Óttarr út, Sigmundur inn

Kaldhæðni örlaganna getur verið mikil.

Óttarr Proppé og allur hans þingflokkur er fokinn út af þingi. Flokkurinn var fljótfær og missti kjarkinn þegar skoðanakannanir voru óhagstæðar og fann tylliástæðu til að stökkva út og vonaði að atkvæðin skiluðu sér aftur. Hið gagnstæða gerðist. 

Inn á þing er kominn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er kominn á þing með heilan þingflokk undir sinni stjórn.

Maðurinn í Panama-skjölunum kom inn. Pönkarinn með hreina hjartað fauk út. 

Óttarr er í augum kjósenda maður sem hleypur frá ábyrgð.

Sigmundur er talinn vera maður sem stendur við stóru orðin.

Björt framtíð er nú afmáð af yfirborði jarðar og getur ekki haft áhrif á nein mál á þingi.

Miðflokkurinn er kominn í oddaaðstöðu og getur gert miklar kröfur ef þörf er á þingmannafjölda hans. 

Ég er að mörgu leyti hrifnari af Óttarri sem stjórnmálamanni en Sigmundi. Það blasir hins vegar við af hverju einn er á leið á biðlaun og hinn á leið á þingmannalaun. 


mbl.is Óttarr hættir sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Óttar Proppé  er ekki maður stórra mála og þá en síður stelpan, þinghús tísku drósin óðmáluga. 

Þó að mér sé ekkert sérlega annt um Sigmund Davíð þá má hann þó njóta sannmælis og hann vann að góðum málum með Bjarna Ben þá þeir unnu saman. 

Það er sérkennilegt þegar gömul naut framsóknannar flokksins reka hornin í  það sem hefði getað orðið nítt líf hans.  

,    

Hrólfur Þ Hraundal, 31.10.2017 kl. 15:40

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hörður Halldórsson, 31.10.2017 kl. 19:37

3 identicon

Hver vill bera ábyrgð á Birni Inga Hrafnssyni, M-flokki?

Og þræladópsins launaskattaða "réttlátt" rukkaða nýja handrukkara tuddastaðnum hans; Argentína Steikhús?

M-flokkur?

Almættið algóða og alvitra hjálpi fólki við að vakna til raunveruleikans!

Hvernig lítur launalistaða þrælahaldið út á prentsvertum pappír frá þessari nýjustu djöflaormagryfju dýpstu spillingarinnar, á löglausa og lögreglusvelta Íslandi?

Endurskoðendur "alþingis" sjá um að fiffa bókhald handrukkaranna hótandi og pyntandi! Eða þannig!

M-flokkurinn?

Argentína Steikhús, sem er utan marka laga, réttarkerfisins og mannréttinda verkafólks á Íslandi?

Heilög María Guðsmóðir taki stjórnina á þessum handrukkarakúgunar M-flokks-Mafíu-gengjum Íslands.

Þeir stálu meira að segja blindri konu á leið sinni til Bessastaða?

Og fólk með vel þveginn heila beit á agnið?

Ólafur Ísleifsson ætti að skammast sín fyrir að koma ekki formanni flokksins til varnar á nokkurn hátt! Hvaða öfl heftu tungu Ólafs Arnarsonar?

Kannski siðlausa prófessorsgráðu-hagfræðinga-tunguhaftið hafi orðið honum óyfirstíganlegur tjáningarþaggaður kjaftsins fjötur, um tæra snillingsins fótinn? 

Við þurfum ekki fleiri Háskólaða lygaprófess-sora hér á jörðinni!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2017 kl. 19:57

4 identicon

Ég var líka nokkuð hryfin af Óttarri þangað til hann reyndi að klína skít forsetanns og Benedikts á soninn. Þá fór hann beint í ruslflokk

mummij (IP-tala skráð) 31.10.2017 kl. 20:19

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Óttar leit lengi út fyrir að vera heiðarlegur náungi. Alveg þar til feisbúkkvinir hans höfðu þvingað hann til að slíta stjórnarsamstarfi og hann tók að útskýra uppákomuna með augljósum ósannindum. Þá fór glansinn af.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.10.2017 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband