Að afloknum kosningum

Þá ættu allir sem ætluðu sér að kjósa að vera búnir að kjósa. 

Á þessari síðu hafa verið nóg af spádómum um afleiðingar þessara kosninga. Vonandi rætast engir þeirra enda flestir byggðir á frekar neikvæðri sýn á nánast hvaða ríkisstjórnarsamstarf sem er.

Allir flokkar eru t.d. sammála um að auka þurfi ríkisútgjöld um leið og núverandi uppbyggingu ríkisrekstursins er viðhaldið. Það eru slæmar fréttir.

Sumir vilja hækka skatta, sem er slæmt, en aðrir vilja lækka skatta og vona að það valdi aukni innflæði skatttekna, sem er líka slæmt (en þó minna slæmt).

Sumir vilja borga opinberir skuldir hratt niður, sem er gott, en flestir tala lítið um það.

Sumir vilja lækka skatta, jafnvel svo um muni, sem er gott, en flestir ekki. Flokkar sem tala um lægri skatta tala samt ekki um að vilja minnka ríkisvaldið, t.d. með einkavæðingum eða minna regluverki sem krefst minna eftirlitsbákns, sem er slæmt. 

Enginn flokkur virðist hafa sérstakar áhyggjur af viðkvæmu ástandi alþjóðlegra fjármálamarkaða. Meira að segja dollarinn virðist vera í hættu. Mörg stór hagkerfi standa á brauðfótum. Vextir eru víðast hvar í núlli og hafa verið lengi og því lítið um sparnað að grípa í þegar áföllin banka upp á. Vextir þurfa að hækka og nóg af skuldum sem verða of miklar fyrir lántakendur þegar það gerist. 

Það eru blikur á lofti, en allir eru með bundið fyrir augun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband