Bannið er oft vandamálið

Úti um allan heim á sér stað framleiðsla, sala og kaup á einhverju ólöglegu. Listinn yfir það sem er bannað að stunda viðskipti með en viðskipti eru engu að síður stunduð með er langur og teygir sig frá hörðum fíkniefnum til beina úr einhverjum dýrum.

Menn bregðast yfirleitt við viðskiptum með eitthvað óæskilegt með fyrirsjáanlegum hætti: Að bannað viðskiptin. 

Oftar en ekki verður þá til nýtt vandamál og stærra. Bannið verður vandamálið.

Sem dæmi má nefna fílabein. Víða eru of margir fílar og þeir skotnir til að halda fjölgun þeirra í skefjum. Á öðrum svæðum eru þeir í útrýmingarhættu. Í stað þess að heimsmarkaðurinn sé fullur af ofgnótt af fílabeini til sölu á löglegan hátt eru beinin brennd. Veiðiþjóðar sjá þá verðlagið rísa til himinhæða og leggja á sig mikla áhættu til að útvega sér bein og selja fyrir mikinn ágóða.

Nú má vel vera að siðprúðir Vesturlandabúar sofi rólegir á nóttunni við að vita af banni á einhverju og endalausum (en yfirleitt vonlausum) eltingaleik lögreglu við þá sem brjóta það bann. Bannið er hins vegar oftar en ekki aðalvandamálið. 


mbl.is Gjalda með blóði fyrir brotin loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband