Smákóngarnir ţrífast innan hins opinbera

Í frétt segir:

Félag kvensjúkdómalćkna mćlir gegn ţví ađ ljósmćđur fái heimild í nýjum lyfjalögum til ađ ávísa hormónagetnađarvörnum eins og Embćtti landlćknis hefur mćlt međ.

Nema hvađ! Hér sjá međlimir í Félagi kvensjúkdómalćkna fram á ađ eftirspurn eftir ţjónustu ţeirra gćti minnkađ. Ţađ hefur áhrif á samningsstöđu ţeirra gagnvart hinu opinbera. Minni eftirspurn ţýđir jú lćgra verđ. 

Eflaust mun Félag kvensjúkdómalćkna reyna ađ rökstyđja afstöđu sína öđruvísi en ađ vísa til launaviđrćđna félagsmanna sinna. Fagleg rök hljóta samt ađ vera fá og veik. Ljósmćđur eru sprenglćrđar og hafa bćđi verklega og bóklega ţekkingu sem skiptir máli. Ţćr eru líka í miklum og daglegum samskiptum viđ skjólstćđinga sína á međan kvensjúkdómalćknar ţurfa ađ treysta á ađ fólk panti sér tíma hjá ţeim og sé tilbúiđ ađ opna sig.

Ég man vel eftir ţví ţegar gleraugnaverslunum var leyft ađ sjónmćla fólk. Augnlćknar, sem áđur höfđu haft lögvarđa einokun á slíkum mćlingum, mótmćltu. Sem betur fer var ekki tekiđ mark á ţeim mótmćlum. Ég veit svo ekki betur en ađ augnlćknar hafi haft nóg ađ gera síđan og hafa jafnvel fengiđ meira svigrúm til ađ sinna alvarlegum tilfellum betur međ sérhćfđri ţekkingu sinni.

Mörg ríki ganga langt í ţví ađ skipta sér af ţví hver gerir hvađ en ég held ađ Íslendingar hljóti ađ ganga hvađ lengst miđađ viđ önnur Vestur-Evrópuríki. Ţađ geta ţeir af ţví ríkisvaldiđ hefur ađ ţví er virđist umtalsverđar heimildir til ađ víkja frá 75. grein stjórnarskráarinnar um atvinnufrelsi međ mjög sveigjanlegri túlkun á orđinu almannahagsmunir.

Einkafyrirtćki sem hólfa fólk niđur svo ţađ strandar fljótlega vegna skorts á heimildum fara fljótlega á hausinn. Hiđ opinbera ţarf ekki ađ óttast slíkt. Í jötu ţess geta allir grísinir fengiđ sitt eigiđ hólf.


mbl.is Ágreiningur um lyfjalög
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband