Næsta skref: Leigumatvæli

"Reist verða allt að 2.300 svokölluð Leiguheimili á næstu fjórum árum í nýju almennu íbúðakerfi sem nú er verið að taka upp hér á landi og byggir á danskri fyrirmynd."

Þeir mega eiga það Íslendingar að þeir eru duglegir að apa upp vitleysuna á öðrum Norðurlöndum en láta það sem vel er gert á þeim alveg eiga sig. Eða sér einhver fyrir sér að lögum um sölu áfengis verði breytt "að danskri fyrirmynd" á Íslandi? Eða að hámarkshraði á þjóðvegum verði hækkaður upp í 110 km/klst "að danskri fyrirmynd"? Nei, ætli það.

Ríkisvaldið ætlar í stuttu máli að ausa fé skattgreiðenda í fasteignamarkaðinn. Sveitarfélögin, sem væri nær að úthluta lóðum, og ríkinu, sem ætti að sjá sóma sinn í að rýmka byggingarreglugerðir svo það borgi sig að byggja ódýrt húsnæði, vinna hér saman. Hið opinbera flækist fyrir einkafyrirtækjum sem vilja byggja og einstaklingum sem vilja kaupa. Gott og vel, það er ekkert nýtt. En nú á að endurvekja gamlan draug í íslensku samfélagi: Félagslegt húsnæði, þar sem eina skilyrðið fyrir búsetu er að passa að tekjurnar hækki ekki of mikið. Því annars skerðast húsaleigubæturnar og leigusamningnum er sagt upp, sjáið til.

Það er hættulegt að hafa eyðsluklær í ríkisstjórn þegar vel árar hjá ríkissjóði því þá er auðveldara að greiða - með fé skattgreiðenda - leiðina að svolitlum sósíalisma hér og þar sem breiðir úr sér eins og krabbamein. 


mbl.is Bylting fyrir fólk undir meðaltekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

DJöfull er ég sammála þér.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 27.9.2016 kl. 21:26

2 identicon

Ég er algjörlega ósammála þér. Það er löngu orðið tímabært að svona kerfi yrði sett á hér til að hamla gegn frumskógalögmálinu á leigumarkaðnum. Ég færi Eygló þakkir fyrir það. Flestir sem eru á móti þessu kerfi á Íslandi vita harla lítið um það.

Ég bjó og starfaðí í Danmörku í fjöldamörg ár og við bjuggum aðallega í "almen bolig" og leið vel. Leigan var ekki lág, en lægri en okurleigurnar á einkaleiguíbúðum og leigjendur þurftu að greiða þriggja mánaða tryggingu. Þegar stofnframlagið frá ríkinu var greitt upp, fóru nær allar leigutekjur í nýbyggingar og viðhald. Þannig voru það ekki skattgreiðendur (í þeim hópi vorum við líka) sem voru að niðurgreiða þetta nema aðeins í byrjun. Það bezta við þetta fyrirkomulag þar var, að það var leigjendavernd, þannig að ekki var hægt að henda leigjendum út nema þeir hættu að borga húsaleiguna eða eyðilögðu íbúðina eða herjuðu á nágrannana. Hins vegar gat eigandinn á prívat leigumarkaði krafizt himinhárrar leigu og síðan hent heilum fjölskyldum á götuna fyrirvaralaust og án ástæðu. Rétt eins og hefur alla tíð tíðkazt hér í þessu dog-eat-dog þjóðfélagi, þar sem gegndarlaust er traðkað á láglaunafólki.

Það slæma við kerfið í Danmörku var pólítík landráðaflokkanna, sem veittu hentugleikaflóttamönnum forgang að þessum íbúðum. Það þarf að gæta vel að því að þau mistök verði ekki gerð hér.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.9.2016 kl. 11:46

3 identicon

Markaðurinn sem og einkaframtakið brást. Því þarf að fara aðrar leiðir. 

Toni (IP-tala skráð) 28.9.2016 kl. 14:09

4 identicon

Þetta hétu "almennyttige boliger", ekki "almene boliger". Nafnið vísði til þess, að allir gátu sótt um að leigja. Biðlistar voru frá 1 ár og upp í 4 ár, lengst beið fólk eftir ódýrustu íbúðunum. Því eldri sem íbúðirnar voru, þess ódýrari voru þær enda engin andskotans verðtrygging eins og hér á þessu landi græðgisvæðingar sem hækkar stöðugt höfuðstól allra lána.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.9.2016 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband