Þriðjudagur, 25. apríl 2017
Ekki-frétt
Af hverju telst það til frétta að einhverjir einstaklingar séu að setja vökva í hylki, hita hann upp og anda að sér? Er verið að reyna hræra í tilfinningum fólks og biðla til ríkisins um að siga lögreglunni á enn fleiri ungmenni sem hafa ekki gert nokkrum manni mein?
Límtúpurnar hafa jú alltaf fundist í hillum allra verslana. Þær innihalda efni sem gufar upp og þá uppgufun má sjúga fast upp í nefið á sér til að fara í vímu. Á það þá að vera daglega í fréttunum?
Svo er líka hægt að kaupa handspritt og appelsín, blanda saman og drekka til að komast í ölvunarástand. Væri þá ekki skárra að hleypa fólki í venjulegt áfengi? Nei, það er helst í ekki-fréttum að afnám ríkiseinokunar á áfengissölu sé slæmt fyrir heilsu þjóðar!
Nú þegar hafa ákveðnir stjórnmálamenn lýst því yfir að rafretturnar eigi að gera svo gott sem óaðgengilegar og þannig að síðri kosti fyrir þá sem vilja hætta að reykja tjörublandaðan tóbaksreyk. Niðurstaðan verður líklega sú að tjörublandaði tóbaksreykurinn verður áfram fyrir valinu.
Stjórnmálamenn eru líka upp til hópa ákveðnir í að halda fíkniefnaframleiðslu, -sölu og -dreifingu í undirheimunum þar sem finnast hvorki innihaldslýsingar né aldurstakmörk. Um leið haldast öll fangelsi full af óhörðnuðum ungmennum sem komast í þjálfun hjá hörðustu glæpamönnum landsins í götuslagsmálum.
Blaðamenn þurfa aðeins að temja sér sjálfstæða hugsun og hugleiða neikvæð áhrif af öllum þessum ríkisafskiptum af því sem fólk ákveður að setja í eigin líkama.
Kannabisvökvi á rafrettur í umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ljóslega vörukynning.
Verst ég er ekki í þessu sjálfur... svo ég veit ekkert. Og gaurinn sem ég þekki sem er á kafi í þessu fór eitthvert.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.4.2017 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.