Dimmi bletturinn á gervihnattarmyndinni

Norður-Kórea er ríki sem kitlar ímyndunarafl okkar. En höfum eitt á hreinu: Þarna er fólk brytjað niður ef það hegðar sér ekki að hætti stjórnvalda, og ef þú stendur og nýtur sólarinnar í stað þess að strita á ökrunum þá er það bara af því hermennirnir leyfa þér það, beint eða óbeint.

Mynd frá: https://www.quora.com/Why-if-a-North-Korean-defector-crosses-the-border-at-the-Joint-Security-Area-they-get-shot-but-if-they-go-through-China-theyll-be-welcome-in-S-KoreaNorður-Kórea gætir landamæra sinna með tveimur landamæravörðum sem horfa á hvorn annan. Ef annar þeirra reynir að stinga af yfir landamærin er það hlutverk hins að skjóta hann. Stundum eru landamæraverðirnir þrír. Sá þriðji hefur það hlutverk að koma í veg fyrir að fólk flýi frá Norður-Kóreu.

Í Norður-Kóreu sýkist fólk eða blindast vegna meina sem tekur 5 mínútur að lagfæra á Vesturlöndum. 

Í Norður-Kóreu eru fangabúðir sem þekja gríðarmikið landflæmi. Þangað eru sendir þeir sem af einhverjum ástæðum hafa móðgað yfirstjórnina. Til dæmis lenda fjölskyldur þeirra sem flýja land í slíkum fangabúðum.

Reglulega blossa upp hungursneyðir í Norður-Kóreu. Enginn í yfirstjórn ríkisins sveltur. Nei, það er almenningur sem tekur höggið á sig. 

Fólki er stjórnað með blöndu af ægilegum aga og gríðarlegum ótta. Lífið þarna er ekki gott fyrir neinn. Þótt bláeygðir ferðamenn sjái bændur standa í sólinni og brosa og veifa þá breytir það engu. Þetta er nákvæmlega sama fólk og býr í Suður-Kóreu en er fast á myrkum miðöldum. Norður-Kórea er dimmi bletturinn á gervihnattamyndunum, og svarti bletturinn á landakortinu á alla hugsanlega vegu.

Ég legg til að við hættum að draga úr því hvað almenningur í Norður-Kóreu hefur það skítt.


mbl.is Hlupu maraþon í Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband