Tveir úlfar og sauðkind ræða matseðil dagsins

Lýðræði er ágætt. Það tryggir átakalaus skipti á valdhöfum. Almenningur getur losað sig við lélega landshöfðingja, forseta, forsætisráðherra, þingmenn og valdhafa almennt án þess að taka upp byssur eða sveðjur. Það er gott.

Lýðræði er samt ekki gallalaust. Því hefur verið líkt við viðræður tveggja úlfa og sauðkindar um hvað eigi að vera á matseðli dagsins. Með lýðræðislegri kosningu er sauðkindin valin í aðalrétt og er slátrað.

two_wolves_and_a_sheep_by_satansgoalie

Það má ekki vanmeta ókosti lýðræðisins um leið og lýðræðinu sem slíku er ekki bölvað. Okkur er tamt að líta á ríkisvaldið sem hinn stóra bjargvætt sem veitir menntun og heilbrigðisþjónustu, leggur vegi, leysir úr ágreiningsmálum og kemur glæpamönnum í steininn. Ríkisvaldinu er gefið mikil völd til að framkvæma verkefni sem flestir (en ekki allir) eru sammála um að það eigi að hafa umsjón með. Um leið eru þau völd notuð í allskonar annað líka.

Víða í rótgrónum lýðræðisríkjum eru nú fleiri sem þiggja meira frá ríkisvaldinu en þeir framleiða af verðmætum sem ríkisvaldið hirðir. Þeir eru nettó-þiggjendur. Þeir kjósa því eðlilega til starfa stjórnmálamenn sem standa vörð um hlaðborðið sem ákveðnir kjósendur geta gengið að. Margir stjórnmálamenn leggja t.d. mikið upp úr því að hafa sem flesta á bótum eða við störf hjá hinu opinbera. Fólk sem er á þann hátt fjárhagslega upp á ríkisvaldið komið kýs stjórnmálamenn sem lofa því að skrúfað verði meira frá krananum. 

Það er t.d. af þessari ástæðu að margir vinstrimenn í Evrópu vilja lækka kosningaaldurinn og koma þannig óbjargálna nemendum í kjörklefann. 

Stjórnmálamenn sem treysta á nettó-þiggjendur fyrir atkvæði vilja ekki einfalt skattkerfi, magurt bótakerfi og mikið einkaframtak. Nei, þeir vilja að allir borgi himinháa skatta, en hafi um leið rétt á mikið af bótum, jafnvel þótt fínir útreikningar sýni að það fáist ekki meira í ríkishirslurnar með slíkum kúnstum né meira í vasa þeirra eigin kjósenda. Þeir tala um að vilja nota skattkerfið til að auka jöfnuð en vita alveg að of mikill jöfnuður er engu samfélagi hollt (það kemur t.d. í veg fyrir félagslegan hreyfanleika úr lægri tekjuþrepum í hærri vegna mikilla jaðaráhrifa ýmissa skattþrepa og bótagreiðslna). Raunverulegur ásetningur er að halda fólki föstu í neti hárra skatta og hárra bóta og tryggja þannig hollustu kjósenda sinna. 

Núna hafa Íslendingar kosið og mér sýnist úlfarnir vera í örlitlum meirihluta, en sjáum hvað setur. 


mbl.is Tveir valkostir fyrir forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

"Lýðræði er ágætt. Það tryggir átakalaus skipti á valdhöfum. Almenningur getur losað sig við lélega landshöfðingja, forseta, forsætisráðherra, þingmenn og valdhafa..." Það sem kjósendur geta ekki skipt út með atkvæðum sínum eru þaulsetnir embættismenn sem síðan stjórna ráðherrum í stjórnarráðinu og hafa því meiri áhrif en ráðherrarnir sjálfir eða þingheimur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.10.2017 kl. 10:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er rétt, og þetta er vandamál sem fylgir mörgum reglum og lögum sem krefjast margra embættismanna til að framfylgja. Skrifræðið fær sitt eigið líf. Völdin flytjast frá nýkjörnum græningjum sem telja hugsjónir einar duga til að vera stjórnamálamenn, til þaulreyndra embættismanna sem kunna á alla króka og kima í kerfinu. 

Geir Ágústsson, 30.10.2017 kl. 11:27

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það mætti e.t.v. benda á lausnina með því að benda á að það er léttara að gera moldríkan mann á frjálsum markaði gjaldþrota en það er að losna við þrjóskan embættismann út úr eftirlitskerfinu. 

Geir Ágústsson, 30.10.2017 kl. 11:28

4 identicon

Lýðræði, er í sjálfu sér engin galli á ... heldur er "margflokka" skipulagið stórgallað.

Sigurvegarar fyrri heimstyrjaldarinnar kynntu þetta fyrirkomulag fyrir Þjóðverjum í þeim tilgangi, að koma í veg fyrir að þýskaland gæti sameinast um eitt eða neitt.

Til að tvístra því.

Til að sundra því.

Þetta finnst Íslendingum ... sniðugt fyrirkomulag.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 20:16

5 identicon

Hverjir eru í því skipulagða hlutverki að siga þessum hér nefndu úlfum? Og hverjum finnst gaman að horfa á skepnuskapinn í sinni grimmustu mannskepnumynd? Og kjamsa á illvirkjanna skipuleggjendanna óheiðarleika?

Las eitt sinn bók sem heitir: eiginkona böðulsins.

Það var sorgleg skáldsöguskýring á Norsku, af því hvernig þrællinn sem var settur í starf böðulsins, vildi ekki drepa en hafði ekkert val ef þau áttu að geta lifað af. Lýsti vel hvers konar skelfilegt líf það var fyrir þessa varnarlausu fátæku fjölskyldu fyrir nokkrum öldum síðan.

Og hvernig er heiðarleika og siðferðis staða fólks víða um veröld á 21 öldinni? Varnarlausir böðlar sem þora ekki öðru en að hlýða skipuleggjandanum og aftökustjórunum?

Almættið algóða og alvitra leiðrétti stýringu og meðvirkni á þessari villimennsku.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband