Þriðjudagur, 31. október 2017
Allir fjölmiðlar eru litaðir af fólki
Fréttir eru ekki eitthvað sem sveimar um í loftinu og bíður þess að vera gripið og sett á blað eða lesið upp. Nei, fréttir eru skoðanir ákveðinna einstaklinga á því hvað sé þess virði að eyða tíma í að kynna sér, fjalla um og koma áleiðis og hvort einhver hafi áhuga á að heyra um málið.
Tökum dæmi: Einhver rifa opnast á íslensku hrauni og út úr henni vellur hraun. Í íslenskum fjölmiðlum birtist lítil frétt á forsíðu dagblaðs, eða á síðu 2, sem varar ferðalanga við að koma ekki of nálægt. Hins vegar bregðast ferðaskrifstofur öðruvísi við. Það er eldgos á Íslandi! Kaupið þjónustu okkar og fáið far á svæðið! Sjaldséður viðburður! Náttúruhamfarir! STÓRAR FYRIRSAGNIR!
Fréttir eru alltaf litaðar af fréttamönnum. Þannig er það bara.
En eru þá ekki til hlutlausir fréttamenn? Nei, þeir eru ekki til.
Hins vegar eru til sanngjarnir fréttamenn sem reyna að taka yfirvegaða afstöðu til umfjöllunarefnisins, sýna allar hliðar og keppast við að upplýsa frekar en dæma.
Meira að segja sanngjarnir fréttamenn geta samt ekki tekið persónuleika sinn eða skoðanir alveg út fyrir sviga. Sanngjarn fréttamaður leitar oft til álitsgjafa sem hann hefur mikið álit á en jafnvel þótt hann reyni að vera hlutlaus mun val hans á álitsgjöfum endurspeglast af skoðunum viðkomandi fréttamanns til hinna ýmsu manna og málefna.
Það sem heldur fréttamönnum á tánum er sala á vinnu þeirra. Lélegur fréttamaður sem er greinilega að halda á lofti ákveðnum skoðunum í gegnum fréttaflutning sinn á það á hættu að missa vinnunna eða fækka starfsmöguleikum sínum. Fólk hættir að lesa fréttir hans, tekjur atvinnurekanda hans dragast saman og honum er sagt upp.
Þetta markaðsaðhald er ekki til staðar hjá ríkisfjölmiðlum sem skattgreiðendur eru neyddir, með valdi, til að fjármagna.
RÚV ber að leggja niður. Það er eina leiðin til að tryggja sanngjarnari fréttaflutning.
Ólík afstaða kjósenda til RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Facebook
Athugasemdir
Tekur einhver mark á fjölmiðlum hér í dag? Þeir eru allir orðnir svo pólitískir og að deyja úr rétttrúnaði, verstir þar eru rúv og stundin.
Halldor (IP-tala skráð) 31.10.2017 kl. 12:34
Það gerir ekkert til að fjölmiðlar séu "pólitískir". Það má hugsa sér bæði kapítalíska og sósíalíska fjölmiðla sem segja í hreinskilni frá hugsjóninni á bak við sig. Sá kapítalíski bendir á að frjáls markaður framleiðir meiri verðmæti en nokkuð annað þjóðskipulag, en sá sósíalíski bendir á að sumir þéna meira en aðrir.
Sem dæmi um blaðamann sem segir mjög opinskátt frá pólitískri afstöðu sinni um leið og hann reynir að fjalla á sanngjarnan hátt um dægurmálin og viðfangsefni sín er Andrés Magnússon hjá Viðskiptablaðinu.
Dæmi um pistil frá honum:
http://www.vb.is/skodun/kosningaskjalfti/142104/
Lokaorð pistilsins:
"Og fyrst hér er minnst bæði á Andrés og Sjálfstæðisflokkinn, er til fyllstu upplýsingar rétt að greina enn og aftur frá því, að yðar einlægur er félagi í flokknum og tekur aukin heldur þátt í kosningabaráttu hans."
Geir Ágústsson, 31.10.2017 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.