Sunnudagur, 5. nóvember 2017
Hvað með þessa brandara?
Brandarar sem gera grín að heilu þjóðunum eru oft fyndnir. Brandarar sem alhæfa um heilu hópana eru það almennt. Sem MR-ingur er ég t.d. alinn upp við það að hæða veslinga (nemendur verslunarskóla Íslands, eða vÍ). Sem fyrrum Árbæingur hef ég heyrt margar alhæfingar um fólk úr Breiðholti og Grafarvogi. Sem starfsmaður í verkfræðideild fyrirtækis finnst mér fyndið að alhæfa um verkefnastjórana, starfsmannadeildina og fleiri.
Sem frjálshyggjumaður finnst mér líka fyndið að lesa brandara sem alhæfa um fólk með annars konar pólitískar hugsjónir (eða hugsjónaleysi).
Sem betur fer hefur pólitískur rétttrúnaður ekki náð tökum sínum á bröndurum af þessu tagi. Pólitískur rétttrúnaður hefur að mestu útrýmt bröndurum um þeldökka og nasista, svo dæmi sé tekið ("Hver er munurinn á svertingja og körfubolta?", "Hvað komast margir Gyðingar fyrir í Volkswagen bjöllu?").
Brandarar fá okkur til að hugsa um marga hluti og svartur húmor fær okkur jafnvel til að hugleiða ýmis alvarleg vandamál í samfélaginu sem við gerðum annars ekki.
Megi sem flestir brandarar um sem flesta og sem flest vera sagðir um alla framtíð!
Hér er svo að lokum einn frumsaminn (ekki mjög góður samt):
Hver er munurinn á Vinstri-grænum og Pírötum?
Vinstri-grænir vilja stela peningunum þínum en Píratar vilja stela innihaldi tölvu þinnar.
Er eitthvað til að grínast með? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Til þess að svona brandari sé fyndinn þarf að vera eitthvað sannleikskorn sem hægt er að tengja við. Að Píratar vilji stela innihaldi tölvu þinnar uppfyllir ekki það og er því frekar einhverskonar öfugmæli heldur en brandari. Sérstaklega í ljósi þess að netjnósnir voru sérstaklega á dagskrá þegar VG voru með innanríkisráðuneytið á meðan Píratar hafa aftur á móti talað gegn slíkum tilburðum og verið fylgjandi persónuvernd.
Veistu hver er munurinn á Pírötum og Sjálfstæðisflokknum? Píratar viðurkenna rétt þinn til að vita það en geta því miður ekki svarað spurningunni vegna lögbanns sem Sjálfstæðisflokkurinn setti á slíka umfjöllun.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2017 kl. 13:48
í bankahruninnu þurftu islendigar aðglima við 'ICESAVE' , allir voru öllum ósammála, brá so á það ráð að halda þjóðaratkveyðakosningu, en sama hver úrslit þar yrðu, allir voru enþá öllum ósammála, vildu láta kjosa aftur og endurtellja atkvæðinn, þangatil allir yrðu áneigðir. það gengur ekki, alt orðið vitlaust. þangatil það gerðist eins og kraftaverk, eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, og málið búið.
þá birtist þessi ríma sem joke:
Ekki þarf oftar að KJÓSA,
vegna þess að
Jökull er byrjaður að GJÓSA.
.
Keli Leperchon (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 14:36
Það hafa margir gert grín að ákalli Geirs Harde um að biðja guð að blessa Ísland.
En máttur bænarinnar er sterkur og guð hefur undanfarin ár rétt íslendingum hjálparhönd með að senda hingað fleiri ferðamenn en nokkrum hefði getað dreymt um
Grímur (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 15:17
Ég er aðdáandi þessa bloggs en ég er sammála Guðmundi í þetta skipti varðandi Pírata. Brandari Guðmunds er líka góður.
Það er rétt að Píratar - alveg eins og Vinstri-Grænir, "Sjálfstæðis"menn, og allir hinir þjófarnir á Alþingi - vilja stela peningunum þínum. (Til að afsanna það þarf að finna einhvern á Alþingi sem er hlynntur 0% tekjuskatti.)
Það er hins vegar líka rétt að Píratar virðast vera með þeim fáu sem aðhyllast a.m.k. að einhverju leyti netfrelsi, tjáningarfrelsi og persónuvernd.
Gunnar (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 16:46
Og makríl.
Haukur Árnason, 5.11.2017 kl. 16:48
Auðvitað vilja Píratar ekki stela innihaldi tölvu þinnar. Mér rak bara í minni þessi frásögn:
http://andriki.is/2011/01/10/manudagur-10-januar-2011/
Og vissulega vilja allir stjórnmálaflokkar stela peningunum þínum.
Annars er það nýlunda fyrir mér að sýslumaður sé að vinna að erindum Sjálfstæðisflokksins.
Ég prófa aftur að semja brandara:
Hver er munurinn á manni án hagfræðigráðu og manni með hagfræðigráðu?
Sá fyrri skilur hagfræði.
Geir Ágústsson, 5.11.2017 kl. 18:46
Það þarf að reyna eitthvað betur með brandarana held ég. Menn líklega þreyttir eftir helgina :)
Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2017 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.