Mánudagur, 5. júní 2017
Eftirspurn án framboðs = ríkisafskipti
Þegar komið er auga á eftirspurn en ekkert er framboðið má telja víst að ríkisafskipti séu að verki.
Væri markaðslögmálunum leyft að ráða væri að sjálfsögðu búið að mæta allri hugsanlegri eftirspurn. Líklega myndi hún í upphafi kosta meira en niðurgreidd, opinber þjónusta en á móti kemur þá væri sú þjónusta til staðar. Vel borgandi viðskiptavinir myndu laða að sér fjöldann allan af einkaaðilum sem kæmu hlaupandi til að veita allt sem vantar. Peningarnir rynnu í leiðir til að auka enn framboðið. Samkeppnisaðilar kæmu aðvífandi til að krækja í bita af kökunni. Þar með yrði til samkeppni sem hefði áhrif á verðlagið - það þrýstist niður. Til lengri tíma myndu einkaaðilar byggja upp dreifi- og sölukerfi sem væri aldrei í klessu, sama hvernig viðrar, til að tryggja sér varanlegar rekstrartekjur. Einkaaðilar fá jú ekki borgað nema hafa eitthvað að selja, annað en opinber rekstur.
Þegar menn sjá óuppfyllta eftirspurn blasir við að haldið er aftur af einkaaðilum.
Uppistöðulónið orðið söndug auðn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef ríkið kostar þjónustuna að verulegu leyti er ekkert vit í öðru en að það sjái um hana nema hugsanlega í undantekningartilfellum. Þetta á við um heilbrigðisþjónustu, menntamál, vegagerð, löggæslu, almenningssamgöngur ofl.
Fyrir þessu eru margar ástæður. Í fámenni eins og hér er óhagkvæmt að dreifa kröftunum og byggja upp dýra aðstöðu á fleiri stöðum þó að ein dugi. Krafan um arð gerir einkarekna þjónustu dýrari og verri.
Það er ekki hægt að treysta á einkarekna þjónustu því að hún getur hætt með stuttum fyrirvara. Danir og eflaust fleiri hafa lent illilega í því vegna elliheimila sem lögðu upp laupana með stuttum fyrirvara.
Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2017 kl. 20:31
Menn sögðu að ríkið yrði að selja mjólk því annars mundi enginn gera það.
Menn sögðu að ríkið yrði að vera eitt um að senda út sjónvarps- og útvarpsefni. Annars mundi enginn gera það, og hvað þá í nægjanlegum gæðum.
Menn sögðu að ríkið yrði að reka sementsverksmiðju. Annars fengist ekki nógu gott sement eða nógu ódýrt til að það væri hægt að byggja.
Menn sögðu að ríkið yrði að vera einrátt um að reka dreifikerfi fyrir síma. Það væri jú svo dýrt að halda úti mörgum dreifikerfum og ekki á færi einkaaðila að reka slíkt.
Þau hafa verið mörg sviðin þar sem ríkiseinokun átti að vera eina lausnin. Ég held að þetta sé að verða gott með slíka spádóma.
Einkaaðilar munu verða til þar sem það borgar sig fyrir þá að halda úti rekstri, hvort sem um er að ræða elliheimili eða farsímafyrirtæki.
Geir Ágústsson, 6.6.2017 kl. 04:02
Góður pistill Geir, en ég er mjög hrifinn af svari þínu til Ásmundar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.6.2017 kl. 13:22
Þetta svar þitt, Geir, er alls ekki svar við innleggi mínu. Ég er að tala um þjónustu sem ríkið greiðir að verulegum hluta. Ekki eitt einasta af þeim dæmum sem þú tiltekur er þjónusta sem er kostuð af ríkinu.
Það er ekki að ástæðulausu að Bandaríkin eyða mest allra þjóða í heilbrigðismál þó að árangurinn sé slæmur í samanburði við aðrar þjóðir sem eyða miklu minna í málaflokkinn. Það ætti að vera okkur víti til varnaðar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.6.2017 kl. 21:13
Þegar ríkið niðurgreiðir eitthvað eykur það um leið eftirspurn eftir sömu þjónustu.
Þannig niðurgreiðir ríkið húsaleigu margra. Eftirspurnin eftir leiguhúsnæði eykst því. Leigusalar geta þá hækkað verð. Niðurgreiðslan á húsaleigunni leiðir því til hærri húsaleigu þar sem leigusalinn fær meira fyrir sinn snúð, á kostnað skattgreiðenda.
Bandaríska ríkið fjármagnar nú um 50% af heilbrigðiskerfinu þar í landi, hlutfall sem hefur farið hratt hækkandi undanfarna áratugi. Þar er kostnaður við kerfið því að aukast. Að vísu eru þar fleiri læknar en víðast hvar, og styttri biðlistar. Ég skil samt ekki hvað vinstrimenn eru gjarnir á að benda á bandaríska heilbrigðiskerfið sem dæmi um frjálsan markað á þessu sviði miðað við mörg önnur ríki. Er ímyndunaraflið ekki meira en það?
Geir Ágústsson, 7.6.2017 kl. 04:36
Ef það er mikill minnihluti leigjenda sem fær húsaleigubætur er ekki hætta á verðhækkun á fasteignum. Eftirspurnin eykst ekki vegna þess að þeir sem fá húsaleigubætur þurfa íbúð hvort sem þeir fá bætur eða ekki.
Ákveðin niðurgreiðsla á opinberri þjónustu er forsenda velferðarkerfisins. Ertu að boða að frumskógarlögmálið eigi að ríkja í íslensku samfélagi?
Bandaríska heilbrigðiskerfið lenti í 35 sæti, eða þar um bil, í nýlegri samanburðarrannsókn sem var birt í íslenskum fjölmiðlum. Það kom ekki á óvart enda löngu ljóst að einkarekin heilbrigðisþjónusta er bæði verri og dýrari en opinber. Á sínum tíma upplýsti Rúnar Vilhjálmsson prófessor að rannsóknir sýndu þetta.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 10:34
Ásmundur,
Áhugi þinn á bandaríska heilbrigðiskerfinu er mikill. Það kerfi er blandað kerfi opinbers reksturs og einkareksturs þar sem hlutdeild hins opinbera fer vaxandi og skilvirkni kerfisins fer minnkandi. Þetta kerfi er því engin fyrirmynd þeirra sem vilja takmarka ríkisvaldið.
Þegar þú niðurgreiðir eitthvað fyrir aðila A með fé úr vasa B eykur þú eftirspurn aðila A eftir þjónustunni. Menn niðurgreiða húsnæði, mat, heilbrigðisþjónustu og menntun. Menn niðurgreiða líka atvinnuleysi. Niðurstaðan er alltaf sú sama: Aukin eftirspurn. Aukinni eftirspurn er svo annaðhvort mætt með auknum kostnaði eða biðlistum.
Á frjálsum markaði er þetta öðruvísi. Aukin eftirspurn felur ekki í sér að einhver skattgreiðandinn er mergsoginn gegn vilja sínum heldur að neytendur forgangsraða neyslu sinni úr einu í annað. Aukin eftirspurn dregur til sín fé og ef hagnaður myndast laðar það að sér samkeppnisaðila sem þrýsta svo verðinu niður og gæðunum upp.
Þetta vilja sumir ólmir að sé fyrirkomulag matvöruverslunar en ekki heilbrigðisþjónustu, sem er óskiljanlegt. Allir þurfa mat daglega en heilbrigðisþjónustu sjaldnar. Gerir þá ekkert til að heilbrigðisþjónustan verði dýrari og dýrari á meðan gæðin standa í stað eða versna? Það má vel vera. Kannski er mikilvægara fyrir suma að ríkið stjórni einhverju en að eitthvað sé í lagi.
Geir Ágústsson, 7.6.2017 kl. 10:56
Varðandi meintar rannsóknir Ragnars Vilhjálmssonar, prófessors:
Mér sýnist grundvallarforsenda hans sé sú að kerfið eins og það sé í dag sé gott og að aukin aðkoma einkaaðila muni bara dreifa fjármunum sem fara í að halda uppi kerfinu eins og það er í dag. Með slíkri forsendu má sennilega draga margar niðurstöður en ég vona að menn sjái að hún er úr takti við raunveruleikann, þar sem breytingar eiga sér stað endalaust. Hvað nú ef t.d. það tekst að framleiða vélmenni sem geta leyst 90% af verkefnum hjúkrinarfræðinga af hólmi? Rannsóknir sem telja fjölda hjúkrunarfræðinga munu missa marks. Einnig þær sem mæla fjölda manntíma með sjúklingum eða fjölda viðtalstíma. Hvað ef það tekst að lækna krabbamein með einni ódýrri pillu eftir 10 ár? Rannsókn sem mælir fé til krabbameinsmeðferða missa marks. Og svona má lengi telja.
Geir Ágústsson, 7.6.2017 kl. 11:01
Ég hef verið í heilbrigðiskerfinu í USA í yfir 40 ár, tryggingar voru í raun hluti af kaupinu (hlunindi)þegar ég var við vinnu. Fyrirtækið borgaði tryggingarnar og ef ég þurfti að fara til læknis þá kostaði það $25. Þegar ég þurfti á blöðruhalskyrtils krabba aðgerð, þá hefði ég þurft að borga $25, þó svo að aðgerðin kostaði um $25,000.
Þegar ég varð 65 ára þá varð ég að fara á ríkis heilbrygðiskerfið MediCare, sem er í raun mjög svipað og islenzka heilbrigðiskerfið. Þarf að borga töluvert hærri gjöld ef ég þarf t.d. á krabbaaðgerð að halda, svipað og krabbasjúklingar á Íslandi. En ég er með tryggingu, það sem MediCare borgar ekki, það borgar tryggingafélagið.
Eitt get ég sagt að ég hef ekki þurft að bíða eftir aðgerð í yfir 2 ár eins og sumir ættingjar mínir hafa þurft að gera á Islamdi. Alltaf getað fengið mín mein og aðgerðir gerðar sömu viku og meinið gerði vart við sig.
Hvernig íslenska kerfið er í öðru sæti er óskiljanlegt, því að ef islenzka kerfið er svona gott af hverju eru íslenskir sjúklingar að koma til USA til læknis, kerfi sem er í 35. sæti.
Furðulegt þegar fólk eins og Ásmundur eru að tjá sig um hluti sem það veit ekkert um.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.6.2017 kl. 19:22
Ef bandaríska heilbrigðiskerfið er ekki fyrirmynd þeirra sem aðhyllast einkarekstur, hver er þá fyrirmyndin?
Það er í góðu lagi að eftirspurn aukist þegar verið er að leysa vanda. Húsnæði fyrir fólk sem annars byggi á götunni er slík lausn á vanda.
Vandi fólks felst ekki bara í skorti. Hann felst einnig í ofgnótt. Margir eiga mun meira en þeir hafa gott af. Þeir fyllast græðgi því að mikið vill meira. þeir ánetjast gjarnan alls konar fíknum vegna þess að þeir hafa efni á því.
Með háum skatti á þá tekjuhæstu og auðugustu er hægt að jafna þennan mun öllum til hagsbóta þegar upp er staðið. Það er kerfið sem veldur þessum mun. Það er því ekki bara sanngjarnt heldur nauðsynlegt að leiðrétta hann að verulegu leyti.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 21:43
Af hverju eru sjúklingar í númer 2 heilbrigðiskerfi að fara til USA sem hefur númer 35 heilbrigðiskerfi? T.d. eins og Ingibjörg Sólrún Samfó kerling.
Ekki var það af þvi að Samfó kerlingin fór á ríkissjúkrahús heldur fór hún á einkasjúkrahús, sem sagt í hendur græðginnar. Af hverju gerði Samfó kerlingin það?
Ásmundur minn þú bullar og bullar um hluti sem þú veist lítið sem ekkert um.
Heilbrigðiskerfið í USA þekki ég vel, enda hef ég og mín fjölskylda þurft að nota þetta stór glæsilega heilbrigðiskerfi í yfir 40 ár.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.6.2017 kl. 22:40
Getur verið að ástæðan fyrir því að Ísland kom svona vel út úr umræddri könnun, en Bandaríkin illa, sé sú að opinber heilbrigðisþjónusta hefur hefur allan hag af því að lækna sína sjúklinga sem fyrst og losna við þá en einkarekin þjónusta hefur hag af því að halda í þá sem viðskiptavini sem allra lengst?
Ásmundur (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 07:11
Það eru fleirri hundruð islendingar sem hafa geyspað golunni af því að þau komust ekki á sjúkrahús, voru í biðröð.
Það var eldri maður sem kom í Útvarp og tjáði hlustendum að hann hafi þurft að borga fyrir blaðrasókn Kr. 1.650 og svo þurfti hann að borga lækninum Kr. 6.730 til að segja honum hvað er að, ef það er eitthvað að.
Já þetta er nú fría heilbrigðiskerfið á Íslandi sem að ríkið rekur.
Einkageirinn hér í USA semdir sjúklinga heim of fljótt að mínu mati, þannig að þetta er bara annar þvættingur um málefni sem þú veist lítið ef ekki ekkert um.
Haltu þér við ESB ruglið, það fer þér bezt Ásmundur.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.6.2017 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.