Ríkisstarfsmaður gagnrýnir ríkisstarfsmenn. Sjaldséðir eru hvítir hrafnar

Borgarstjóri London telur að mikill eldsvoði þar í borg, sem tók fjölmörg líf, sé afleiðing vanrækslu hins opinbera.

Þarna er ríkisstarfsmaður að gagnrýna aðra afkima hins opinbera reksturs og hreinlega beina spjótum sínum að ákveðnum aðilum.

Þetta er sjaldgæft meðal opinberra starfsmanna. 

Þegar starfsmenn einkafyrirtækja gera mistök, gera sig seka um vanrækslu eða vanrækja viðskiptavini sína eru samkeppnisaðilarnir fljótir að gera sér mat úr því til að lokka til sín viðskiptavini. Sá sem gerir mistökin sér fram á flótta viðskiptavina, minnkandi tekjur og erfitt opinbert umtal. Þetta er bæði viðbúið og sanngjarnt. Menn eiga að benda á mistök. 

Hjá hinu opinbera blasir þetta aðeins öðruvísi við. Venjulega fá opinberar stofnanir sem gera mistök meira fé en ekki minna til að sinna verkefnum sínum. Yfirmenn þeirra fá fleiri starfsmenn en ekki færri til að ráðskast með. 

Ég efast um að borgarstjóri sé að fara leggja til að eftirlit með byggingum, brunavörnum, húsnæðisbyggingum, vottun og öðru eins verði komið á hinn frjálsa markað, en það má vona!

Sjaldséðir eru hvítir hrafnar en vekja eftirtekt í hvert skipti.

Eldsvoðinn í London er mikill harmleikur. Vonum að einhver hafi lært sína lexíu. 


mbl.is Margra ára vanræksla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er borgarstjórinn ríkisstarfsmaður?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.6.2017 kl. 20:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nei, opinber starfsmaður. Ég segi stundum óvart ríkisstarfsmaður um alla sem á einhvern hátt þiggja laun frá skattgreiðendum. 

Geir Ágústsson, 19.6.2017 kl. 07:56

3 identicon

Nýleg utanhússklæðningin var ekki í samræmi við lög. Sökin virðist því fyrst og fremst vera eigandans eða verktakans en einnig getur slæmu eftirliti verið um að kenna.

Íhaldsmenn vilja takmarka eftirlit. Ég veit ekki hve langt það gengur í Bretlandi en hér tala sjálfstæðismenn með fyrirlitningu um "eftirlitsiðnaðinn" og vilja sem allra minnst eftirlit. Hér er gott dæmi um hvað lítið eftirlit getur leitt til.

Að sjálfsögðu er það ekkert nýtt að menn gagnrýni pólitíska andstæðinga sína enda samkeppnin um kjósendur hörð.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.6.2017 kl. 09:07

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Það er opinbert eftirlit gerir er að leysa af hólmi alla ábyrgðartilfinningu. Þú gerir ráð fyrir því að húsið þitt sé í lagi af því ríkið er búið að segja það. Þú gerir ráð fyrir að bankinn þinn sé stöndugur því ríkið er búið að segja það. En gerir þú ráð fyrir því að börnin þín geti hlaupið yfir götuna af því ríkið er búið að mála hvít strik á malbikið? Nei, hérna treystir þú ekki á utanaðkomandi aðila til að hugsa fyrir þig, sem betur fer. 

Geir Ágústsson, 19.6.2017 kl. 09:19

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Arthúr konungur og riddararnir hans 9 útvöldu, myndu snúa sér við í gröfinni ef að þeir fréttu að það væri múslimi sem að drottnaði yfir London.

Mér finnst ekki við hæfi að borgarstjórinn í London sé múslimi á eftir því sem að undan er gengið; þó að hann sé enginn öfgamaður.

Jón Þórhallsson, 19.6.2017 kl. 10:13

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Veit ekki hvað síðuskrifari er að meina. Ætti hinn frjálsi markaður og samkeppni að hafa verið betra og skilvirkara en opinbert eftirlit?  Eða ætti fólk sem kaupir íbúð í blokk sjálft að kynna sér allt um brunavarnir, utanhúsklæðningar, gasleiðslur, rafmagn, burðarþol, o.fl. o.fl.  Hafa bara meiri "ábyrgðartilfinningu"?

Reyndar eru reglugerðir og eftirlit víða miklu minna íþyngjandi en í Evrópu, t.d. í Bangladesh og víðar í Asíu, í Afríku og víðar.  Hinn "frjálski markaður" fær þær meira frelsi við húsabyggingar.  En samt hrynja þar miklu fleiri hús en í Evrópu og eldsvoðar eru mannskæðari ...

Skeggi Skaftason, 19.6.2017 kl. 13:46

7 identicon

Nei, Geir, þvert á móti tryggir eftirlit hagsmuni almennings sem kemst eðlilega ekki yfir að kynna sér öll sérsvið byggingarmála.

Með eftirliti er einnig að miklu leyti komið í veg fyrir fúsk verktaka sem annars myndu notfæra sér vanþekkingu almennings á hinum ýmsu fagsviðum til að hagnast.

Mér hefur sýnst að þeir sem hamast mest gegn eftirliti og segjast vilja höfða til ábyrgðar séu helst þeir sem myndu "notfæra sér eftirlitsleysið" til fulls.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.6.2017 kl. 15:40

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú er kannski ekki skrýtið að menn þekki lítið til eftirlitsmarkaðrins, enda aldir upp við að ríkið eitt geti vottað og eigi að votta.

Það er samt til starfsemi sem fer fram algjörlega utan við hinn opinbera geira. Alþjóðlegar vottunarstofur eru af mörgum notaðar til að taka út starfsferla, verk og framleiðslu frá upphafi til enda. Þær lista yfirleitt upp eftirfarandi lista í forgangsröð:

1. Kröfur viðskiptavinarins

2. Alþjóðlegir staðlar (en ekki endilega lögbundnir staðlar)

3. Lög og reglur viðkomandi ríkis

Viðskiptavinurinn þarf ekki að vita eitt né neitt annað en að traustur vottunaraðili hafi samþykkt verkefnið. Samþykki hans er talið miklu meira virði en eitthvað pappírsnifsi frá opinberum eftirlitsaðilum sem allir vita að hafa alltof mikið á sinni könnu.

Nú er auðvitað hægt að telja upp dæmi þar sem hvorki koma að vottunaraðiliar hins opinbera né hins frjálsa markaðar alveg eins og það er hægt að telja upp dæmi um gagnslausa aðkomu opinberra eftirlitsaðila, t.d. þeirra sem blástimpla bankakerfið ár eftir ár án þess að skilja upp né niður í því.

En ég bendi á að það er til markaður fyrir vottun og eftirlit þar sem ríkir samkeppni, markaðsaðhald og keppni í trausti.

Geir Ágústsson, 19.6.2017 kl. 16:26

9 identicon

Á frjálsum markaði eru svindlarar, morðingjar og aðrir glæpamenn sektaðir

og sendir í fangelsi. Með "frelsi" er ekki átt við "gerðu það sem þér sýnist". Þetta er útbreiddur misskilningur. Með "frelsi" er átt við frelsi einstaklingsins undan ofbeldi og þjófnaði. Eina hlutverk ríkisins er að stuðla að því.

Vandamálið í Bangadesh er að engin lög og regla er til staðar og að auðvelt er að múta opinbera starfsmenn. Þetta er ekki frjáls markaður.

Byggingaeftirlit er ekki hlutverk ríksins. Ef ég sé auglýst ódýrt húsnæði til sölu þar sem skýrt kemur fram að "hér eru engar brunavarnir og ef skaði hlýst af bruna erum við ekki ábyrg" og ég vil leigja slíkt húsnæði, þá á ég að geta gert það ef mér sýnist og taka áhættuna. Hins vegar, ef tiltekinn aðili auglýsir "algjörlega 100% brunahelt" húsnæði sem hægt er að sýna að sé ekki slíkt eða einn daginn brennur til grunna, er hann að sjálfsögðu dreginn fyrir dóm.

Að gefnu skynsamlegum lagaramma, þar sem staðallinn er einkstalingsfrelsi, mun markaðurinn mun sjá um restina. Það er hárrétt hjá þér Geir að vottunaraðilar í einkageiranum myndu fljótt spretta upp. Það er engin ástæða fyrir ríkið að hnýsast í byggingariðnaðinn frekar en aðra iðnaði.

SR (IP-tala skráð) 19.6.2017 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband