Hverjir græða á flóknum kjarasamningum?

Víða eru í gildi alveg rosalega flóknir kjarasamningar. Þetta gildir t.d. um grunnskólakennara. Þeir fá ekki grunnlaun fyrir fastan vinnutíma. Nei, þeir fá grunnlaun og síðan allkyns aukagreiðslur fyrir hitt og þetta, t.d. undirbúning, próftímabil og ýmislegt annað. Hver getur lesið þetta skjal og sagt mér hvað grunnskólakennari með 2 háskólagráður og 10 ára starfsreynslu fær í laun? Ekki ég. 

Hið sama gildir um sjómenn. Launakjör þeirra eru háð mörgum þáttum.

En af hverju eru gerðir flóknir kjarasamningar frekar en einfaldir? Fyrir því eru tvær ástæður:

Atvinnurekendur telja sig geta sparað launaútgjöld með því að sundurliða verkþætti og borga svo bara fyrir þá sem eru unnir. 

Til að svara þessu segja allir launþegar að þeir hafi unnið alla hugsanlega verkþætti til að reyna fá sem flesta þeirra útborgaða. 

Launþegar telja sig geta krækt í stærri bita með því að telja hverja tegund handtaks sem sérstakan verkþátt sem þurfi að greiða sérstaklega fyrir.

Til að svara þessu lækka atvinnurekendur greiðsluna fyrir hvern verkþátt svo heildarlaunaútgjöldin haldist viðráðanleg.

Stutta svarið er því: Enginn græðir neitt sérstaklega á flóknum kjarasamningum. Þeir verða bara til þess að refsa þeim duglegustu, sem í raun vinna alla verkþætti og vinna þá betur en aðrir, og verðlauna þá sístu sem vinna lítið og illa en hirða samt stóran launatékka. 

Annar ókostur er að enginn skilur út á hvað kjaraviðræðurnar ganga. Hverja á að hækka í launum og hvers vegna? Af hverju fær þessi svona bónus en ekki hinn? Eru sjómenn með 15 milljónir á ári að krefjast hærri launa eða er verið að reyna draga hina lægri launuða upp, og þá á kostnað hvers í rekstri útgerðarfélaga? 

Best væri ef verkalýðsfélög kæmu sér út úr kjarabaráttu launafólks og leyfðu hverjum og einum að semja út frá ákveðnum viðmiðunum sem frjáls hagsmunasamtök sæju um að útbúa. Svona eins og verkfræðingar. 


mbl.is 15 milljónir fyrir 80 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband