Baráttan byrjar á heimavelli hryðjuverkamanna

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að næstum því öll hryðjuverk á Vesturlöndum undanfarin ár eru framin af fólki sem á rætur að rekja til Miðausturlanda. 

Vonandi átta margir sig líka á því að margir hafa fallið í árásum vestrænna ríkja í Miðausturlöndum. Miklu, miklu fleiri en hafa fallið í hryðjuverkaárásum á Vesturlöndunum sjálfum.

Slíkar árásir réttlæta ekki málstað hryðjuverkamanna, en þær auðvelda þeim að manna sig og fjármagna. 

Vesturlönd eiga að draga alla sína hermenn út úr Miðausturlöndum hið fyrsta og taka upp frjálsa verslun við þau í staðinn. Olían er nánast það eina sem Miðausturlönd hafa upp á að bjóða og hún er fallin í verði enda er framboð af olíu frá öðrum heimshlutum orðið töluvert.

Hið lága olíuverð hefur nú þegar sett fjármögnun miðausturlenskra hryðjuverkamanna í ákveðið uppnám. Það er gott. 

Áður en olían fór að streyma frá Miðausturlöndum var það svæði svo að segja merkingarlaust fyrir umheiminn. Þar tókust á einhverjir ættbálkar sem skiptust á að kúga hvern annan en svipaða sögu má segja af Afríku. Svona var staðan í Suðaustur-Asíu áður en það svæði tengdi sig við umheiminn, tók upp frjálsari verslun, auðgaðist með viðskiptum og gátu af sér millistétt sem hafði þrek og fjármagn til að heimta frjálsara stjórnarfar.

Það er gott að ákveðin arabaríki séu nú byrjuð að beita önnur slík þrýstingi til að þau láti af stuðningi við hryðjuverkasamtök, ýmist beinan eða óbeinan. Baráttan byrjar á heimavelli. Að loka landamærum til Vesturlanda dugir skammt og má líkja við að berjast við einkennin en ekki sjúkdóminn.

Vesturlönd þurfa að aðstoða í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum því að hætta að hegða sér eins og slík sjálf. Vesturlönd eiga að hætta að senda vopn og lifandi sprengjur inn í Miðausturlönd og hætta að senda hermenn úr eigin röðum þangað inn.

Miðausturlönd eru alls ekki dæmd til að vera fátækt óeirðarsvæði. Ríki eins og Jórdanía eru staðfesting á því. Þau þurfa hins vegar að byrja á tiltekt í eigin garði. Og kannski hvíla sig á lestri Kóransins eins og bókstaflegs leiðbeiningabæklings. 


mbl.is Slíta stjórnmálasambandi við Katar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband