ESB grýtir sína eigin höfn

Evrópusambandið ætlar ekki að hefja viðræður um viðskiptasamband þess við Breta fyrr en Bretar eru búnir að rífa sig aðeins lausari frá sambandinu. Bretar vilja hefja slíkar viðræður strax. Þetta kemur ekki á óvart.

Evrópusambandið er með eindæmum lélegt og svifaseint og svo troðfullt af mótsagnarkenndum hagsmunum að það má líkja því við ósyndan mann að reyna synda yfir sundlaug. Allt buslið og hamagangurinn dugir kannski til að halda því á floti en því verður lítið ágengt, og lokaniðurstaðan er fyrirsjáanleg: Að sökkva til botns og drukkna.

Bretar taka á meðan við beiðnum um fríverslunarsamninga við ríki um víða veröld. Heimurinn er loksins að opnast fyrir Bretum á ný. Þeir voru heimsmeistarar í verslun á sínum tíma og kunna því leikinn. Efnahagslegur styrkur er mikilvægari en bein yfirráð og það hafa Bretar líka lært. Dyr eru því að opnast fyrir þeim á meðan Evrópusambandið heldur sínum læstum.

Það sem mun gerast er eftirfarandi:

- Bretar og Evrópusambandið fara í hægfara, varfærnar og ómarkvissar viðræður um viðskiptasamband sitt

- Bretar gera fríverslunarsamninga við fjölda ríkja, þar á meðal Ástralíu, Bandaríkin og EES-ríkin

- Evrópusambandið heldur áfram að molna að innan. Þess er ekki lengi að bíða þar til Hollendingar, Frakkar og jafnvel Írar fara í sínar eigin þjóðaratkvæðagreiðslur um mögulega úrsögn. Rússar byrja líka að kroppa í áhrif frá austustu hlutum Evrópusambandsins

- Bretland heldur áfram að styrkjast efnahagslega, og þótt einhver bankastörf og önnur pappírsvinna fari úr landi mun það litlu breyta fyrir þá

Evrópusambandið var tilraun með góðan ásetning sem fékk góða byrjun en hlýtur hörmulegan endi. 


mbl.is ESB verður ekki við ákalli May
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein og sönn.

Valdimar Samúelsson, 31.3.2017 kl. 09:44

2 identicon

Bull grein eins og Valdi staðfestir með ummælum sínum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 10:06

3 identicon

Draumórar án nokkrar raunveruleikatengingar. Það er þegar vitað að Bretar missa hlutverk sitt sem fjármálamiðstöð Evrópu og að bankar, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög eru að flytja höfuðstöðvar og megin starfsemi frá Bretlandi. Samsetningarverksmiðjur bifreiðaframleiðenda og framleiðendur íhluta eru að undirbúa flutning og þá leggst bifreiðaiðnaður af í Bretlandi og samdráttur verður í annarri iðnframleiðslu. Skotar hugsa sér að slíta sig frá Bretlandi og taka með sér olíutekjurnar. Bretland heldur áfram að veikjast efnahagslega og bjartsýnustu spár gera ekki ráð fyrir neinum batamerkjum fyrr en um miðjan næsta áratug. ESB hefur aldrei verið sterkara og heldur bara áfram að styrkjast þrátt fyrir margra ára spár um yfirvofandi endalok. Brotthvarf Breta breytir þar engu.

Gústi (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 10:50

4 identicon

Gústi

Bretland mun vera betra útan ESB, sem er að rotna. ESB stjórnmálamenn tekur mikla meira laun en Breskur prime minister, en borga bara 16% skatt. Svona er lífið þegar þú ert í það unelected stjórnmálamaður klubbur  ESB.

Bretlandi verður ekki síðasta land til að brýt sig út.

Merry (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 12:34

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þvermóðska ESB-elítunnar kemur ríkjum Evrópusambandsins í koll. ESB ríkin þurfa ekki síður á viðskiptum við Breta að halda en fyrir Breta að eiga viðskipti við ESB ríkin.

Evrókratar virðast ekki kunna annað en að vera leiðinlegir, hótandi þeim sem ekki beygja sig og bukta fyrir þeim. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að þeirra tími er senn að renna sitt skeið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.3.2017 kl. 13:43

6 identicon

Já Tómas

Því fyrr því betra

Merry (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 20:57

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú vafasamt að byggja mikið á þessari frétt mogga.  Það er nú meira í þessu en þarna kemur fram og það miklu mun meira.  Stóra fréttin, ef menn ætluðu að fjalla efnislega og af viti um umrætt atriði, - er ótrúleg framkoma breta og furðutækni í viðræðum.  En jú jú, sýnir sjálfsagt vel hvernig stíl bretar hafa í öllu svona.  Þeir eru alveg ís-kaldir og má eiginlega segja að þeir reyni að grýta sína bestu vini sem er ESB.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2017 kl. 02:12

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Það þarf held ég enginn að hafa áhyggjur af Bretum. Þeir kaupa miklu meira frá ESB en þeir kaupa frá ESB og fara bara með viðskipti sín annað ef viðskiptahindranir við ríki utan ESB heldur áfram að vera mantra ESB. Það stefnir líka í að fyrirtækjaflóttinn frá Bretlandi verði miklu minni en verstu svartsýnisspár kváðu á um, og verði aðallega þess eðlis að fyrirtæki með höfuðstöðvar í Bretlandi opni dótturfyrirtæki innan ESB til að tryggja aðgang að mörkuðum ef viðskiptahindranir verða of stífar, sem er ekkert víst en gæti alveg orðið.

Það er svo athyglisvert að sjá suma telja það muni styrkja ESB að missa stórkaupanda að vörum og þjónustu frá ESB á meginlandinu út úr sambandinu. En gott og vel, vonum það besta. 

Bretar voru ríkir áður en þeir fundu olíu í Norðursjó og geta haldið áfram að vera það þegar olían klárast, og hið sama gildir um Danmörku, Holland og önnur ríki við Norðursjó. Hráefni hafa sjaldan verið ávísun á auð og þaðan af síður fyrir velsæld almennings. Frjáls verslun er það hins vegar, og Bretar virðast hafa skilið það. 

Geir Ágústsson, 1.4.2017 kl. 05:49

9 identicon

Að Bretar fari bara með viðskipti sín annaðen og missa góð kjör inn á ríkasta markaðssvæði í heimi er ekki hagstæður leikur. Viðskipti milli ESB og Bretlands leggjast ekki af, eins og andstæðingar ESB vilja halda fram, þau breytast bara og verða ekki eins hagstæð fyrir Breta. ESB er ekki að missa stórkaupanda að vörum og þjónustu frá ESB. Stórkaupandinn er bara ekki að fá eins hagstæð kjör og áður.

Dótturfyrirtæki innan ESB tryggja ekki aðgang að þeim markaði á bestu kjörum. Aðeins framleiðsla innan ESB tryggir þann aðgang. Og Bresk fyrirtæki sem vilja selja á ESB svæðinu þurfa eftir sem áður að uppfylla allar reglur og staðla sem ESB setur sama hvar varan er framleidd. 

Það stefnir líka í að fyrirtækjaflóttinn frá Bretlandi verði ekki minni en spár kváðu á um, og vikulega bætast við starfsgreinar sem huga á flutning. Hugbúnaðargeirinn nú síðast, geiri sem byggir mikið á frjálsu flæði starfsfólks. Hagræði flutnings starfa frá Bretlandi verður æ fleirum augljósari með hverjum deginum. Framleiðsla á markaðssvæðinu verður hagstæðari en utan þess.

Hráefni hafa oft verið ávísun á auð og fyrir velsæld almennings. Fiskurinn okkar, heita vatnið og olía Norðmanna eru nærtæk dæmi. Missir olíunnar hefur áhrif á fjárhag Breta og hag almennings. Eitt og sér væri það ekki áhyggjuefni en sem eitt af þúsundum atriða í potti óhagstæðra afleiðinga verður það ekki hundsað sem léttvæg undantekning.

Útganga Breta er miklu frekar einangrun þeirra frá markaðssvæðum og afnám á frjálsri verslun og viðskiptum Breskra fyrirtækja en nokkuð annað. Bresk fyrirtæki geta í besta falli vonast til að Brexit skaði þau ekki mjög mikið. Nær ekkert Breskt fyrirtæki sér fram á hagstæðara rekstrarumhverfi eftir útgöngu. Við getum aðeins vonað að Bretum takist að lágmarka skaðan.

Gústi (IP-tala skráð) 1.4.2017 kl. 14:18

10 identicon

Gústi (IP-tala skráð) 1.4.2017 kl. 14:33

11 Smámynd: Aztec

Þetta er rétt hjá þér, Geir. Brezka hagkerfið mun styrkjast meðan ESB mun halda áfram að rotna innan frá. Alveg eins og fyrirrennarar ESB, þ.e. Þriðja ríkið og Sovétríkin hrundu í lokin því að þau voru, líkt og ESB byggð á fasisma, einræði og valdalausum, innlimuðum ríkjum. Til að byrja með munu þýzkir bílaframleiðendur verða fyrir miklu tapi, þar eð Bretland er stærsti markaður þeirra utanlands. Með fjölda nýrra tvíhliða viðskiptasamninga við ríki utan sambandsins mun Bretland verða fyrirmynd annarra aðildarríkja sem einnig vilja fá frelsi.

Bretland hefur greitt mikið meira í botnlausa hít sambandsins en þeir hafa fengið tilbaka. Þess ber að geta að Bretar hafa sjálfir lítil áhrif á hvað styrkir frá ESB fara í. Þessi hundruð milljarða sem þeir greiða árlega til sambandsins munu þeir spara. Og það munar um minna. Auk þess munu þeir fá full yfirráð yfir landamærunum og fiskveiðiauðlindum sínum. Brexit verður þungur róður fyrir sambandið og mun vonandi sundra því endanlega.

Skv. nýlegri frétt í Mbl hefur hlutfall þeirra sem vilja fara úr sambandinu aukizt til muna síðan 23. júní sl., þvert á spá ESB-sinnanna þar í landi (the Remainers), sem tönnluðust sífellt á því að margir af þeim sem vildu segja sig úr hefðu "iðrazt" eða "ekki skilið neitt" og heimtuðu þess vegna aðra þjóðaratkvæðagreiðslu í bezta ESB-stíl. Þessu var öfugt farið. Í viðtölum við ESB-sinnana, sem sýnd hafa verið, hafa Remainers (jafnvel Labour og LibDem þingmenn) sýnt af sér algjöra vanþekkingu á öllu sem varðar bæði þjóðaratkvæðagreiðsluna og sambandið í heild sinni og haft málstað sem þeir gátu ekki varið.

Góðar stundir.

- Pétur D.

Aztec, 1.4.2017 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband