Danska leiðin

Blaðamönnum Morgunblaðsins tókst að þefa uppi einhvern heilbrigðisráðherrann sem hefur áhyggjur af íslenskri lagasetningu. Sömu blaðamenn ættu að reka nefið inn í danska umræðu um áfengissölu líka.

Eða réttara sagt: Algjöra fjarveru slíkrar umræðu.

Danir eru sáttir við sitt fyrirkomulag. Í stuttu máli er það svohljóðandi:

Allar verslanir geta fengið að selja allt áfengi allan opnunartíma sinn. Áfengið má auglýsa með áberandi hætti í öllum miðlum, selja á tilboði og staðsetja hvar sem er í verslununum. Áfengiskaupaaldurinn er 15 ár fyrir áfengi upp að 18% styrkleika og 18 ár fyrir allt annað áfengi. 

En þá segir einhver: Danir eiga við miklu meiri áfengisvanda að stríða en aðrar þjóðir. Og deyja fyrr en aðrir íbúar Vestur-Evrópu.

Það má vel vera, en þeir eru líka hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt sumum mælingum. 

Það er engin ástæða til að lengja líf fólks með því að gera það langdregnara. 

En þá segir einhver: Þetta er þjóðarböl! Viðkomandi getur ekki verið alvara. Hefur einhver séð Íslending sem er nýlentur í Danmörku? Hann er eins og krakki í dótabúð og drífur sig í næstu verslun til að kaupa 700 ml vodkaflösku á því sem svara til um 1500-2000 krónur, nú eða kassa af bjór fyrir í kringum 2000 íslenskar krónur. Sá sem segir að eitthvað sé böl en tekur um leið fullan þátt í því ætti frekar að halda kjafti. 

En þá segir einhver: Íslendingum er kennt að fara vel með áfengi og þökk sé hertu aðgengi og stöðugum hræðsluáróðri og háu verðlagi þá er áfengisneysla Íslendinga betri en annarra. Nei, svona talar enginn. Þvert á móti virðist umræðan á Íslandi sífellt vera um það hvað Íslendingar detta hræðilega illa í það. Um leið vill enginn meina að það sé háu verðlaginu og hræðsluáróðrinum að kenna. Í Danmörku fá menn sé rauðvínsglas með matnum og jafnvel tvö, jafnvel alla daga. Á Íslandi er slíkt til merkis um áfengissýki. Hins vegar er í lagi að hrynja svo rækilega í það um helgar að maginn fer á hvolf. Það er eðlilegt. Á Íslandi.

En þá segir eitthvað: Hvað með börnin! Já hvað með þau? Ekki drekka þau í Danmörku. Unglingar í Danmörku læra að umgangast áfengi og þeirra partý eru bæði rólegri og hófstilltari en þau Íslendingapartý sem ég hef upplifað.

En það tókst að finna heilbrigðisráðherra sem hefur áhyggjur. Viðkomandi til hughreystingar get ég bent hinum norska ráðherra á að það er til góð leið til að finna Íslendinga og Norðmenn í danskri fríhöfn ef maður þarf þess. Það eru þeir sem ganga um með troðfulla, innsiglaða fríhafnarpoka með öllum hugsanlegum tegundum sterks áfengis í.


mbl.is Óttast áhrifin annarsstaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hjartanlega sammála þér, enda bjó ég sjálfur í Danmörku í fjöldamörg ár og ekki varð ég alki af því, nema síður sé. Annars er það þannig, að sterkur bjór er þegar seldur í matvöruverzlunum í Noregi. Aðeins vín eru seld í ríkisreknum verzlunum. Enda norska ríkið með nefið ofan í hvers manns koppi, nema þar sem þörf væri á. Þannig að ágætt væri fyrir Alþingi að taka norska kerfið til fyrirmyndar til að byrja með og leyfa sölu á bjór í matvöruverzlunum, og síðan fara dönsku leiðina með vínsöluna þegar ljóst yrði, að áfengisneyzla hefði ekkert aukizt.

Annars er engin furða að Mogginn skuli hafa þefað uppi einhverja bindindisdúllu í norsku ríkisstjórninni. Mogginn/mbl. er sá fjölmiðill sem er einna mest undirlagður pólítískum réttrúnaði og kominn vel út á vinstri vænginn.

Annars man ég tímana tvenna þegar aðeins var vínsala, með skertan opnunartíma, á þremur stöðum í Reykjavík (og engin í Vestmannaeyjum): Konuríki, Austurríki og Lindinni. Alltaf troðfullt út að dyrum og allir að kaupa sterk vín. Allur bjór bannaður og engin þekking á rauðvínum. Á þeim tíma kunnu Íslendingar ekkert með áfengi að fara og unglingadrykkja í methæðum. Fólk var alltaf að djúsa og var edrú þangað það það varð allt í einu dauðadrukkið af því að þamba Svarta dauða, Ákavíti og Vodka í tíma og ótíma. Þannig að rökfærslur bindindismafíunnar halda ekki vatni.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.2.2017 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband