Góður valkostur við dómskerfið

Þeir sem hafa lent í dómsmáli á einn eða annan hátt vita að það er langdregið ferli, dýrt, ómarkvisst og svifaseint og fyrir marga jafnvel óréttlátt að lokum. Kannski er kerfið svona með vilja gert. Það á ekki að vera létt að draga neinn fyrir dómstóla og að mörgu þarf að gæta. Á Íslandi er réttarkerfi og menn á að dæma samkvæmt lögum og það getur tekið tíma. Ekki bætir úr skák að lögin eru meira og minna óskiljanleg og marga sérfræðinga þarf til að komast að einhverri niðurstöðu jafnvel þótt óréttlætið blasi við. 

En þá er gott að það eru til valkostir við dómskerfið. Í Bandaríkjunum er lengri hefð fyrir slíku en á Íslandi. Þar hafa sjálfstæðir sáttamiðlarar lengi starfað og vinsældir þeirra fara vaxandi (þótt ríkið reyni vitaskuld að kremja þá þar sem það getur, enda ekki hrifið af samkeppni). Fólk leitar til þeirra af mörgum ástæðum: Það getur verið ódýrara, skilvirkara og gegnsærra ferli að nota sáttamiðlara, sumir vantreysta dómstólunum og sumir vilja bara fá aðstoð þriðja aðila til að hlusta á alla deiluaðila og mæla með lausn. Í sumum tilvikum bjóða sáttamiðlarar upp á sérþekkingu og reynslu sem er ekki að finna meðal jakkafatanna í lögfræðiheiminum og hvað þá meðal dómara sem hafa ekki haft aðra vinnu í áratugi. 

Og svo er auðvitað það sem mér finnst best við allt þetta: Sáttamiðlarar eru hér að bjóða upp á þjónustu í samkeppnisrekstri og sem valkost við dómskerfi ríkisins. Hérna geta því bæði einstaklingar og fyrirtæki valið um eitthvað annað en svifaseint ríkisbatteríið. Sögulega, og áður en ríkið tók að sér einokun á úrskurðarvaldinu, er ekkert nýtt við þetta. Það er engin nauðsyn að ríkið reki dómstóla, þótt fyrir því sé hefð. Dómarar verða ekkert minna daufir af einokun en hvert annað ríkisfyrirtækið. Lélegur dómari heldur áfram að vera dómari. Lélegur sáttamiðlari missir vinnuna. Góður sáttamiðlari verður vinsæll og virtur.

Ég vona að sáttamiðlarar fái góða fótfestu á Íslandi og verði að raunverulegum valkosti við dómskerfið, og muni jafnvel með tíð og tíma geta leyst það af hólmi


mbl.is Eiga ekki öll heima í dómskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband