. sem hafa það eina markmið að segja að G.H.Á. sé ekki að mannavöldum, þeir hafa verið uppvísir af því að borga "vísindamönnum" til að ljúga um þessi mál á opinberum vetvangi. Þannig að, ég treysti þeim fullkomlega til að fara EKKI eftir lögum og reglu.

Þetta er frekar einfalt með miðlana og einkavæðingu lögreglu, ef út í það er farið. Þeir sem eiga munu alltaf eignast meira til að vernda eigin hagsmuni fyrst og fremst. Ef einhver viðskiptamógúll á dagblað þá notar hann það sér í hag eins og Jón Ásgeir og Bjöggarnir. Ef að viðskiptaveldi eiga pressuna í heild, eins og stefnir í, þá eru ekki sagðar fréttir heldur fréttir af hagsmunum. Ef að Bjöggarnir mundu kaupa einkavædda lögreglu, þá mundu þeir verna sjálfa sig fyrst og reyna að skaða andstæðinga sína, þetta er augljóst en samt sjá Anarcho Kapítalistar þetta ekki.

Sigþór hrafnsson (IP-tala skráð) 28.11.2017 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband