Mánudagur, 11. september 2017
RÚV farið á stjá með betlistafinn
RÚV ber að leggja niður og allt sem RÚV gerir sem einhverjum stjórnmálamanni finnst eitthvað virði á að fara í opinbert útboð.
Í iðandi varnarbaráttu reynir RÚV vitaskuld að gera meira úr mikilvægi sínu en tilefni er til. Nú skal herjað á skattgreiðendur til að fjármagna framleiðslu íslenskra þátta. Eftirspurn eftir þeim er jú svo mikil!
Skattgreiðendur þurfa greinilega að vonast til að íslenskir þættir hætti að seljast í útlöndum. Of mikil sala mun greinilega bitna á skattgreiðendum!
Lokum RÚV.
Þarf meira fé til sjónvarpsframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert hvers vegna ætti að loka RÚV.
Algerlega ósammála og er mjög sáttur með hvað ég fæ fyrir mínar 1407 kr á mánuði hjá RÚV.
Sigfús (IP-tala skráð) 11.9.2017 kl. 08:57
Mamma mín er mjög sátt við hvað hún fær fyrir áskriftargjaldið hjá Stöð 2 en mjög ósátt við hvað hún fær fyrir peninginn frá RÚV.
Af hverju má hún ekki velja? Af því Sigfús er sáttur?
Geir Ágústsson, 11.9.2017 kl. 09:02
þannig að þetta eru þá öll rökin, af því bara ?
Ég er ósáttur að greiða af mínum sköttum til niðurgreiðslu a fargjöldum til Vestmannaeyja, enda fer ég aldrei þangað.
Sigfús (IP-tala skráð) 11.9.2017 kl. 09:34
Núna erum við að ná saman um eitthvað: Það er óréttlátt að þvinga einhvern til að borga fyrir vöru eða þjónustu gegn vilja sínum.
Þetta gildir að mínu mati alveg sérstaklega um afþreyingu, þ.e. efni sem er framleitt til að fólk geti látið frítíma sinn líða. Sjónvarp er afþreying. Sjónvarp á að vera hægt að velja eða hafna eftir smekk og hentugleika. Það eru aðalrökin gegn RÚV.
Önnur rök sem má nefna:
- RÚV framleiðir pólitískan áróður
- RÚV gerir ekkert sem er ekki hægt að gera á hinum frjálsa markaði
- RÚV gefur stjórnmálamönnum of mikil áhrif á það sem er sagt eða ekki sagt
- RÚV sýgur auglýsingatekjur af keppinautum sínum um leið og RÚV mjólkar skattgreiðendur um laun þeirra
- RÚV hefur ekkert markaðsaðhald. Því er bjargað ef rekstur þess er í molum
Geir Ágústsson, 11.9.2017 kl. 09:40
Gott að geta átt viðræður á jákvæðum grundvelli, þó ég sé þér ósammála í prinsippinu ;)
Er ósammála með pólitískan árróður, ef litið er til framsetningar á fréttum og um leið skiptingu á yfirmönnum á þeirri deild sem sér um fréttir, þá er framsetningin sú sama og svo þykir mér undarlegt að leggja allt RÚV undir þegar menn og konur gera athugasemdir við fréttaflutning. Sé tildæmis ekkert pólitíkst í þáttum eins og Hátalaranum, Lestinni, kvöldsögunni og Popplandinu á RÁS 2.
Er algerlega ósammála þér með efnið, því áskriftarstöðvar (hljóðvarp og sjónvarp) myndu aldrei setja penging í efni sem skilar litlum eða takmörkuðum markhóp. Dæmi eins og lestur úr þjóðsögum frá Skagafirði. Frábært menningarefni og skemmtileg afþreying, sem mér likar við og grunar að talsvert að eldra fólki myndi hlýða á. Bylgjan eða Útvarp Saga myndi aldrei framleiða slíkt efni.
Barnaefni er mun, mun betra á RÚV en hjá áskriftarstöðvunum.
Er ekk að skilja sjónarmiðið með "RÚV gefur stjórnmálamönnum of mikil áhrif á það sem er sagt eða ekki sagt" , þú kannski útskýrir það næst ;)
Með auglýsingatekjurnar, þá er búið að sýna fram á ef að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaðnum myndi það hafa mjög neikvæð áhrif á þann markað. Viðiskiptahópur of einsleitur og mun áhrifaríkari með vald þá þeirra sjónvarpsmiðla gagnvart auglýsendum.
Annars góður bara :)
Sigfús (IP-tala skráð) 11.9.2017 kl. 13:44
Fúsi er að gefa það út að ef honum líkar ekki eitthvað þá á það ekki að vera styrkt af ríkinu. En, ef það er eitthvað sem honum líkar, þá er alveg sjálfsagt að ríkið opni pingjuna.
Hann tók sem dæmi barnaefni, ég hef þá hugmynd að barnaefni á RÚV sé algjör klysja og pólitískur áróður, sem þarf ekkert að vera troða upp á börn.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.9.2017 kl. 01:06
Sigfús,
Að þú sért sáttur eða ósáttur við fréttaflutning RÚV er persónulegt mat þitt. Þú nefnir t.d. ekki Spegilinn, en í þann þátt hefur öllum prófessorum við stjórnmálafræði í HÍ verið boðið - nema einum - og gettu nú hver! En það er bara lítið dæmi.
Það er til fullt af efni sem er ætlað takmörkuðum markhópi. Hefur þú séð úrvalið á Netflix og öðrum efnisveitum? Hún er liðin sú tíð að dýralífsþættir gátu bara sést á RÚV á sjónvarpsskjám á Íslandi. Með tækninni er líka lítið mál að framleiða efni - sérstaklega útvarpsefni - sem er ætlað mjög takmörkuðum hópum. Þessir upplestrar eru t.d. kjörið efni í "podcasts". Nú fyrir utan að sá sem vill slíkan upplestur á enga heimtingu á að aðrir borgi fyrir það áhugamál og afþreyingu, því jú þetta er bara áhugamál og afþreying.
Það má heldur ekki gleyma að RÚV með tilvist sinni heldur í raun einkaaðilum frá mjög mörgu. Það kostar að þjóna litlum mörkuðum en ef RÚV er nú þegar til staðar, með sinn nefskatt og fjárframlög úr ríkissjóði og auglýsingatekjur sínar, þá er ekkert rými fyrir aðra til að sinna litlum mörkuðum.
Í þau mörgu skipti sem ég hef farið með minn (núna) 6 ára strák til Íslands hefur hann aldrei staldrað lengi við á barnadagskrá RÚV. Og ekki þvinga ég hann til þess. Við horfum á Klaufabárðana og Dóru landkönnuð á netveitu 365 fjölmiðla.
RÚV er í eigu ríkisins. Æðstu yfirmenn þess eru stjórnmálamenn. Sífellt er verið að væna einkarekna fjölmiðla um að vera undir hæl eigenda sinna - sem er vel hægt að færa rök fyrir að sé í lagi en einnig að sé ekki alltaf tilfellið - en RÚV á svo að vera algjörlega óháð sínum eigendum. Hvernig gengur sá kapall upp?
Hver sýndi fram á að ef ríkisapparat hættir að draga að sér auglýsingatekjur þá hafi það neikvæð áhrif? Er verið að auglýsa eitthvað annað á RÚV en annars staðar? Og ef RÚV hættir að sýna auglýsingar, hverfa þá sumar auglýsingar alveg?
Eftir stendur að ríkisvaldið er hér að framleiða skoðanir og afþreyingu og stjórnarskráin mælir ekki fyrir um neitt slíkt.
Geir Ágústsson, 12.9.2017 kl. 06:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.