Það sem fáir fjölmiðlar segja frá

Ég nenni sjaldan að leiðrétta fréttir og áhugi minn á Donald Trump er e.t.v. minni en flestra en ég verð að gera undantekningu núna.

Hvað var Trump að gera núna? Banna múslíma? Mismuna fólki? 

Nei, ekkert af þessu. 

Hann tók lista úr ráðuneyti Obama yfir óstöðug ríki og gerði það sama og Obama gerði einu sinni gagnvart því sem var þá talið vera óstöðugt ríki.

Þetta myndband útskýrir málið (í löngu máli en skemmtilegu):

Það sem gerðist í raun og veru hérna var að andstæðingar Donald Trump (og af þeim er nóg) hafa nú vaknað úr 8 ára dvala sem gagnrýnar raddir á alríkisstjórn Bandaríkjanna. Það var jú ekki hægt að gagnrýna Obama fyrir neitt, er það? Trump er að gera það sama og Obama. Hann er núna andskotinn holdi klæddur.

Ég efast ekki um að Trump eigi eftir að gera marga heimskulega hluti og kannski var þetta einn af þeim. Hann fylgdi hins vegar bara línu Obama í þetta skipti. Fyrir það er Trump gagnrýndur, ekki Obama.

Þetta verða hressandi næstu 4 ár. 


mbl.is Fordæma „ólöglega“ ákvörðun Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband