Baráttan byrjar á heimavelli hryđjuverkamanna

Ţađ hefur vćntanlega ekki fariđ framhjá neinum ađ nćstum ţví öll hryđjuverk á Vesturlöndum undanfarin ár eru framin af fólki sem á rćtur ađ rekja til Miđausturlanda. 

Vonandi átta margir sig líka á ţví ađ margir hafa falliđ í árásum vestrćnna ríkja í Miđausturlöndum. Miklu, miklu fleiri en hafa falliđ í hryđjuverkaárásum á Vesturlöndunum sjálfum.

Slíkar árásir réttlćta ekki málstađ hryđjuverkamanna, en ţćr auđvelda ţeim ađ manna sig og fjármagna. 

Vesturlönd eiga ađ draga alla sína hermenn út úr Miđausturlöndum hiđ fyrsta og taka upp frjálsa verslun viđ ţau í stađinn. Olían er nánast ţađ eina sem Miđausturlönd hafa upp á ađ bjóđa og hún er fallin í verđi enda er frambođ af olíu frá öđrum heimshlutum orđiđ töluvert.

Hiđ lága olíuverđ hefur nú ţegar sett fjármögnun miđausturlenskra hryđjuverkamanna í ákveđiđ uppnám. Ţađ er gott. 

Áđur en olían fór ađ streyma frá Miđausturlöndum var ţađ svćđi svo ađ segja merkingarlaust fyrir umheiminn. Ţar tókust á einhverjir ćttbálkar sem skiptust á ađ kúga hvern annan en svipađa sögu má segja af Afríku. Svona var stađan í Suđaustur-Asíu áđur en ţađ svćđi tengdi sig viđ umheiminn, tók upp frjálsari verslun, auđgađist međ viđskiptum og gátu af sér millistétt sem hafđi ţrek og fjármagn til ađ heimta frjálsara stjórnarfar.

Ţađ er gott ađ ákveđin arabaríki séu nú byrjuđ ađ beita önnur slík ţrýstingi til ađ ţau láti af stuđningi viđ hryđjuverkasamtök, ýmist beinan eđa óbeinan. Baráttan byrjar á heimavelli. Ađ loka landamćrum til Vesturlanda dugir skammt og má líkja viđ ađ berjast viđ einkennin en ekki sjúkdóminn.

Vesturlönd ţurfa ađ ađstođa í baráttunni gegn hryđjuverkasamtökum ţví ađ hćtta ađ hegđa sér eins og slík sjálf. Vesturlönd eiga ađ hćtta ađ senda vopn og lifandi sprengjur inn í Miđausturlönd og hćtta ađ senda hermenn úr eigin röđum ţangađ inn.

Miđausturlönd eru alls ekki dćmd til ađ vera fátćkt óeirđarsvćđi. Ríki eins og Jórdanía eru stađfesting á ţví. Ţau ţurfa hins vegar ađ byrja á tiltekt í eigin garđi. Og kannski hvíla sig á lestri Kóransins eins og bókstaflegs leiđbeiningabćklings. 


mbl.is Slíta stjórnmálasambandi viđ Katar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband