Sunnudagur, 20. nóvember 2016
Viðreisn leiðir vinstristjórn til valda, eða hvað?
Hinir svokölluðu miðjuflokkar, Viðreisn og Björt framtíð, vilja nú láta á það reyna hvort hægt sé að leiða vinstriflokkana til valda. Framsóknarflokkurinn gerði það sama eftir hrunið 2008 og í aðdraganda kosninga vorið 2009. Hann sat eftir með sárt ennið - fékk ekkert í skiptum fyrir greiðann. Hvað gerist núna?
Innan Viðreisnar eru einstaklingar sem hafa tjáð sig eins og hörðustu frjálshyggjumenn. Hér er lítið dæmi. Hvað ætla þeir að gera sem aðilar að ríkisstjórn sem beinlínis boðar stóraukin ríkisafskipti? Því höfum það á hreinu: Vinstri-grænir ætla að sigla skútunni og hafa sér til halds og trausts litla Samfylkingu og kjaftfora Pírata.
Innan Bjartar framtíðar eru einstaklingar sem hafa ekki tekið illa í að Íslendingar yfirgefi sovéskt fyrirkomulag áfengisverslunar og komi á norrænu fyrirkomulagi. Geta þeir ekki bara gleymt því?
Sjáum hvað setur.
Ekki óleysanlegt verkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hrikalegur samanburður SA undir Hér. Hér á ríkisvaldið 56% fjölmiðla og 72 prósent af bankakerfinu. Útskýrir mikið hvað erfilega gengur að stjórna landinu. Framleiðni landa skolast til sem hluti af þjóðarauð. Mexíkó er neðst á lista yfir ríki undir framleiðni.
Löglega kjörin stjórn varð að fara frá vegna hræðsluáróðurs blá grænna vinstri manna í Kastljósi. Engin stjórnmálmaður í fjórflokknum þorir lengur að berjast fyrir atvinnulífið eða fara á þing sem talsmaður þess. Sjálfstæðismenn fóru undan í flæmingi, en berjast enn fyrir farsælar lausnir í sjávarútvegi.
Forystumenn Viðreisnar koma fram sem forsvarsmenn frjáls framtaks, nema Þorgerður Katrín sem átti að gæta varúðar með óbeislað Ríkisútvarp. Völd þess og áhrif, ekki síst á auglýsingamarkaði. Viðreisn gæti orðið björgunarbátur atvinnulífsins í nýrri ríkisstjórn?
Sigurður Antonsson, 20.11.2016 kl. 22:48
Já, það er óhætt að segja að þetta sé áhugaverður kokteill. Aðeins spurning hvort hann verður hristur eða hrærður. Gildir þó sennilega litlu, því ölvunin sem honum fylgir getur ekki endað með öðru en slæmum timburmönnum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 20.11.2016 kl. 23:47
Nokkrar mögulegar niðurstöður:
- Viðreisn gefur eftir öll hægrimiðuð gildi sín og vinstriflokkarnir láta hana fá eitt ráðuneyti, t.d. ráðuneytið sem fær jafnlaunalögguna
- Sumt verður eftir höfði Viðreisnar, sumt eftir höfði vinstriflokkanna
- Vinstriflokkarnir sveigjast til hægri
Ef ég væri veðbanki væru stuðlarnir svona: 20 - 5 - 2
Geir Ágústsson, 22.11.2016 kl. 07:08
Það er miklu meiri samstaða á milli þessara flokka en í þeirri ómynd sem Bjarni Ben reyndi að mynda.
Það virðist vera góður samhljómur um stóru málin, sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og Evrópumál. Auk þess er samhugur um að uppræta spillingu núverandi stjórnarflokka.
Það væri því lélegt ef ekki tækist að mynda stjórn í þessari atrennu.
Ásmundur (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 10:55
13. minnst spillta ríki heims, hvorki meira né minna:
http://www.transparency.org/cpi2015
Geir Ágústsson, 22.11.2016 kl. 18:57
Langspilltasta ríki norðurlanda. Hin norðurlöndin eru öll í 5 efstu sætunum.
Á örfáum árum hefur Ísland fallið úr 1. sæti í 13. sæti. Ef ekki er gripið í taumana endar þetta með ósköpum.
Sjáum svo hvar við lendum eftir þetta ár þegar Panamaskjölin eru komin til skjalanna. Þar eigum við heimsmet sem engar líkur eru á að verði slegið allavega í bráð.
Ásmundur (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 21:03
Ég man ekki betur en að ákveðinn gjaldkeri Samfylkingar hafi sjálfur verið bendlaður við skattaskjól - og það eftir að hann hafði verið að berja í drumbur fyrir framan Alþingishúsið. Samt vilja vinstrimenn að sá flokkur komist í stjórn á meðan þeir tala ekki um annað en Panamaskjölin. Marföld er þessi hræsni.
Egill Vondi (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 21:22
Vilhjálmur Þorsteinsson reyndist ekki vera í Panamaskjölunum eins og sjálfstæðismenn höfðu haldið fram. Auk þess var hann ekki eða er kjörinn fulltrúi.
Af kjörnum fulltrúum voru þar eingöngu stjórnarliðar, þar af þrír ráðherrar og tveir borgarfulltrúar.
Auk þess eru Panamaskjölin aðeins eitt af mjög mörgum spillingarmálum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Ásmundur (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 22:36
Svíþjóð og Noregur eru ekkert minna spillt en Ísland. Og engin þessara ríkja eru minna spillt in t.d. Rússland eða Norður-Kórea.
Í öllum þessum lýðræðisríkjum eru það ofbeldishneigðir og spilltir lýðræðismúgir, í stað einræðisherra, sem ráða ríkjum. Þessir múgir ákveða hversu mikið á að stela og af hverjum, og hver á að fá hversu mikið af þýfinu.
D (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.