Mánudagur, 26. september 2016
Hækkun í staðinn fyrir ekkert
Þeir sem vilja að hið opinbera sjái um fjármögnun á hinu og þessu eru um leið að boða háa skatta. Krafan er svo að sjálfsögðu sú að skattarnir dugi til að fjármagna hitt og þetta.
Síðan kemur í ljós að skattarnir duga ekki til. Þá kemur hið opinbera á greiðsluþátttöku umfram skattheimtuna. Í stað þess að losna við gíróseðlana eftir að skattheimtumaðurinn er farinn fá skattgreiðendur bæði skattheimtuna og greiðsluþátttökuna.
Síðan kemur í ljós að greiðsluþátttakan dugir ekki til. Þá eru skattar hækkaðir eða greiðsluþátttakan en yfirleitt hvoru tveggja.
Nú sitja skattgreiðendur uppi með háa skatta og háa greiðsluþátttöku og geta ekkert gert því hið opinbera situr þungt á verkefninu og neitar að sleppa.
Miklu hreinlegra væri að lækka skattana og gera greiðsluþátttökuna að einu fjármögnuninni. Það veitir ákveðið aðhald. Markaðurinn opnast skyndilega. Fyrirtæki eru í sífellu að skipta um mötuneytisþjónustu og leika sér að því að láta einkaaðila bítast um viðskipti þeirra. Skólabörn hafa ekkert slíkt val enda látin eiga við einokunarfyrirtæki. Kannski væri ráð að breyta því í stað þess að horfa upp á bæði skattana og greiðsluþátttökuna aukast og aukast.
Fæðisgjald hækkar um 31% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.