Þessi maður sem kaupir glænýja íbúð og endurnýjar allt

Til er sú tegund af manneskju sem þarf að endurnýja allt reglulega af ýmsum ástæðum. Stundum verður hann bara að breyta til því hann fær fljótt leið á hlutum, fólki og aðstæðum. Hann fær sér nýja eldhúsinnréttingu þótt ekki sjái á þeirri gömlu, sem um leið er frekar ný. Hann flakkar á milli vinahópa í leit að meira fjöri eða meiri athygli. Hann skiptir um vinnu við minnsta mótlæti. Hann getur ekki unað sér þótt allt sé í raun í góðu lagi og þótt breytingar væru jafnvel til hins verra.

Þessi tegund manneskju er stór hluti íslenskra kjósenda. Íslenskir kjósendur segjast ætla að kjósa flokka sem vilja "endurræsa" kerfið eða breyta því í grundvallaratriðum, henda stjórnarskránni og gera Ísland að lítilli skrifstofu í Evrópusambandinu. Þó blasir við að á Íslandi eru aðstæður með því besta sem gerist í heiminum á næstum því öllum hugsanlegum mælikvörðum.

70 mælikvarðar sem segja allir það sama

Hver getur rennt yfir þennan lista og sagt að það sé eitthvað mikið að á Íslandi? Og að stjórnlyndir vinstrimenn geti gert betur í fjögurra flokka ríkisstjórn? Hver getur sagt að eitthvað annað ríki sé í betri málum heilt á litið? Sennilega fáir. Það helsta sem menn geta borið á borð er að kvarta yfir einhverjum afkima í eigin lífi sem mætti gera betur við. Fæstir stinga samt upp á skattalækkunum og afnámi einhverrar ríkiseinokunarinnar sem lausn. Unglingurinn vill fá að vaka lengur og drekka áfengi en treystir sér samt ekki til að flytja að heiman og standa á eigin fótum.  

Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins en ég veit að ef hann kemur ekki að næstu ríkisstjórn og fær að halda fjármálaráðuneytinu þá finnast 70 mælikvarðar sem flestir munu taka stefnuna í ranga átt fyrir Íslendinga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband