Enn of langur dagur hjá skattinum

Í frétt segir:

Frá og með mánudeginum 3. apríl verður afgreiðslutíma Ríkisskattstjóra breytt og lokar skrifstofan klukkan tvö á föstudögum og hálffjögur aðra virka daga.

Þetta er ekki nógu mikil stytting. Ég legg til að afgreiðslutíminn verði styttur niður í 2 klst fyrir hádegi á mánudögum.

En bíða þá ekki margar fyrirspurnir eftir afgreiðslu og mörgum spurningum skattgreiðenda er ósvarað? Kannski, en þá þarf að einfalda skattkerfið og lækka skatta þar til 2 klst afgreiðslutími fyrir hádegi á mánudögum er nóg fyrir alla.

Allir starfsmennirnir mega halda fullum launum mín vegna. Það er ódýrara fyrir almenning að hafa einfalt og hófsamt skattkerfi en flókið og heimtufrekt skattkerfi, nánast sama hvað starfsmenn Ríkisskattstjóra eru margir. 

Nú er bara að hefjast handa!


mbl.is Styttri vinnuvika hjá skattinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nauðsynlegar breytingar í skattheimtu til að byggja upp innviðina krefjast meiri mannafla. Sá kostnaðarauki sem því fylgir skilar sér margfalt tilbaka.

Stóreignaskattur í þrepum, fleiri tekjuskattsskattþrep, hærri skattur á fyrirtæki, einkum stóriðjufyrirtæki, meira skattaeftirlit ofl eru nauðsynleg til að bæta lífskjör. Slíkar skattabreytingar munu ekki snerta almenning, aðeins þá tekjuhæstu og stóreignafólk.

Við eigum að taka okkur til fyrirmyndar þau lönd þar sem lífskjör eru best í heiminum. Það vill svo til að það eru okkar nágrannalönd sem við erum í mestum skyldleika við. Við eigum að líta í austur, í vestri eru vítin til að varast.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 13:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það eru í grunninn til tvær leiðir til að útvega sér mjólk:

- Mjólka beljuna til dauða

- Fita beljurnar, fjölga þeim og mjólka þær hóflega

Einu sinni var mér sagt að í Sviss væri tekjuskatturinn helmingurinn af þeim í Svíþjóð en aflaði ríkinu sömu tekna. Í Svíþjóð eru beljurnar mjólkaðar til dauða (Svíþjóð staðnaði fyrir löngu síðan) en í Sviss eru þær fitaðar. 

Að líta of langt til austurs eru mistök sem margir íslenskir vinstrimenn hafa gert. 

Geir Ágústsson, 28.3.2017 kl. 19:58

3 identicon

Ef tekjuskattur í Sviss eru helmingur af tekjuskatti í Svíþjóð þá eru tekjur vegna tekjuskatts helmingi minni í Sviss en í Svíþjóð. Góð afkoma Sviss skýrist fyrst og fremst af skattaskjólsundirboðum og bankaleynd.

Þrátt fyrir gífurlegar tekjur af þessari vafasömu starfsemi eru lífskjör í Sviss ekki betri en í Svíþjóð. Í löndum Evrópu með hátt efsta skattþrep, sem eru miklu fleiri en norðurlöndin, eru lífskjör miklu betri en þar sem efsta skattþrep er lágt. Sviss er reyndar ekki í hópi ríkja með lágt efsta skattþrep.

Lækkun skatta á Íslandi jafngildir því að leggja innviðina í rúst. Er það það sem sjálfstæðismenn stefna að_þvert gegn vilja meirihluta þjóðarinnar? Ef það er ásetningurinn hefur þeim orðið vel ágengt undanfarin ár.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.3.2017 kl. 11:32

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má spurja eins og margir hafa spurt sig:

Ef ríkið styrkti ekki listir, væru þá engar listir?

Ef ríkið byggði ekki vegina, væru þá engir vegir?

Ef ríkið styrkti ekki menntun, væri þá engun menntun?

Ef ríkið framleiddi ekki peninga, væru þá engir peningar?

Menn hafa svo komist að því að allt var þetta til áður en ríkið hrifsaði verkefnin til sín og gerði að féþúfu. Og allt heldur áfram að vera til þótt ríkið dragi saman seglin. 

Og nei, þetta passar ekki:

Ef tekjuskattur í Sviss eru helmingur af tekjuskatti í Svíþjóð þá eru tekjur vegna tekjuskatts helmingi minni í Sviss en í Svíþjóð.

10% af 1000 kr. gefa 100 kr. en líka 20% af 500 kr.

Geir Ágústsson, 29.3.2017 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband