Fimmtudagur, 29. september 2016
Bananaverð reiknað rangt
Svo virðist sem ótakmörkuð geta til að safna að sér gögnum sé ekki nóg til að hægt sé að reikna út bananaverð á Íslandi. Sérstakir fulltrúar yfirvalda hafa vissulega og samviskusamlega þrætt allar verslanir og skráð hjá sér bananaverðið en gögnin hafi engu að síður ekki dugað til. Ýmsar reiknikúnstir hafi ekki tekið á öllum þáttum.
Sömu fulltrúar hafa vissulega ætlað sér að reikna út áhrif peningaprentunar á áhrif alls annars en hafi ekki átt erindi sem erfiði.
En gott og vel, höldum áfram að treysta einum aðila, Seðlabanka Íslands, og skjólstæðingum hans, viðskiptabönkunum, til að stilla af kaupmátt heils gjaldmiðils með notkun tölfræði. Og leyfum sama seðlabanka að vera í einokunarstöðu í framleiðslu peninga.
Þetta getur bara endað illa.
Mistökin óheppileg að mati SÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bananavísitala?
Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2016 kl. 22:49
Lítið hagkerfið og vesæl króna gerir miklu erfiðara að reka fyrirtæki hér heldur en á meginlandinu. Seðlabankinn er ekki líklegur til að ráða við sveiflur og halda niðri verðbólgu nú frekar en fyrri daginn. Þegar er að safnast upp verðbólguþrýstingur sem háir vextir hafa skapað.
Þar ofan á gæla forystumenn flokkana, allir nema Framsón um að breyta enn einu sinni virðisaukaskattsþrepunum. Er það trúverðugt?
Háir vextir gera ungu fólki ókleift að eignast húsnæði.
Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 29.9.2016 kl. 23:52
Sigurður.
Krónan er ekki vesæl heldur er útgáfu hennar illa stjórnað.
Pappírsmiðar og málskífur geta ekki tekið slæmar ákvarðanir.
Þær slæmu ákvarðanir eru allar teknar af misvitru mannfólki.
En peningur er hvorki betri né verri en það sem hann táknar.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2016 kl. 00:06
Ég hef einnig heyrt af hræðilegum mistökum í heilbrigðiskerfinu. E.t.v. væri best að loka þeim stofnunum og snúa sér frekar að töfra- og andalækningum. En margar sögur um kraftaverk og undraverða bata fylgja þeim greinum. Og almenningur virðist eiga auðveldara með að skilja hvað þar er að gerast.
Espolin (IP-tala skráð) 30.9.2016 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.