Mánudagur, 10. júlí 2017
9/11 á hverjum degi í 15 ár
Ég lærði áhugaverða tölfræði um helgina.
Síðan "stríðið gegn hryðjuverkum" hófst hefur hryðjuverkum fjölgað. Ríkisafskipti af hryðjuverkum hafa greinilega sömu afleiðingar og ríkisafskipti af öllu öðru - vandamálin stækka bara!
Hvað um það. Síðan þetta stríð hófst hafa mjög margir almennir borgarar í Írak fallið í hryðjuverkaárásum. Væri sá fjöldi heimfærður á Bandaríkin og skalaður með heildarfjölda íbúa og það reiknað út hversu margar 9/11 árásir þyrfti til svo hlutfallslega jafnmargir Bandaríkjamenn hafi fallið og Írakar kemur eftirfarandi ljós:
Það þyrfti eina 9/11 árás á dag í 15 ár samfleytt.
Írakar hafa sem sagt upplifað það sem svarar hlutfallslega til eina 9/11 árás á dag, í 15 ár!
Svo spurja menn sig af hverju hryðjuverkasamtökum gengur svona vel að afla liðsmanna og tryggja sér stuðning í sífellt fleiri ríkjum?
Obama sendi sprengjur á íbúa fjölmargra ríkja í forsetatíð sinni og er búinn að vera í stanslausum stríðsrekstri síðan hann tók við embætti.
Því miður var það meðal fyrstu verka Donald Trump að varpa sprengjum á erlent ríki svo hann virðist ætla að fylgja hefðinni. Vonandi verður hann samt ekki eins árásargjarn og fyrirrennari hans.
Það sem menn kalla "welfare/warfare state" er ekkert á förum frá Bandaríkjunum.
Fagnar sigrinum í Mósúl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
9/11 ... geturðu sagt mér, hvaða lögmál eðlisfræðinnar gefur þér þann möguleika að asymmetrical skemmdir á tveim byggingum, geti valdi fullkomlega symmetrical hruni á þremur byggingum með nánast "free fall" eiginleikum.
Að fólk almenn, skuli ekki skammast að aðhyllast þennan nasisma er alveg frábært. Fólk er að harma hrakningar gyðinga, á sama tíma og það hrósar sér fyrir að veita sömu hrakningar á aðra. Og heldur síðan, að "þykjast vera gott fólk og gefa múslimum súpu að éta", sé nægileg afsökun fyrir þær miljónir barna og kvenna sem dáið hafa.
Það er ekki bara að fólk hefur "myrt" miljónir manna, heldur er "góða fólkið" að gera vandamálið að alheims vandamáli í framtíðinni. Það heldur að vandamálið sé stað-bundið, en ekki "trúarlegs", "uppvaxtar" og "kennslulegs" eðlis.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.7.2017 kl. 19:13
Trömp er ekki upphaf né endir alheims/jarðar-þróunar.
Það vita nú held ég flestir sem íhuga málin í dálítinn tíma.
Til dæmis þeir sem íhuga heimsmálin í einn áratug eða fleiri. Með viskufræðslu frá t.d. svokölluðum eldri og fjölbreytilega lífreynslufróðum kynslóða verkanna vitringum. Sem vita að það þarf ekki að finna sama hjólið upp tvisvar til að þróast í rétta siðmenntunar átt.
Mér finnst alltaf svo áhugavert og merkilegt að fá að vita hvernig mér reyndara, verkmenntaðra og lífsreynslu-fróðara fólk sér hlutina og lífið út frá sínu fjölfróða og upplýsta sjónarhorni.
Gamla og góða viskuleiðbeinandi orðatiltækið er enn í fullu gildi í heiminum í dag: ungur nemur og gamall temur.
Mér finnst reyndar betra að segja: ungur nemur og gamall kennir :)
Hlustum betur og meir á þá, sem þekkja af eigin reynslu, hvernig er að alast upp við það að hafa heimsveldis stjóranna kúgaða landtöku-hermenn, rétt við túngarðinn á sínum bernsku og fullorðinsárum! Vítt og breitt um jörðina!
Reynum að fræða okkur sjálf, og setja okkur í spor þeirra.
Alla vega áður en við fordæmum einn eða neinn mjög hart, fyrir að hegða sér ekki samkvæmt nútímans ferköntuðu reglurömmum, hins óverjandi skilningsleysis og óábyrga veldisins heimskúgandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2017 kl. 19:40
Það er þarf að læra er:
- Stríða geta af sér stríð
- Ölmusi bætir ekki upp fyrir sprengda útlimi og dauða fyrirvinnu
Geir Ágústsson, 11.7.2017 kl. 08:07
Ríkisafskipti eru sjaldnast stríð. Skattaeftirlit td er ekki stríð heldur aðhald nema þú teljir skattvik til mannréttinda. Það hefur sýnt sig að hver viðbótarstarfsmaður í skattaeftirliti margborgar sig.
Á sama hátt margborgar sig meira eftirlit lögreglu með umferðinni. Það kemur fram í formi færri slysa, minna eignatjóns og sektargreiðslna í ríkissjóð.
Skipulagsvinna yfirvalda er til að koma í veg fyrir að hagsmunir almennings verði fyrir borð bornir. Ef vel tekst til og rétt er staðið að málum fáum við eftirsóknarvert samfélag til langs tíma. Ef allt er látið reka á reiðanum ráða verktakar og peningamenn með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning.
Ríkið er ekki í stríði við almenning ef staðið er að málum eins og hér er lýst. Þeir sem eru í stríði við ríkið vilja ekki eða geta ekki aðlagað sig samfélaginu. Þeir telja að fjármagnið sé eina aflið sem hefur rétt á sér í samfélagi manna.
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.7.2017 kl. 10:04
Bandaríkjamenn mega kallast hreinskilnir þegar þeir kalla ríkisafskiptin "war":
- War on Poverty: Fátækt hætti að dragast saman og staðnaði
- War on Drugs: Eiturlyf fóru úr samfélagsmeini í samfélagsógn
- War on Terrorism: Hryðjuverkum fjölgar og þau dreifast betur um heiminn
Hvað næst? War on Climate Change? Hjálpi okkur, þá fer nú andrúmsloftið fyrst að stökkbreytast!
En sumir eru samir við sig: Vilja fleiri ríkisstarfsmenn til að fylgjast meira náið með fleirum og fleirum.
Geir Ágústsson, 11.7.2017 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.