Yfirdrátturinn greiddur upp fyrir næstu vinstristjórn

Núverandi ríkisstjórn hefur lagt nokkuð kapp á að greiða niður skuldir ríkisins. Þó finnst mörgum það hafa gengið of hægt enda er alltaf freistandi að elta skoðanakannanir og það sem vinsælast þykir hverju sinni og eyða í stað þess að borga skuldir.

Nú stefnir í að Íslendingar ætli að kjósa yfir sig vinstriflokka á ný (og eru Píratar hér taldir með). Þeir geta þakkað fyrir að núverandi ríkisstjórn var dugleg að greiða niður skuldir því þeir geta þá hafist handa á ný við að safna skuldum og reyna að kaupa sér vinsældir auk þess sem gæluverkefni fá aukinn forgang á ný.

Þetta er dæmigerður rússíbani í íslenskum stjórnmálum. Hægrimennirnir greiða niður skuldirnar en vinstrimenn safna þeim.

Vonandi sjá kjósendur að sér og hleypa ekki vinstrimönnunum að tékkhefti hins opinbera. 


mbl.is Gert ráð fyrir miklum hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Voru Sjóræningjarnir ekki að boða að auka eyðslu í möppudýrabáknið um 100 miljarða, eða var það 1000 milljarðar?

Sjóræningjarnir er nafn fyrir flokk til að.tæla ungu kynslóðina til að kjósa flokkinn, af því að það er svo töff að vera sjóræningi.

Alþýðubandalagið breytti nafni flokksins í Vinstri Græna til að tæla ungu kynslóðina í að kjósa flokkinn, af því að það var svo töff að vera grænn i den tid.

Sjóræningjarnir voru, eru og munu alltaf verða einn hópurinn í vinstrihjörðini, því er nú verr og miður og eins og við vitum flest sem eru komin til ára þá er mottóið hjá vinstrihjörðini; eyða, eyða eyða og eyða meira og meira, ef ekki er til peningur, þá tekur vinstrihjörðin bara lán.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.6.2016 kl. 23:18

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kommarnir breyttust úr jarðaberi í vatnsmelónu, frá því að vera rauðir í gegn í að vera grænir að utan og rauðir að innan.

Nú eru þeir e.t.v. að stökkbreytast aftur, úr vatnsmelónu í eitthvað annað. Mér dettur samt engin myndlíking í hug. Það yrði að vera ávöxtur sem er svartur að utan en rauður að innan. 

Geir Ágústsson, 14.6.2016 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband