Mánudagur, 6. júní 2016
Sósíalismi í dauðateygjunum
Norður-Kórea sendir þúsundir einstaklinga út í hinn stóra heim til að vinna ókeypis fyrir ríkisvaldið. Þetta er eðlileg og rökrétt leið fyrir gjaldþrota, sósíalískt ríkisvald til að framfleyta sér í dauðateygjum sínum. Allt sem gert er á jú að vera fyrir samfélagið eða heildina og einstaklingurinn skiptir engu máli.
Mörg önnur ríki en þau yfirlýst sósíalísku beita svipuðum úrræðum og er herkvaðning hér augljósasta dæmið. Með henni er fólk sent í herþjálfun og jafnvel af stað til að berjast í stríðum og fær fyrir það laun sem hið opinbera skammtar af eigin geðþótta og eru yfirleitt mun lægri en sömu einstaklingar gætu fengið sem verðmætaskapandi einstaklingar á frjálsum markaði. Allt í nafni heildarinnar eða samfélagsins auðvitað.
Ríkisvaldið um allan heim leggur mikla áherslu á að gera sem minnst úr einstaklingnum og leggja sem mesta áherslu á að við vinnum saman eins og maurar í maurabúi þar sem feit drottningin í miðju búsins er sú eina sem skiptir máli. Það er því rökrétt að Norður-Kórea haldi úti her farandverkamanna til að sjá ríkisvaldinu fyrir gjaldeyri, og þótt einn og einn maur sé kraminn þá skiptir það engu máli á meðan heildin er enn í lagi.
Þegar menn heyra hið opinbera nota hugtök eins og "samfélagsleg ábyrgð", "tekjur þjóðarbúsins" og "hagsmuni ríkisins" ættum við öll að staldra við og hugsa: En hvað með mig og mína fjölskyldu?
Vinna við bágar aðstæður í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Þegar menn heyra hið opinbera nota hugtök eins og "samfélagsleg ábyrgð", "tekjur þjóðarbúsins" og "hagsmuni ríkisins" ættum við öll að staldra við og hugsa: En hvað með mig og mína fjölskyldu?"
Einmitt, ég gæti lent í slysi og orðið örkumla. Þá er betra að samfélagið ábyrgist afkomu fjölskyldu minnar. Eða var það eitthvað annað sem þú áttir við?
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 14:05
Ásmundur: "Tryggingar snúast um fólk."
Ásgrímur Hartmannsson, 6.6.2016 kl. 17:01
Heill og sæll, mjög flott og vel skrifuð færsla.
Skoðunin sem ég er að fara deila er álitin mjög röng af mjög líklega öllum. Sú skoðun minnir á starfsemi Norður Kóreu en er samt langt í frá sú sama. Ég hef lengi þótt þessi skoðun mín vera heillandi þó svo ég viti að hún er ekki beint í snertingu við raunveruleikan.
Skoðunin er skrifuð með fyrirvara um að líklega er mjög ólíklegt að hægt sé að skilja hana, hvað þá sem einstakar mannverur með sér persónuleika.
Þú nefnir að Norður Kórea notar þegna sína sem maura til að þjóna drottningunni. Ég er mjög á móti því hvernig Norður Kórea starfar sem ríki. Því vill ég taka fram að ekki eigi að miskilja þessa skoðun sem tegund af stuðning eða því um líku fyrir hönd Norður Kóreu. Afþví skoðun mín nær langt umfram stjórnkerfi Norður Kóreu.
Mér finnst verstu mistök sem náttúran hefur gert í þróun sinni er að hafa þróað mannverur með sína eigin persónuleika. Mannverur eru þvílíkt öflugar verur og hafa möguleika á að vera eitthvað mun æðri en það sem við erum í dag. Ef við hefðum þróast í átt að eitthverju líku og akkurat maurum eða býflugum. Værum við mjög líklega komin langa leið út í geim í tækniþróun. Ef við værum með okkar mannslíkama nema værum skipt niður í vinnumenn, hermenn og "heila". Sem væru líkt og drottningar í maurabúi. Eitthversskonar "Overlord". Þá værum við sem mannverur ekki svo endalaust upptekin af okkar eigin persónulegu þörfum. Þá þörf að sækja menntun bara til að verða hálaunaður bara til að geta keypt flotta hluti og byggt upp gott líf með maka. Hvað ef við mannkynið værum einn persónuleiki. Hver einasta persónulega þörf einstaklings væri ekki til. Við værum öll hluti af þróun heildarinnar. Allt sem við gerðum á ævi okkar er hluti af þróun heildarinnar. Ef mannkynið væri ein heild í staðin fyrir einstaklingar í heild værum við virkilega komin mögulega nokkur þúsund ár af þróun "lengra". En í staðin umbreyttumst við í einstaklinga með okkar eigin persónuleika sem gerir það að verkum að allt sem við gerum er gert með það að markmiði að þjóna okkar persónulegu þörfum líka.
Akkurat það að við erum öll einstök gerir lífið svo skemmtilegt. En það heldur á sama tíma gríðalega aftur af þróun okkar sem heild. Að mínu mati er þetta ákveðin tegund af galla í þróun náttúrunnar. Að mannkynið þróaðist í einstaklinga með allar sínar tilfinningar þegar við hefðum getað verið ein heild fylgjandi einum gríðalega þróuðum "heila". Sem myndi hugsa fyrir allt og alla. En já... Þar sem við erum öll einstaklingar er þetta ekki góð hugmynd. Akkurat dæmið sem þú tekur með Norður Kóreu er sönnun fyrir því hve slæmt það er að reyna troða svona líf á mannverur. Svo þessi hugmynd mín væri fullkomin þyrfti hún að hafa þróast frá upphafi. Ekki eftir hundruð þúsund ár af einstaklings persónuleikum.
Sorglegt en satt samt... Ennþá í dag reyna einstakar mannverur að finna leiðir til að stýra og stjórna heildinni. Endalausar tegundir af kerfum sem notað er til að reyna láta heild fylgja einum. Eitt af þeim kerfum sem hefur náð sem lengst er hver sá snillingur sem fann upp svokallaðan "Einguð". Sem í um 4-5 þúsund ár tryggði að tugi milljónir manna fylgdu konungum og öðrum leiðtogum án þess að efa vilja leiðtogans. Við mannverur erum rétt í dag(síðustu 100 ár) farin að hætta fylgja orðum heilögu rit Gyðinga, heilögu rit Kristinna manna og heilögu rit Múslima. Í nokkur þúsund ár var þetta öflugasta stýrikerfi Jarðarinnar.
Afsakið...
Þegar ég byrja skrifa á ég erfitt með að stoppa.
Biðst afsökunar á þessu.
En mjög flott blog færsla hjá þér, var áhugavert að lesa hana.
Einar Haukur Sigurjónsson, 6.6.2016 kl. 17:42
Ásmundur,
Sá sem treystir á ríkisvaldið til að aðstoða sig komi til örorku hefur hingað til ekki verið mjög ánægður "skjólstæðingur":
http://www.obi.is/is/utgafa/vefrit/vefrit-obi-4-arg-5-tbl/fundur-21-november-gallup-konnun
Kannski er ein ástæðan sú að ríkisvaldið rekur hér opið hlaðborð sem fólk skráir sig í þegar það vinnur ekki draumastarfið sitt í erfiðu árferði (þótt sumum finnist "erfitt" að skýra þá fjölgun):
http://www.ruv.is/frett/erfitt-ad-skyra-fjolgun-oryrkja
Kannski hér sé rými til að bæta aðeins samspil framboðs og eftirspurnar þannig að eftirspurn sé ekki óendanleg (ókeypis peningar).
Erfið árferði má svo að miklu leyti skrifa á ríkisvaldið, meðal annars fjárþörf þess.
Geir Ágústsson, 7.6.2016 kl. 07:48
Einar,
Takk fyrir áhugaverða hugvekju. Spurningin er nú samt: Hvernig hefði mannkynið þróað með sér greind sína og aðlögunarhæfni ef ekki væri fyrir hið sterka einstaklingseðli okkar? Hefðu frummennirnir nokkurn tímann geta þróast til nútímamannsins? Svo held ég að margt sé að breytast - ný tækni og ný viðhorf og allt þetta sem mun auka samtakamáttinn í uppbyggilegum verkefnum. Það mundi hjálpa að afnema núverandi lagabálka um einkaleyfi til að hraða aðeins þróuninni hérna (sbr. sú saga að gufuvélin fór fyrst að þróast fyrir alvöru þegar einkaleyfi James Watt á henni rann út á tímum ensku iðnbyltingarinnar).
Geir Ágústsson, 7.6.2016 kl. 07:54
"Sá sem treystir á ríkisvaldið til að aðstoða sig komi til örorku hefur hingað til ekki verið mjög ánægður "skjólstæðingur":"
Ertu að segja að hann væri ánægðari ef hann fengi ekkert?
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 16:30
Geir Ágústsson, 8.6.2016 kl. 03:09
Þetta er ekki svar við spurninginni. Ef menn ætla að lifa eftir trúarsetningum þá eru menn fyrst komnir į vanda.
Ásmundur (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 05:19
Hvernig getur þú fullyrt að með brotthvarfi velferðarkerfisins (og þar með skattheimtunnar vegna þess og gjarnan fleiri þátta ríkisrekstursins) hyrfi velferðin og t.d. aðstoð við þá sem geta ekki bjargað sér sjálfir?
Geir Ágústsson, 8.6.2016 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.