Eiga allir að vera eins?

Jafnrétti er göfugt markmið og sjálfsagt að hafa. Stjórnarskráin bannar mismunun á grundvelli kynferðis, meðal annars. Allt í góðu með það.

Getur samt verið að þessi jafnréttisumræða snúist um það eitt að konur verði eins og karlar? Að það sé ekki nógu gott að vera kona? Að allir þurfi að verða karlmenn?

Því höfum eitt á hreinu: Konur og karlar eru frábrugðin að mörgu leyti frá náttúrunnar hendi.

Fyrir því eru ástæður sem skipta máli. Börn þarf til dæmis að fæða og ala upp. Það þarf að afla lífsviðurværisins. Stundum þarf að taka áhættu. Sumir sækja í titla, völd og peninga en aðrir í félagslíf, nærveru og kærleika. 

Karlar deyja fyrr. Þeir eru stressaðri. Þeir taka stærri áhættur og stundum skilar sú áhættutaka sér ekki. Þeir eru oft dæmdir út frá stöðu sinni, fjárhag og völdum. 

Er þetta veruleikinn sem á að þröngva upp á konur? Af hverju?

Lífið á að geta snúist um miklu meira en að sitja í stjórn fyrirtækis og vinna langa vinnudaga. Konur eiga það ekki skilið að vera dæmdar út frá þeirri almennu tilhneigingu sinni að velja jafnvægi á milli einkalífs og vinnu. Börn eiga það ekki skilið að alast upp á opinberum stofnunum meira og minna allt sitt líf því báðir foreldrar eru að keppast um stöðu, laun og völd á vinnustaðnum. 

Auðvitað eru til margar konur sem vilja frekar vinna en versla, og karlmenn sem vilja frekar elda en vinna yfirvinnu. 

Menn eru samt að gleyma því að konur og karlar eru, að jafnaði, frábrugðin að mörgu leyti. Og það er ósanngjarnt að ætlast til þess að jafnrétti snúist um það eitt að gera valkosti karlmannanna að því eina sem stuðlar að jafnrétti fyrir konur.


mbl.is Vandasamt að ná fram jafnrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og fólk sagði hér fyrir 10 árum eða svo - reyndar með fleiri orðum: "sem betur fer eru ekki allir eins, því miður."

Ásgrímur Hartmannsson, 9.9.2017 kl. 17:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

"Þegar allir eru mismunandi er enginn öðruvísi" er slagorð grunnskóla stráka minna. Mér finnst það pínu krúttlegt. 

Geir Ágústsson, 9.9.2017 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband