Ríkisreksturinn er eintóm tímabundin átaksverkefni

Á Íslandi þarf að bíða eftir mörgu. Einu sinni beið ég í 2 klukkutíma eftir að geta endurnýjað vegabréf sonar míns. Sjúklingar þurfa að bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir meðferð og aðgerðum. Foreldrar bíða lengi eftir dagvistarplássum fyrir börn sín.

bidlistarEn það þarf ekki að bíða eftir öllu. Yfirleitt er hægt að komast fljótt að í dekkjaskipti. Ekki þarf að bíða lengi eftir afgreiðslu í gleraugnaverslun. Og undanfarin ár hefur ekki verið mikil bið eftir heyrnamælingu. En svona var það ekki alltaf.

Einu sinni þurftu heyrnaskertir að bíða í löngum röðum eins og sjúklingar og vegabréfsumsækjendur. En svo var gerð lagabreyting. Ekki var lengur bannað að bjóða upp á heyrnamælingar og sölu heyrnatækja. Ríkið hélt áfram að mæla heyrn og selja heyrnatæki en hætti einfaldlega að banna öðrum að gera það sama. 

Og hvað gerðist? Jú, biðlistarnir gufuðu upp! Margir fóru úr hinni opinberu röð og yfir í hina sem var rekin af einkaaðilum. 

Af hverju má ekki stíga svipað skref í allri annarri heilbrigðisþjónustu? Af hverju eiga bara sjóndaprir og heyrnaskertir að njóta þess munaðar sem frjáls markaður er, í hið minnsta sem valkost fyrir þá sem vilja og geta? 


mbl.is 13 milljónir fyrir aðgerðir erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband