The Icelandic Toilet

Yfirvöld og fleiri aðilar klóra sér í kollinum þessi misserin. Þeir sjá stanslausan straum af ferðamönnum koma til landsins og tæma veskin sín, fylla hópferðarbifreiðar og stífla helstu ferðamannaperlurnar á Suðvestur- og Suðurlandi. 

Af hverju dreifa þessir ferðamenn sér ekki meira um landið?

Af hverju kúka þeir í vegkanta og í skógarrjóður en ekki í klósett?

Af hverju tjalda þeir úti um allar trissur?

Af hverju þjappar þeir sér allir í miðbæ Reykjavíkur þegar þeir eru á höfuðborgarsvæðinu?

Yfirvöld og fleiri skilja ekki einföldustu atriði hagfræðinnar. Það er vandamálið, en ekki hegðun ferðamanna.

Það er enginn vandi að fá mann til að kúka í klósett. Það þarf bara að vera klósett til staðar. Til að svo megi verða þarf einhver að fá fjármagn til að reka sama klósett.

Það er enginn vandi að fá fólk til að dreifa sér á fleiri en örfáa staði. Það þarf bara að vera hægt að rukka inn í samræmi við eftirspurn. Eftirsóttustu staðirnir verða þá dýrari og aðrir hlutfallslega ódýrir í samanburðinum, og um leið eftirsóknarverðari.

Það er enginn vandi að fá menn til að tjalda á þar til gerðum svæðum og dvelja á höfuðborgarsvæðinu utan miðbæjarins. Einhver þarf bara að sjá sér hag í að opna tjaldstæði og leigja út húsnæði á þann hátt að það dreifist hæfilega úr fjöldanum.

Yfirvöld eru alveg ráðvillt. Ónei, hvað er til ráða! Það sem er til ráða er að yfirvöld drullist úr veginum og leyfi markaðnum að stilla af framboð og eftirspurn, deilulaust og sársaukalaust. 


mbl.is Hvetja ferðamenn til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband