Næsta skref: Afnema virðisaukaskatt (á öllu)

Núna er snakk orðið ódýrara en áður. Unglingar landsins fagna. 

Næsta skref hlýtur að vera að afnema virðisaukaskatt, á öllu. Allir skattar, hvort sem þeir heita tollar eða vörugjöld eða virðisaukaskattur, hækka vöruverð. 

En hvernig á ríkisvaldið að fjármagna rekstur sinn ef það missir virðisaukaskattinn úr hirslum sínum? Svarið við því er einfalt: Það sker einfaldlega niður í rekstri sínum þangað til það þarf ekki lengur á virðisaukaskatttekjunum að halda. Ég er þá ekki að tala um að klípa 5% af þessari stofnun og 7% af hinni. Ríkið þarf að leggja niður heilu afkimana í rekstri sínum, einfalda kostnaðarsamar reglugerðir, einkavæða og selja eignir.

En af hverju að einblína á lækkun vöruverðs? Hvað með skatta á laun? Svarið er líka einfalt hér: Það ber að stefna að stórkostlegri lækkun tekjuskatta og helst algjöru afnámi þeirra. Ríkið heldur svo einfaldlega áfram að leggja niður einingar í ríkisrekstrinum, selja eignir og einkavæða.

Með svona aðgerðum má færa völdin yfir fólkinu í landinu frá 63 einstaklingum sem hafa það að atvinnu að hafa vit fyrir öðrum og til einstaklinganna sjálfra. Sérstakur stuðningur við svona skattalækkanir og einföldum regluverksins hlýtur að koma frá þeim sem finna stjórnmálamönnum allt til foráttu. 


mbl.is Snakk ódýrara eftir afnám tolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Afnema tekjuskatta og hafa bara söluskatta.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.1.2017 kl. 22:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það væri hugsanlega góð lausn ef menn gætu treyst ríkinu fyrir flatri skattlagningu, lágri, einfaldri í framkvæmd sem mismunar ekki eftir vörutegundunum. En nei, það traust er ekki til staðar hjá mér. Þá eru tekjuskattar jafnvel skárri því við tökum eftir þeim - sjáum við hverja útborgun hvað er búið að hrifsa af okkur. Það veitir ákveðið aðhald. Ekki mikið, en eitthvað. 

Geir Ágústsson, 29.1.2017 kl. 11:08

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef söluskattur er of mikill á einhverju, þá hef ég völ á því hvort ég kaupi þá vöru eða nota þá þjónustu.

Tekjuskatt, þá hef ég engin völ.

Það má bæta því við að matvæli og föt eiga ekki að vera skattlögð.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband