Kosningar handan við hornið

Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur það runnið upp fyrir fólki að kosningar eru á næsta leiti. 

Þá þýðir auðvitað ekki að reyna koma reiðu á óreiðuna sem fjármál borgarinnar eru, greiða niður skuldir og sinna viðhaldi. Nei, óreiðan fær að halda sér, skuldirnar fá að vaxa og viðhaldið fær að sitja á hakanum.

Þess í stað eru leikskólagjöld lækkuð, fasteignaskattur færður niður í eðlilegra horf og allskyns undanþágur veittar fyrir útvalda hópa kjósenda.

Auðvitað fagna ég skattalækkunum hvar sem þær er að finna en þeim þarf líka að fylgja lækkun útgjalda. Stjórnmálamaður sem safnar skuldum er verri en enginn.


mbl.is Vilja lækka fasteignaskatt í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband