Fimmtudagur, 20. júlí 2017
Skattur fyrir að vera til
Icelandair hefur verið mjólkað um milljarð fyrir svokallaða kolefniskvóta eða losunarheimildir síðan árið 2012. Með öðrum orðum: Viðskiptavinir Icelandair hafa borgað milljarð fyrir nákvæmlega enga þjónustu, engin hlunnindi og engin þægindi. Þeir hafa borgað skatta fyrir að vera til, draga andann, fara í frí eða sinna viðskiptaerindum, rétt eins og Icelandair.
Því já, losunarheimildir eru dulin skattheimta og þvingaður flutningur á fé frá þeim sem afla þess og til einhverra annarra.
Það getur kannski einhver frætt mig um það hverjir fengu þennan milljarð í vasann og hvers vegna? Voru það kannski svefnbæir í skógarlendi? Endar svo þetta kolefni í pokum sem eru seldir til þeirra sem rækta plöntur? Hver er þá ávinningurinn af allri hringavitleysunni?
Loftið í Evrópu er greinilega nógu gott til að hafa verðmæti fyrir Asíubúa, svo mikið er víst. En það sama gildir víst um mulin nashyrningahorn og önnur skottulyf.
Icelandair ætti e.t.v. að byrja sundurliða flugmiðaverðið svo neytendur sjái að hluti þess renni í enga þjónustu, engin hlunnindi og engin þægindi.
Icelandair kaupir kvóta á milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessa liði í sundurliðuninni ætti Icelandair að kalla "ríkisþjófnaður 1 (kolefniskvóti)",
"ríkisþjófnaður 2 (VSK)", o.s.frv.
Enda vita flestir núorðið að ríkið eru glæpasamtök og skattlagning er þjófnaður.
SR (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 20:20
Geir, málflutningur þinn minnir æ meira á málflutning Trump. Ertu aðdáandi hans?
Að sjálfsögðu er fullkomlega eðlilegt að Icelandair greiði fyrir áætlaðan þátt sinn í tjóni vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptavinir greiða þetta að lokum með hærri flugfargjöldum.
Skrif þin ofl hér lýsa vel frjálshyggjunni. Hún gengur út á frelsi til að valda öðrum tjóni án þess að taka á því neina ábyrgð.
Ásmundur (IP-tala skráð) 21.7.2017 kl. 08:53
Ásmundur,
Var þetta allt og sumt? Að líkja mér við Trump?
CO2-hlýnun kenningin er í blússandi varnarbaráttu þessi misserin og minna og minna styður við hana. Mælingar og spádómar líkana fjarlægjast sífellt.
Stjórnmálamenn töldu sig hafa fundið nýja leið til að stjórna hagkerfinu. Þeim verður ekki að ósk sinni. Stjórnmálamaður í formi melónu - grænn að utan að rauður að innan - verður flæmdur úr hugmyndafræðilegum felustað sínum. Áhyggjur hans af umhverfinu voru ekki einlægar heldur bara tæki til að klófesta hagkerfið.
Þeim sem er annt um umhverfið berjast fyrir traustum eignarrétti á landi og auðlindum, sem þýðir auðvitað um leið að sá sem spillir eign annars (svo það sé sannað) þarf að bera á því ábyrgð.
Geir Ágústsson, 21.7.2017 kl. 11:18
Annars má segja um Trump að hann sé eins og biluð klukka, sem þrátt fyrir allt er rétt tvisvar á sólarhring.
Geir Ágústsson, 21.7.2017 kl. 11:19
Það væri mun betra fyrir mannkynið ef það gæti
fengið að nota margfalt meiri olíu, gas og kol en það gerir í dag.
https://www.youtube.com/watch?v=vu6637cjk8A
Sem betur fer er þetta orðin raunin. Kínverjar og Indverjar fá að halda áfram að brenna nánast eins mikið og þeir vilja. Þeir hafa áttað sig á að kostirnir yfirvega ókostina.
Nú hafa Bandaríkjamenn bæst við í hópinn. (Maður getur verið sammála tilteknum málefnum Trump án þess að vera "aðdáandi" hans.)
Þannig að nú höfum við Bandaríkin, Kína og Indland sem munu brenna, brenna og brenna nákvæmlega eins og þeim sýnist (sem er frábært) yfir a.m.k. næsta áratuginn - og hafa nægar auðlindir til slíks í mörg hundruð ár.
Svo sitja menn á Íslandi og halda að þeir geti haft einhver áhrif með því að níðast á farþegum Icelandair fyrir "allt tjónið sem þeir eru að valda öðrum".
SR (IP-tala skráð) 21.7.2017 kl. 11:49
Þetta er hárrétt hjá þér Geir.
Það hefur lengi verið markmið vinstrimanna (þar á meðan vinstrimanna í Sjálfstæðisflokknum) að níðast á fólki sem hefur einhverja aura á milli handanna. Að láta fólk í friði er óhugsandi. Níðingsverk, þjófnaður og ofbeldi í gegnum ríkisvaldið eru aðalatriðið.
Spurningin er einungis hvaða afsökun mun virka best í næsta skipti. Melónurnar eru gott dæmi um þetta.
SR (IP-tala skráð) 21.7.2017 kl. 14:12
eg er ekki alveg snælduvitlaus eða ekki i husum hæf
kristjanamagnusdottir (IP-tala skráð) 21.7.2017 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.