Trump verður hugsanlega frábær forseti

Ýmis teikn eru á lofti um að Trump verði frábær forseti. Hann gæti t.d. orðið svo yfirgengilega upptekinn af lítilvægum smáatriðum að hann nær ekki að koma neinum stórum málum í gegn. Þetta þýðir að samfélagið og hagkerfið fær frið til að ná andanum. 

Það er til lítil saga í bandarískum stjórnmálum sem segir frá því hvernig "gleymda kreppan" í Bandaríkjunum leið hratt yfir. Eins og fæstir vita skall á mikil og djúp niðursveifla í bandarísku hagkerfið árið 1920. Hagkerfið tók dýfu, atvinnuleysi fór á flug og ástandið leit ekki vel út. Raunar var niðursveiflan skarpari en sú sem skall á árið 1929 og varð að "kreppunni miklu".

En hvað gerðist? Hvernig brugðust stjórnmálamenn við? Þeir gerðu í raun lítið. Seðlabankinn gerði líka lítið. Niðursveiflunni var leyft að eiga sér stað, skuldabólunum var leyft að springa og örfáum misserum seinna var hagkerfið komið á siglingu á ný. Kreppan gekk svo hratt yfir að hún gleymdist. 

Á þessum tíma var forseti Bandaríkjanna Woodrow Wilson. Hann fékk heilablóðfall árið 1919 og þar til nýr forseti tók við árið 1921 var forsetaembættið frekar aðgerðalaust og starfaði nánast bara að nafninu til. 

Þessu aðgerðaleysi hafa sumir sagnfræðingar þakkað fyrir að kreppan 1920 gekk svona hratt yfir. Næsti forseti sem tók við embætti árið 1921, Warren G. Harding, var líka lítið fyrir að skipta sér af mönnum og málefnum. 

Tveir aðgerðalausir forsetar í embætti og kreppa leið hjá á nokkrum misserum - að hugsa sér!

En hvað kemur þetta Donald Trump við? Eru einhverjar líkur á að hann verði aðgerðalaus? Nei, ætli það. En hann gæti hugsanlega orðið mjög upptekinn af smáatriðum og einhverju sem skiptir litlu máli. Hann vill reisa múr en menn grafa þá bara göng eða fara með viðskipti sín annað. Hann vill draga hermennina heim sem er líklega gott fyrir alla. Svo mun hann atast í fjölmiðlum. Frábært! Hann nær þá kannski ekki að hrinda í framkvæmd aukinni skuldsetningu. Honum tekst líklega ekki að tvöfalda skuldir alríkisins á 8 árum eins og Obama. Kannski. 

Það má a.m.k. vona að sjálfsdýrkun Trump afvegaleiði hann frá embætti og í átt að einhverjum tittlingaskít. Ef svo fer verður forsetatíð hans góð fyrir Bandaríkin. 


mbl.is Sjálfsdýrkun í Hvíta húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er líklega gott fyrir alla að fólk drepist ekki.  Hver á að kaupa vinningsvöruna þegar allir eru dauðir.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2017 kl. 11:50

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fyrsta vikan er amk stórskemmtileg og jákvæð fyrir alla.  Hann er að þvinga fram allskyns breytingar á steinrunnum kerfum.  Allt samtímis.  Allur þessi kaós, og það er eki einusinni komið stríð.

Merkilegast er samt hvað fólk einblínir á nauða-ómerkilega hluti.  Hvað skiftir máli hversu margir mættu til að hlusta á ræðu?

Afhverju er atriði í hvert skifti sem einhver baknagar gaurinn á Twitter?

Ég veit það ekki.

En ég skemmti mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.1.2017 kl. 16:45

3 Smámynd: halkatla

Það er gaman að sjá fjölmiðla rembast við að díla við þetta, blásandi upp hvert einasta ómerkilega smáatriði í stórfréttir dag eftir dag, á meðan Trump er strax farinn að undirbúa múr, fækkun fósturmorða sem greidd eru af skattpeningum osfrv. Þetta er stórkostlegt. Þegar meirihluti hersins verður kominn heim vona ég að Obama fái langdregna magapest.

halkatla, 27.1.2017 kl. 16:51

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Umheimurinn er að fara á límingunum nú þegar Trump boðar einangrun USA í stríðsrekstri og öðru gamni.  Því hverjum má þá kenna um allt sem miður fer í veröldinni?

Kolbrún Hilmars, 27.1.2017 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband