Laugardagur, 12. nóvember 2016
Vinstrið og lýðræðið
Vinstrimenn virðast því miður hafa takmarkaða þolinmæði fyrir lýðræði. Þetta kom fram eftir Alþingiskosningarnar í október og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þeir sótbölva kjósendum fyrir að hafa ekki kosið eftir þeirra höfði. Það liggur við að þeir sýni hreina mannfyrirlitningu.
Allir flokkar eiga eitthvað sameiginlegt með öllum öðrum. Í mínum huga er t.d. sterkur vilji meðal allra flokka að viðhalda á Íslandi sovésku fyrirkomulagi í bæði menntun og heilbrigðisþjónustu þótt sumir flokkar séu opnari en aðrir fyrir því að einkaaðilar fái eitthvað svigrúm (t.d. hefur enginn talað fyrir því að þjóðnýta heilbrigðisþjónustu sjóndapra). Allir flokkar vilja líka ríkiseinokun á vegakerfinu sem meginstefið.
Vinstrinu svíður það sárt að kjósendur hafi ekki veitt þeim brautargengi. Ég held að því væri samt hollt að reyna fela mannfyrirlitningu sína því annars bítur hún það í rassinn í næstu kosningum.
Furðar sig á Bjartri framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.