Hið opinbera nýtir kortaheimildina í botn

Það þurfa allir að lesa þessa frétt. Þarna er bent á að ríkisvaldið er að þenjast hraðar út en í aðdraganda 2008, og á þeirri forsendu að það verði blússandi hagvöxtur á Íslandi næstu mörgu árin.

Ríkið er að dæla fé í alla málaflokka og stjórnarþingmenn vonast væntanlega til þess að þagga allar óánægjuraddir með þeim hætti. Þeim verður samt ekki að ósk sinni. Krakki í dótabúð sem fær allt sem hann biður um hættir ekki að suða. Hann heldur áfram að suða þar til hann þarf að borga brúsann sjálfur eða er búinn að gera foreldra sína gjaldþrota.

Og þeir eru margir krakkarnir í dótabúð ríkisins: Verkalýðsfélög, yfirmenn opinberra stofnana, allskyns áhugamannahópar og auðvitað sósíalistar sem vilja stærra ríkisvald, nú fyrir utan alla nemendurna, sjúklingana og þess háttar. 

Um leið eru skattgreiðendur festir í snöruna og um leið og eitthvað bjátar á verður stólnum sparkað undan fótum þeirra. 

Núna er verið að vara yfirvöld við með mjög málefnalegum rökum. Ætla þau að hlusta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband