Ný vinstristjórn gýs bráðum

Nú virðist eldfjallið Katla eitthvað vera að rumska. Miðað við reynslu seinustu 1000 ára á hún inni eitt gott gos núna eða í náinni framtíð. Það verður væntanlega svakalegur atburður.

Það mætti eiginlega segja að eldgos séu einskonar vinstristjórn. Samlíkingin nær til margra atriða.

Í fyrsta lagi fara allir á tærnar og byrja að forða verðmætum sínum.

Í öðru lagi fylgir hvoru tveggja eyðilegging á verðmætum. Til að endurheimta þau verðmæti þarf að eyða miklu fé sem að öðru leyti hefði farið í fjárfestingar eða neyslu sem einhver hefði gagn og gaman af (en ekki bara í að laga það sem virkaði áður).

Í þriðja lagi fær Ísland athygli utan landsteinana. Eldgosið spýr gjósku sem tekið er eftir. Vinstristjórnin sendir umsóknir í ríkjasambönd og gerir vafasama samninga um greiðslu á ólögmætum kröfum.

Í fjórða lagi fagna vinstrisinnaðir hagfræðingar allri eyðileggingunni, sem birtist m.a. í þeirri furðufullyrðingu bandaríska hagfræðingsins (og Nóbelsverðlaunahafans) Paul Krugman sem sagði að hagkerfi Bandaríkjanna hefði gott af ógn af árás geimvera á Jörðina (því þá færi af stað vopnakapphlaup fyrir lánað og nýprentað fé). 

Ef Íslendingar kjósa með ákveðnum hætti í næstu kosningum er mögulegt að á Ísland herji bæði Kötlugos og vinstristjórn á sama tíma. Eyðileggingin yrði gríðarleg og fagnaðarlæti vinstrimanna sömuleiðis.

Við hin megum hins vegar vona það besta og að bara annað hvort verði raunin. 


mbl.is Jarðskjálftahrina í Kötluöskjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Má þá frekar biðja um eitt oflugt og gott Kötlugos.

Gunnar Heiðarsson, 31.8.2016 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband