Úlfur, úlfur

Höfum eitt á hreinu: Svokallaðir umhverfisverndarsinnar eru ekki að fara bjarga umhverfinu. Það eina sem þeir hafa fram að færa eru dómsdagsspádómar og svona hefur það verið undanfarna áratugi, eða síðan sósíalistar misstu Sovétríkin sín og þurftu að finna nýtt barefli til að berja á frjálsum markaði með.

Þar með er ekki sagt að mengun sé góð og að hún sé sjálfsögð. Henni má hins vegar stilla í hóf með öðrum leiðum en dómsdagsspádómum. Til dæmis mætti gefa landeigendum aukið svigrúm til að lögsækja þá sem spilla eignum þeirra, hvort sem það er með sótögnum eða eiturefnum.

Svo má nú til gamans geta að mörg af þessum háfleygu yfirlýsingum stjórnmálamanna hefur nú þegar verið náð, án aðkomu þeirra, t.d. í sjávarútvegi. Og á Íslandi er nóg að moka í skurði til að ná öllum markmiðum stjórnmálamanna um minnkandi losun. 

Sé mönnum alvara að það þurfi að minnka útblástur á heimsvísu er raunhæfast að gera olíu og gas aðgengilegt fyrir þá sem nota kol í dag, og gera þá sem nota kol ábyrga fyrir þeirri sótmengun sem hlýst af kolabruna. 


mbl.is Þurfum líklega að draga úr um 35-40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"The world would be better if we used more fossil fuels"

https://www.youtube.com/watch?v=vu6637cjk8A

"How Coal Improves Our Environment"

https://www.youtube.com/watch?v=KET-lghduGg

R (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 19:16

2 identicon

Þú ættir að breyta skilgreiningu sjálfs þín úr "Sjálfkrýndur sérfræðingur um samfélagsmál" í t.d. "Sjálfkrýndur vitleysingur um samfélagsmál". Væri nær sanni.

Nonni (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 17:32

3 identicon

Hér er mynd af öðrum einstaklingi sem eitt sinn kallaði Geir "vitleysing":

https://i.redd.it/ji3un3srg4xy.jpg

R (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 18:59

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það truflar mig ekkert að vera kallaður vitleysingur, sér í lagi ekki ef það kall kemur úr búðum dómsdagsspámanna sem spá engu rétt. Það er svona eins og að vera kallaður vitleysingur fyrir að segja Jörðina kúlulaga á tímum þar sem viðtekin skoðun var sú, meðal fremstu sérfræðinga og ráðamanna þess tíma, að Jörðin væri flöt. 

Geir Ágústsson, 14.5.2017 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband