Í ESB er kosiđ aftur ef röng niđurstađa fćst

Evrópusambandiđ er ekki hrifiđ af ţjóđaratkvćđagreiđslum. Ef niđurstađan er röng er bara kosiđ aftur nema einhverjar bakdyr sé ađ finna. Ţetta kannast flestir viđ.

Kosningin í Bretlandi er samt bara byrjunin á einhverju miklu stćrra. Ţađ má vel vera ađ ţađ sé hćgt ađ finna leiđir til ađ hunsa ţjóđaratkvćđagreiđsluna og tefja úrsögn Breta. Ţađ mun hins vegar engu breyta til lengri tíma. Almenningur í fleiri ríkjum sambandsins er byrjađur ađ eygja von á sínum eigin kosningum um ađildina ađ ESB. Rifur eru komnar á múrinn og ţćr munu breytast í sprungur, kannski hćgt og rólega en kannski skyndilega.

Sem betur fer stefnir ekkert í ađ Ísland sé á leiđinni um borđ í hiđ sökkvandi skip. 

Spurningin er svo bara hvađ tekur ţá viđ. Geta Evrópuríkin stundađ frjáls viđskipti án ţess ađ vera innan ríkjasambands? Munu ţau fylgja stefnu verndartolla og viđskiptahafta eđa opna á frjáls viđskipti viđ önnur Evrópuríki og jafnvel heimsbyggđina alla? Tíminn mun leiđa í ljós hvort sjónarmiđiđ verđur ofan á - ţađ ađ menn geti búiđ á sitthvoru heimilinu en engu ađ síđur átt frjáls samskipti og viđskipti sín á milli, eđa hitt ađ menn stundi sjálfsţurftarbúskap ţar sem allir sauma sínar eigin brćkur. 


mbl.is Ekki víst ađ Bretar fari úr ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB er ekki ađ fara fram á nýja kosningu. Ţvert á móti vill ţađ ađ 50.gr Lissabon-sáttmálans verđi virkjuđ sem fyrst. Ţá myndu Bretar ekki eigi afturkvćmt í ESB nema međ ţví ađ sćkja um aftur.

Forystumenn breskra útgöngusinna virđast hins vegar vera í öngum sínu. Ţeir vilja ekki virkja 50.greinina ţví ađ ţá hafa ţeir brotiđ allar brýr ađ baki sér. Margir sem greiddu atkvćđi međ ađild vilja kjósa aftur vegna ţess ađ ţeir voru blekktir og hafa forystumenn útgöngusinna viđurkennd ţađ og sagt ađ ţađ standi alls ekki til ađ efna loforđin.

Brexit hefur styrkt samstöđuna í ESB. Engin ESB-ţjóđ vill lenda í sömu vandrćđum og Bretar. Hollendingar, sem hafa helst hagsmuna ađ gćta vegna Brexit, voru ţví taldir líklegastir til yfirgefa ESB ef Bretar fćru út. Ţingályktunartillaga ţess efnis hefur nú veriđ hafnađ međ 84% atkvćđa á hollenska ţinginu.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 29.6.2016 kl. 16:44

2 identicon

Sammála ţér í ţví ađ ţetta er byrjunin á einhverju stćrra.  Fólk er búiđ ađ fá nóg af sérklúbbum stjórnmálamanna.  Ţađ var engin tilviljun ađ Andri Snćr og Davíđ náđu ekki kosningu hér heima, fulltrúar stríđandi fylkinga.  Fólk vill bara stunda sín viđskipti í friđi. 

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 29.6.2016 kl. 18:21

3 identicon

Leiđrétting á síđustu setningu innleggs míns:

Ţingsályktunartillaga um ţjóđaratkvćđagreiđslu um brotthvarf Hollendinga úr ESB hefur nú veriđ hafnađ međ 84% atkvćđa á hollenska ţinginu.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 29.6.2016 kl. 18:29

4 Smámynd: Borgţór Jónsson

Ţađ er smá misskilningur á ferđ hjá greinarhöfundi.

Í ESB er haldiđ áfram ađ kjósa, ţagađ til röng niđurstađa fćst.

Borgţór Jónsson, 30.6.2016 kl. 08:57

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ţađ mćtti e.t.v. bera saman ESB og Rómarveldi. Í fyrstu gengur vel. Síđan er miđstýringin aukin. Síđan er útţensla. Svo koma vandrćđi. Ţá er búin til verđbólga. Skuldirnar aukast og pólitísk óvissa líka. Ađ lokum koma brestir og ađ lokum hrynur allt. 

Geir Ágústsson, 30.6.2016 kl. 17:54

6 identicon

Kristin trú kom ágćtlega út úr ţví hruni.  Spurning hvađ gerist núna.

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 30.6.2016 kl. 20:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband