Fréttir um hættuna við stjörnur að reykja hættulegri en reykingar

bpHvenær tók einhver upp sígarettu í fyrsta skipti og kveikti í af því einhver kvikmyndastjarna sást reykja á skjánum eða í tímariti eða á netinu? Ég bíð spenntur eftir að einhver sýni mér raunverulega rannsókn sem sýnir að þessi áhrif stórstjarnanna séu svona mikil.

Ég held að flestir byrji að reykja af því einhverjir í vinahópnum reykja. Skiptir þá engu máli hvort einhverjar stjörnur reykja á klósetti eða ekki. Hver nennir svo að reykja inni á klósetti? Fæst klósett ilma af dýrum ilmvötnum og eru full af ölvuðum fyrirsætum.

Segjum svo að einhver finnist viðkomandi þurfa að eyða stórfé í ávanabindandi efni, hætta heilsu sinni og lykta illa. En nei, tóbakið sést ekki í búðinni og engin stórstjarna sést reykja í tímaritunum. Hættir þessi manneskja við að hefja reykingar? Nei. 

Segjum sem svo að einhver hafi alla tíð ákveðið að reykja ekki. Svo birtist allt þetta tal um að sígarettur megi hvergi sjást, hvorki í búðum né á myndum. En spennandi! Þetta er eitthvað sem fer í taugarnar á einhverjum predikurum! Best að hefja reykingar!

En kannski þurfa menn bara að sætta sig við að ef þeir vilja búa í frjálsu samfélagi þá þarf að leyfa öðrum að gera eitthvað, þótt það sé þeim hættulegt eða dýrt. Þeir sem vilja fórna öllu fyrir heilsu allra fórna um leið frjálsu samfélagi og geta allt eins kallað sig fasista. 


mbl.is Stjörnur gagnrýndar fyrir reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk vill hafa hlutina einfalda, það vill kenna einhverjum ákveðnum um - einhverri táknmynd, ef ekki art Pitt þá Satan, og því finnst það koma að einhverju gagni að banna eitthvað.

Það er tímasóun að reyna að tala um fyrir fólki, það hefur alltaf verið svona, og mér þætti undarlegt (og jákvætt) ef það tæki uppá því að breytast. 

Ásgrímur Hartmannsson, 4.5.2017 kl. 22:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já, blórabögglar koma oft í stað sjálfstæðrar hugsunar, því miður. 

Geir Ágústsson, 5.5.2017 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband